Bílasýning

LEXUS Á BÍLASÝNINGUNNI Í GENF 2019

Á bílasýningunni í Genf 2019 verður Evrópufrumsýning á tveimur nýjum bílgerðum frá Lexus. Annar þeirra er táknmynd fyrir framsækna hönnunarhugsun en hinn fyrir vaxandi orðspor okkar á sviði kappakstursíþróttarinnar.

 • 2019 lexus geneva motor show rc f track edition

  RC F-KRAFTÚTFÆRSLA

  HÉR ER RC F-BÍLLINN: FARIÐ FETINU FRAMAR Á SVIÐI LEXUS-AFKASTA

  Jafnt „bensínbullur“ sem og unnendur kappaksturs munu taka fagnandi þessari Evrópufrumsýningu á nýju 2020 RC F-kraftútfærslunni. Margs konar nýjungar, svo sem hemlar úr keramiktrefjum sem oftast er aðeins að finna í ofurbílum, og léttleikinn og hámörkun niðurþrýstings, gera að verkum að RC F-bíllinn er draumabíll þeirra sem kjósa stílhreinan og kraftmikinn bíl.

 • 2019 lexus geneva motor show lc convertible

  LC-BLÆJUBÍLL

  HÖNNUNARMARKMIÐ LC HUGMYNDABÍLSINS MEÐ BLÆJU: HREIN FEGURÐ

  Nýi Lexus LC-hugmyndabíllinn með blæju er öflug og tilkomumikil útfærsla af opnum sportbíl. Til að ná hönnunarmarkmiðinu „hrein fegurð“ hafa hönnuðir okkar samþætt japanska fagurfræði og fyrirheit um akstursupplifun af því tagi sem aðeins fæst í blæjubíl.

  LC-hugmyndabílinn með blæju er með íþróttamannslega drætti sem gera hann langan, lágan og rennilegan og farþegarýmið er í senn fallegt og sérlega þægilegt, jafnt fyrir ökumann sem farþega. Skærgular bryddingar fanga augað á stílhreinu, hvítu leðrinu í sérsaumuðum sætunum, þó án þess að spilla fyrir látlausri fágun heildaryfirbragðsins.