1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
  3. UX hugmyndabílinn
Lexus á Íslandi
 

NETTUR SPORTJEPPI

NETTUR SPORTJEPPI

 

Hinn glæsilegi Lexus UX hugmyndabíll var afhjúpaður á bílasýningunni í París 2016 og er framtíðarsýn okkar fyrir nettan borgarjeppa..

HUGMYNDABÍLLINN

 

UX hugmyndabíllinn markar ný spor í hönnunarsögu Lexus. Hér er um að ræða nýja tegund fjögurra sæta borgarjeppa með skörpum andstæðum; annars vegar hvasst útlit og fjórhjóladrif sem sæmir torfærubíl, og hins vegar lítil hæð frá jörðu ásamt akstursstöðu sem minnir á sportbíl.

DJARFUR OG ÓFYRIRSJÁANLEGUR

Í stað hefðbundins mælaborðs höfum við skörp form sem bæði skarast og flæða saman og skapa þannig samspil skugga og andstæðna. Í hverju horni mælaborðsins er skjár sem birtir myndskeið frá hliðarspeglunum sem festir eru utanvert á framhurðir bílsins.

BYLTINGARKENND HUGSUN

Dekkin á UX fara yfir línuna í nýsköpun. Gúmmíið í dekkjunum er skorið með leiser svo felgurnar líta út fyrir að vera hluti af dekkinu.

KRAFTMIKILL EN JAFNFRAMT FÁGAÐUR

Framhluti innanrýmisins leggur jafna áherslu á lipra fágun og þátttöku ökumannsins. Aftursætið minnir hins vegar á þægilegan sófa sem sameinast afturhurðunum sem opnast aftur á bak; afgerandi litavalið undirstrikar fágun og rými jeppans.

KYNNTU ÞÉR LEXUS UX

 

Framhluti innanrýmisins leggur jafna áherslu á lipra fágun og þátttöku ökumannsins. Aftursætið minnir hins vegar á þægilegan sófa sem sameinast afturhurðunum sem opnast aftur á bak; afgerandi litavalið undirstrikar fágun og rými jeppans.

DJARFUR OG ÓFYRIRSJÁANLEGUR

Í stað hefðbundins mælaborðs höfum við skörp form sem bæði skarast og flæða saman og skapa þannig samspil skugga og andstæðna. Í hverju horni mælaborðsins er skjár sem birtir myndskeið frá hliðarspeglunum sem festir eru utanvert á framhurðir bílsins.

ÁVALLT TENGDUR

Með HMI tækninni (viðmót milli manns og vélar) er hægt að bjóða upp á þrívíðar, en um leið aðgengilegar, skjámyndir sem henta ökumönnum sem og farþegum sem gera kröfur um samfellda tengingu.

BYLTINGARKENND TÆKNI

Mælaborð ökumannsins sýnir gegnsæjan hnött sem svífur eins og heilmynd og birtir bæði hliðrænar og stafrænar upplýsingar. Yfir miðstokknum er kristalslaga form sem birtir upplýsingar um loftræstingu og afþreyingu á skjá í heilmyndastíl sem eru auðlesanlegar bæði ökumanni og farþega í framsæti.

Lexus UX hugmyndabíllinn býr einnig yfir framúrskarandi rafeindatækni á borð við rúður með glýjuvörn, og hefðbundnum hliðarspeglum hefur verið skipt út fyrir nett rafspeglahús með myndavél. Myndir úr rafspeglunum birtast á skjáum inni í bílnum sem hluti af heildarhönnun mælaborðsins.

Uggalögun A-stoðarinnar er endurtekin í nýrri hljóðupplifun fyrir yngri farþega – „soundbar“ sem má fjarlægja er innbyggt í mælaborðið farþegamegin.

MYNDIR OG MYNDBÖND