1. Eigendur
  2. Connected Services
  3. Lexus Link App
Lexus á Íslandi
BETRI TENGING

LEXUS LINK+ APPIÐ

Lexus Link+ appið býður upp á snurðulausa tengda þjónustu fyrir ökumenn Lexus bíla. Þjónustan er hönnuð til að tryggja hugarró og þú getur notað appið í snjallsímanum til að eiga samskipti við bílinn hvaðan sem er.

BETRA VIÐMÓT

SKEMMTILEGRI Í AKSTRI

Þökk sé nýjum eiginleikum og uppfærslum hefur Lexus Link+ appið verið endurbætt og gert enn þægilegra og einfaldara. Með bættu notendaviðmóti getur þú nú sérsniðið heimaskjáinn þinn til að birta gagnlegar upplýsingar eins og ekinn kílómetrafjölda eða eldsneytisstöðu bílsins. Með appinu hefurðu líka fullkomna stjórn á tilkynningunum sem þú færð svo upplifunin verður alveg eins og þú vilt hafa hana.

ÞÆGINDI OG FULLKOMIN STJÓRN

HYBRID AKSTURSÞJÁLFUN

Kynntu þér hvernig þú getur notað sparneytnu EV-stillinguna til að fá sem mest út úr Hybrid bílnum þínum.

FJARSTÝRÐ HITA- OG LOFTSTÝRING

Stýrðu hitun og loftkælingu í bílnum hvaðan sem er.

STAÐA BÍLS

Fáðu tilkynningar ef þú hefur gleymt að loka bílrúðum, slökkva á aðalljósum eða læsa bílnum.

FJARSTÝRÐ LÆSING/OPNUN HURÐA

Læstu bílnum með fjarstýringu eða gefðu öðrum aðgang að bílnum.

ÁFANGASTAÐIRNIR MÍNIR

Skipuleggðu ferðir í appinu áður en þú deilir þeim með bílnum og vistaðu eftirlætisferðirnar þínar.

ÞJÓNUSTA OG VIÐHALD

Fáðu áminningu um það hvenær sé komin tími á þjónustuskoðun.

TALNAGÖGN UM AKSTUR

Fylgstu með ökuferðum þínum og aksturslagi og skrásettu ferðir tengdar vinnu.

VIÐVÖRUNARLJÓS

Fáðu upplýsingar um viðvörunarljós og til hvaða aðgerða þú þarft að grípa.

Auðveldaðu viðhaldið. Þú þarft aðeins að smella nokkrum sinnum í Lexus Link+ appinu til að bóka næstu þjónustuskoðun, hvar sem þú ert.

Þú missir aldrei aftur af þjónustuskoðun með viðhaldsáminningum sem byggjast á raunverulegum akstri bílsins. Tryggðu hámarksafköst bílsins þíns.

Tengdu allt að 10 tæki við þráðlausa netið í bílnum og fylgstu með gagnanotkun þinni í appinu.

Upplýsir valda neyðartengiliði eftir alvarleika áreksturs.

LEXUS LINK+

SÆKJA APPIÐ