1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
Lexus á Íslandi
 

TÆKNILAUSNIR

Við lítum á tæknilausnir sem tækifæri til sköpunar. Það nægir okkur ekki að nýta nýjustu uppfinningar. Við viljum þróa þær áfram og fara með þær í nýjar og óvæntar áttir.

NÝSTÁRLEG NOTKUNARSVIÐ

Við nálgumst tækni ávallt á lifandi hátt. Í stað þess að nota tæknilausnir í núverandi mynd nýtum við þær frekar sem innblástur við nýsköpun. Við hugsum ávallt fram á við með sköpunargleðina að leiðarljósi og endurvinnum og hugsum nýjustu tækni upp á nýtt.

NÝSKÖPUN Í NÝRRI HUGSUN

Við göngum lengra þegar við notum nýjustu tækni. Hún er órjúfanlegur þáttur í hugmyndavinnu okkur og þróun bíla.

LEXUS-ÖRYGGI

Við setjum öryggi þitt í forgang. Lexus Safety System + markar upphaf nýrrar aldar í forvörnum gegn slysum og er ætlað að forða þér, farþegum þínum og farþegum annarra ökutækja, sem og gangandi vegfarendum, frá hættu. Lexus Safety System + eykur akstursfærni þína, skerpir öll skilningarvitin og eflir sjálfstraustið á vegum úti.

BRAUTRYÐJANDI TÆKNI

Akstursupplifunin er sífellt að breytast og þróast í nýjar áttir. Við virkjum það afl sem felst í tækninni og færum það fram á við. Framtíðin er okkar að uppgötva.

HYBRID TÆKNI

Ótrúlega skilvirk. Mengar minna. Viðbragðsfljót. Án þess að það bitni á akstursupplifuninni. Hybrid tæknin okkar er stöðugt í fararbroddi.

 

FULLKOMINN BÚNAÐUR

Háþróaðar tæknilausnir eru ekki allt. Það þarf að nota þær á sem bestan hátt. Í öllum Lexus bílunum geturðu vænst þess að sjá nýjustu tækni samofna hágæðaefnum.

 

LEXUS MEÐ NANOE™ X

Hugsjón okkar er að allir sem sitja um borð í Lexus-bíl njóti margháttaðrar verndar. Með nanoe™ X-lofthreinsitækninni frá Panasonic verður umhverfið í bílnum hreinna og heilsusamlegra. 

NÝSKÖPUN SETT Í NÝJAR HÆÐIR

Hugmyndabílar okkar sækja innblástur til tækni framtíðarinnar en leggja um leið sitt af mörkum til hennar. LF-FC, UX hugmyndabíllinn og nýja hreyfiorkusætið eru verkefni framtíðarinnar en eru einnig brautryðjandi verkefni þar sem við höfum prófað nýjar og djarfar lausnir þar sem hugmyndaflugið fær að leika lausum hala við þróun byltingarkenndrar tækni.

Sætin endurhugsuð

Hulunni var svipt af hinu byltingarkennda hreyfiorkusæti frá Lexus á bílasýningunni í París 2016. Við endurhugsuðum fræðin á bak við sætin og þróuðum nýstárlega vefbyggingu sem veitir aukin þægindi.

Trefjarnar styðja við hreyfingar þínar og færa þér aukið öryggi. Þegar þú sest í sætið geturðu slakað á, bæði andlega og líkamlega.

Snjallt viðmót

Í bæði UX- og LF-FC-hugmyndabílunum er leitað áreynsluminni, náttúrlegri og mannlegri leiða til að eiga í samskiptum við bílinn þinn.

Fljótlega munu þessir bílar geta túlkað og brugðist við líkamsbeitingu þinni og snertingum. Þá eru heilmyndir líka í deiglunni.

Lexus rafvæðing

Hybrid tækni Lexus er í fararbroddi á heimsvísu. Við vorum fyrst til að kynna „full hybrid“ bíla og síðan þá höfum við unnið að því að fullkomna þá tækni. Alls hafa meira en milljón ökumenn ekið milljónir kílómetra út um allan heim og reitt sig á framúrskarandi kerfi okkar.

Snjallar uppgötvanir

Þegar þú situr við stýrið vinna skilningarvitin á fullu við að tryggja öryggi þitt. En hvað ef þau nytu aðstoðar „skilningarvita“ bílsins? Háþróuð öryggiskerfi okkar ganga lengra en skynfæri mannsins til að aðstoða þig og farþega þína á snjallan hátt.

SNJALLARI SKÖNNUN

Við hugsuðum út fyrir kassann og fengum að láni nýjustu sneiðmyndatækni í læknavísindunum. Hvers vegna? Vegna þess að við komum auga á óvænt og verðmætt notkunarsvið fyrir Lexus.

Hefðbundnar aðferðir við vélarskoðun reiða sig á vélrænt eftirlit og ytri skoðun. En við hjá Lexus viljum geta gengið úr skugga um að innra byrði allra véla sé fullkomið.

Með sneiðmyndatöku eða CAT-skönnun getum við kíkt inn í vélarnar með þrívíddarmyndum. Þar getum við komið auga á galla með mikilli nákvæmni. Þessi óvenjulega aðferð skilaði óviðjafnanlegum árangri.

ÓHEFÐBUNDIN EFNI

Með því að sameina náttúruna og tæknina nýtum við lífræn efni á nýjan hátt til að finna umhverfisvænni lausnir. Einkennandi umhverfisþættir í innanrýminu laða fram hina náttúrulegu fegurð. Frágangurinn er nýtískulegur en jafnframt hagnýtur með fjölda nýstárlegra eiginleika.

Náttúran og tæknin vinna saman í öflugum hátölurum í Lexus CT og útkoman er með ólíkindum. Við notum bambus á algjörlega nýjan hátt sem skilar hreint ótrúlegum hljómburði.

Hljóðhimnurnar í hátölurunum eru formaðar úr efni þar sem blandað er saman svokölluðu „plant opal“ – sem er örsmá nálarlaga bygging sem finna má á jaðri bambuslaufa – og viðarkolum. Himnan er létt en hljóðmikil, nógu sterkbyggð til að ná háum tónum með nákvæmni en nógu sveigjanleg til að draga úr eigin titringi.

 

 

 

 

 

PRÓFANIR Í SÝNDARVERULEIKA

Við notum sýndarveruleika til að færa prófanir á næsta stig. Nú er hægt að líkja eftir akstursskilyrðum og viðbrögðum ökumanns sem aldrei fyrr. Með því skapa ítarlega upplifun getum við safnað upplýsingum frá raunverulegum ökumönnum um fjölda öryggiseiginleika. Við notum þær svo til að bæta og fullkomna tæknina okkar og auka öryggi þitt og hugarró.

Inni í svartri hvelfingu er Lexus LS. Hann er umluktur skjáum sem sýna raunsæjar myndir af akstri innan og utan borgar. Hvelfingin öll er látin hreyfast með risastórum tjökkum sem geta hallað henni og snúið í hringi, til að herma eftir beygjum, hröðun og hraðaminnkun. Hljóðupptökur af vélarhávaða, titringur frá vegi og vindgnauð fullkomna sýndarveruleikaupplifunina.

Möguleikarnir á því hverju hægt er að líkja eftir eru endalausir. Með því til dæmis að líkja eftir tilbreytingarlausum akstri er hægt að kanna aðstæður sem valda þreytu og hjálpa þannig til við að þróa snjöll viðvörunarkerfi. Takahiko Murano, sem sér um að hanna prófanirnar, segir: „Þetta er prófun sem ómögulegt er að framkvæma í raunverulegum aðstæðum.“