1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
Lexus á Íslandi
 

TÆKNILAUSNIR

Við lítum á tæknilausnir sem tækifæri til sköpunar. Það nægir okkur ekki að nýta nýjustu uppfinningar. Við viljum þróa þær áfram og fara með þær í nýjar og óvæntar áttir.

NÝSTÁRLEG NOTKUNARSVIÐ

Við nálgumst tækni ávallt á lifandi hátt. Í stað þess að nota tæknilausnir í núverandi mynd nýtum við þær frekar sem innblástur við nýsköpun. Við hugsum ávallt fram á við með sköpunargleðina að leiðarljósi og endurvinnum og hugsum nýjustu tækni upp á nýtt.

NÝSKÖPUN Í NÝRRI HUGSUN

Við göngum lengra þegar við notum nýjustu tækni. Hún er órjúfanlegur þáttur í hugmyndavinnu okkur og þróun bíla.

LEXUS-ÖRYGGI

Við setjum öryggi þitt í forgang. Lexus Safety System + markar upphaf nýrrar aldar í forvörnum gegn slysum og er ætlað að forða þér, farþegum þínum og farþegum annarra ökutækja, sem og gangandi vegfarendum, frá hættu. Lexus Safety System + eykur akstursfærni þína, skerpir öll skilningarvitin og eflir sjálfstraustið á vegum úti.

HYBRID TÆKNI

Ótrúlega skilvirk. Mengar minna. Viðbragðsfljót. Án þess að það bitni á akstursupplifuninni. Hybrid tæknin okkar er stöðugt í fararbroddi.

 

FULLKOMINN HLJÓMBURÐUR

Háþróaðar tæknilausnir eru ekki allt. Það þarf að nota þær á sem bestan hátt. Í öllum Lexus bílunum geturðu vænst þess að sjá nýjustu tækni samofna hágæðaefnum.

 

LEXUS MEÐ NANOE™ X

Hugsjón okkar er að allir sem sitja um borð í Lexus-bíl njóti margháttaðrar verndar. Með nanoe™ X-lofthreinsitækninni frá Panasonic verður umhverfið í bílnum hreinna og heilsusamlegra. 

NÝSKÖPUN SETT Í NÝJAR HÆÐIR

Hugmyndabílar okkar sækja innblástur til tækni framtíðarinnar en leggja um leið sitt af mörkum til hennar. LF-FC, UX hugmyndabíllinn og nýja hreyfiorkusætið eru verkefni framtíðarinnar en eru einnig brautryðjandi verkefni þar sem við höfum prófað nýjar og djarfar lausnir þar sem hugmyndaflugið fær að leika lausum hala við þróun byltingarkenndrar tækni.

Sætin endurhugsuð

Hulunni var svipt af hinu byltingarkennda hreyfiorkusæti frá Lexus á bílasýningunni í París 2016. Við endurhugsuðum fræðin á bak við sætin og þróuðum nýstárlega vefbyggingu sem veitir aukin þægindi.

Trefjarnar styðja við hreyfingar þínar og færa þér aukið öryggi. Þegar þú sest í sætið geturðu slakað á, bæði andlega og líkamlega.

Snjallt viðmót

Í bæði UX- og LF-FC-hugmyndabílunum er leitað áreynsluminni, náttúrlegri og mannlegri leiða til að eiga í samskiptum við bílinn þinn.

Fljótlega munu þessir bílar geta túlkað og brugðist við líkamsbeitingu þinni og snertingum. Þá eru heilmyndir líka í deiglunni.