1. Lexus rafvæðing
  2. Why drive Lexus Electrified
Lexus á Íslandi
LEXUS RAFVÆÐING

AF HVERJU LEXUS

Lexus býður upp á akstursánægju með einstökum lúxus, handverki og þægindum. Þar sameinast hnökralausar og hagnýtar lausnir og búnaður sem skila ávinningi fyrir bæði þig og umhverfið í afli rafknúins aksturs.

ÁVINNINGUR AF RAFKNÚNUM BÍLUM

SPARNEYTNI SEM HEFUR ÁHRIF

Rafknúnu bílarnir okkar hafa áhrif til hins betra með sparneytni sem bæði skilar þér sparnaði og gagnast umhverfinu. Innan sumra markaðssvæða má gera ráð fyrir lægri veggjöldum og BIK-sköttum. Sparaðu kostnað við eldsneyti og viðhald með minni viðhaldsþörf og kraftmeiri kerfum. Njóttu aksturs án útblásturs á rafbíl.

HAGNÝTT OG FJÖLBREYTT ÚRVAL

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval rafbíla og hybrid-bíla sem gerir þér kleift að finna bíl sem hentar þér og þínum lífsstíl. Veldu umhverfisvænan sjálfhlaðandi bíl sem tryggir akstur sem einkennist af hugarró. Eða upplifðu einstakt afl og inngjöf með aukinni raforku hybrid-sportbíla.

HLJÓÐLÁTUR KRAFTUR

Dempað hvísl rafmótoranna okkar tryggir akstur í friði og ró. Háþróuð Direct4-aldrifstæknin er þróuð með þægindi í huga og skilar sömu Lexus-akstursánægju í hvert skipti. Einföld stjórnun, mjúk en kraftmikil hröðun og framúrskarandi jafnvægi án þess að afköstunum sé fórnað.
EINFALT VIÐHALD

SAMFELLD HLEÐSLA

Við leggjum áherslu á að skapa mjúka og hljóðláta Lexus Electrified-akstursupplifun með því að koma í veg fyrir áhyggjur af hleðslu. Kynntu þér kostnað við hleðslu rafknúinna bíla, hversu langan tíma tekur að hlaða þá og fleiri hughreystandi svör.
RAFHLAÐA OG DRÆGI

AKTU LENGRA

Nýttu þér tækninýjungar Lexus Electrified til að auðga akstursupplifunina. Njóttu þess að sitja undir stýri með fjölbreyttu úrvali rafhlaðna og drægis rafbíla og hybrid-véla. Kynntu þér einnig hvað liggur að baki rafhlöðustjórnkerfi Lexus og hvernig hægt er að endurvinna rafhlöðuna.
RAFKNÚIN FRAMTÍÐ

SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞIG

Saga okkar af frumkvöðlastarfi og fullkomnun í rafvæðingunni hefur skapað grundvöll fyrir rafknúna framtíð. Áherslan er á þarfir ökumannsins í hönnun okkar og tækni. Hún hefur skilað sér í hrífandi akstursánægju, þar sem fullt tillit er tekið til umhverfismála.