Á langferðalögum og nýjum akstursleiðum þurfa ökumenn að halda fullkominni einbeitingu og þar kemur LDA-akreinaskynjarinn þeim til hjálpar. Á meðal þeirra nýjunga sem boðið er upp á til að skerpa einbeitingu ökumannsins og veita honum stöðugan stuðning við að halda sér á réttri akrein þegar ratsjárhraðastillirinn er virkur má nefna stýrisaðstoð, sveigjuviðvörun og endurbætta akreinastýringartækni.
Sjálfvirka háljósakerfið er með sjálfvirkum skynjurum sem slökkva á háu ljósunum þegar annað ökutæki nálgast. Þetta gerir þér kleift að slaka á við akstur í myrkri án þess að blinda aðra ökumenn.
PCS-árekstrarviðvörunarkerfið greinir önnur ökutæki og gangandi vegfarendur framundan og varar ökumann við ef mikil hætta þykir á árekstri svo hann geti forðast hættuna. Ef ökumaðurinn nær ekki að bregðast tímanlega við beitir kerfið hemlum og stýriseftirliti til að draga úr áhrifum höggsins.
Ratsjárhraðastillirinn gerir þér kleift að aka af stillingu á jöfnum hraða en halda um leið öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan. Ef bíllinn þinn virðist ætla hættulega nærri þeim næsta hægir kerfið á þér til að forðast árekstur.
Umferðaskiltaaðstoðin les á öll umferðarskilti og sendir skilaboðin beint á upplýsingaskjáinn í bílnum. Þannig er tryggt að þú hefur aðgang að mikilvægum vegaupplýsingum á ferð.
Til að tryggja enn þýðari akstur á hraðbrautum, en líka í þyngri umferð og umferðarteppu, skaltu kveikja á ratsjárhraðastillinum og þá sér LDA-akreinaskynjarinn um að halda þér á miðri akreininni og að bíllinn rási sem allra minnst, jafnvel í beygjum.
Nú þarf ekki lengur að takmarka útsýnið við sjónsvið ökumannsins. Blindsvæðisskynjarinn lætur ökumenn vita af öllum hindrunum sem eru hugsanlega ekki sýnilegar í baksýnisspeglum svo þeir hafi fulla yfirsýn yfir rýmið umhverfis bílinn og geti stýrt honum af fyllsta öryggi.
Skelltu þér í hvaða stæði sem er, af öryggi og festu. Bílastæðaaðstoðin okkar ver bílinn þinn með því að skerpa skynjun þína á nánasta umhverfi, vara þig við hindrunum í rauntíma og auka hemlunarviðbragðið ef þess gerist þörf.
Sjálfvirka háljósakerfið er með sjálfvirkum skynjurum sem slökkva á háu ljósunum þegar annað ökutæki nálgast. Þetta gerir þér kleift að slaka á við akstur í myrkri án þess að blinda aðra ökumenn.
Lexus CoDrive er kerfi sem styður við persónulegt aksturslag þitt. Kerfið er með ratsjárhraðastilli, umferðarskiltaaðstoð og umferðarskynjara að framan, en í LEXUS LS er líka aðstoð við akreinarakningu sem sér um að halda þér á réttri akrein á hvaða vegi sem er.
Nálgastu öll gatnamót af öryggi. Þegar komið er að krossgötum metur umferðarskynjari á framhlið umferðarflæðið og gerir þér viðvart um þau ökutæki sem kunna að vera á leið í veg fyrir bílinn.
Árekstarviðvörunarkerfið hefur verið endurbætt með glænýrri tækni til að koma í veg fyrir árekstur, þar á meðal viðvörun um gangandi vegfarendur, virkri stýrisaðstoð og árekstraröryggiskerfi á framhliðum.