1. Eigendur
  2. Connected Services
Lexus á Íslandi
VERTU VIÐ STJÓRNVÖLINN

TENGDAR ÞJÓNUSTUR

Með tengdu þjónustunum okkar getur þú fundið hvernig er að vera algjörlega við stjórnvölinn og njóta fullkominna þæginda jafnt innan Lexus bílsins sem utan. Þegar þú nálgast þjónustuna með Lexus Link+ appinu, í margmiðlunarkerfi bílsins eða á þínu eigin svæði upplifir þú enn sterkari tengsl við bílinn.

AF HVERJU TENGDAR ÞJÓNUSTUR

AUKIN TENGING

LEXUS LINK+ APPIÐ

Með nýja Lexus Link+ appinu færðu úrval tengdra þjónusta fyrir Lexus bílinn sem er hönnuð til að gera upplifun þína enn hnökralausari. Þú getur átt samskipti við bílinn hvert sem leið liggur til þess að skipuleggja ferðir að heiman, fínstilla aksturinn og stýra hitanum í bílnum með fjarstýringu og margt fleira, allt í gegnum snjallsímann. Lexus Link+ appið er hannað fyrir framtíðina og markar þáttaskil í tengimöguleikum.

SAMFELLD TÆKNI

MARGMIÐLUN OG AFÞREYING

Kynntu þér fjölbreytta eiginleika með snertiskjánum í bílnum. Notaðu leiðsögn í skýinu til að uppfæra kort og umferðarfréttir reglulega, fá viðvaranir um hraðamyndavélar og sjá bensínstöðvar í nágrenninu. Einnig getur þú tengt snjallsímann við Apple CarPlay eða Android Auto til að hlusta á tónlist eða hlaðvörp á meðan þú ekur.
EINFÖLD VIRKNI

MÍNAR SÍÐUR

Á þínu eigin svæði, Mínum síðum á vefnum, finnur þú allt sem tengist bílnum á einum og sama staðnum. Þannig er enn auðveldara að finna og nota Lexus Link+ tengdu þjónusturnar. Fáðu aðgang að þægilegum eiginleikum hvenær sem þú þarft með einfaldri innskráningu í símanum. Með Lexus Link+ appinu getur þú stjórnað þjónustuskoðunum á bílnum, skoðað notendahandbókina á netinu, uppfært leiðsagnarkort og margt fleira.

FLEIRI TENGIMÖGULEIKAR

FJARSTÝRÐ LÆSING/OPNUN HURÐA

Læstu bílnum með fjarstýringu eða gefðu öðrum aðgang að bílnum.

HYBRID AKSTURSÞJÁLFUN

Kynntu þér hvernig þú getur notað sparneytnu EV stillinguna til að fá sem mest út úr Hybrid bílnum frá Lexus.

FJARSTÝRÐ HITA- OG LOFTSTÝRING

Stýrðu hitun og loftkælingu í bílnum hvaðan sem er.

TALNAGÖGN UM AKSTUR

Fylgstu með ökuferðum þínum og aksturslagi og skrásettu ferðir tengdar vinnu.

SENDA Í BÍL

Skipuleggðu næstu ferð með fjarstýringu og deildu henni beint í leiðsögukerfi Lexus.

REKJA PÖNTUN BÍLS

Fylgstu með stöðu nýja Lexus bílsins og flutningi hans í Lexus umboðið.
*Framboð á eiginleikum og tæknilýsingar bíla geta verið mismunandi milli gerða á ólíkum mörkuðum. Þú færð frekari upplýsingar hjá næsta söluaðila Lexus og í notendahandbókinni.