Ábyrgðarskilmálar
Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans, sem fram kemur í eigandahandbókinni. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Mælst er til að viðurkenndur þjónustuaðili Lexus annist reglubundið viðhald ökutækisins.
Eigandi/umráðamaður ber ábyrgð á því að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram. Ef fram koma gallar, sem ábyrgðin nær til, er skylt að fara með ökutækið til viðurkennds þjónustuaðila Lexus svo skjótt sem auðið er. Það skal gert til þess að koma í veg fyrir aukna galla eða skemmdir og ökutækið þarfnist víðtækari viðgerðar en upphaflega hefði verið þörf fyrir.
Alhliða ábyrgð
Ábyrgðin (3+4) nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 7 ár eða 200.000 km, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á kílómetrafjölda á fyrsta ári. Ábyrgðin nær til þess að koma ökutækinu til næsta umboðsmanns Lexus ef bilun verður, sem veldur því að bíllinn verður óökufær, svo fremi bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til.
Ryð á yfirborði og málning
Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár.
Gegnumryð
Ábyrgðin gildir í 12 ár, hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn, og nær til gegnumryðs á yfirbyggingu (þ.e. hvers konar gata á yfirbyggingu sem myndast hafa innan frá) sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða.
Pallur pallbíla er í ábyrgð í 3 ár. „Yfirbygging“ er skilgreind sem hvers konar upprunalegur hluti yfirbyggingar frá Lexus úr plötustáli, þ.m.t. vélarhlíf, hurðir og lok á farangursgeymslu. Aðrir hlutar sem tengjast yfirbyggingunni eins og listar, stuðarar og lamir falla ekki undir 12 ára gegnumryðsábyrgð. Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár.