LEXUS UX
Allt frá framúrstefnulegri framhliðinni með einkennandi Lexus-grilli til sportlegra útlína og djarflegrar hönnunar afturhlutans leynir sér hvergi að þessi glænýi Lexus UX er stórt og kjarkmikið skref á vegferðinni að nýrri nálgun í hönnun crossover. Þegar inn er komið er bíllinn engu minna hrífandi. Hönnunin byggir á japönsku byggingarlistarnálguninni „engawa“, þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman. Þú verður eins og heima hjá þér í þessu ríkulega búna, ökumannsmiðaða umhverfi, sem virðist í senn opið og frjálst og einstaklega öruggt.