Lexus á Íslandi
Verð frá (m. vsk)
9.670.000 kr.
  • UX 250h

     

    WLTP Eyðsla frá

    5,3 - 6,1

    L/100km

     

    Útblástur

    120 - 137

    g CO2/km

  • UX 300e

     

    WLTP Eyðsla frá

    16,7 - 16,9

    kWh/100km

     

    WLTP Drægni

    440 - 450

    km

Kynntu þér UX

Veldu útfærslu

4 Valmöguleikar

  • UX - Comfort - 5 dyra

    UX Comfort

    5 dyra

    Veldu vél

    Frá

    10.450.000 kr.

    Tvinnskipting með síbreytilegu gírhlutfalli | 4X4

    Frá

    9.670.000 kr.

    Tvinnskipting með síbreytilegu gírhlutfalli | 4X2

    Frá

    11.990.000 kr.

    1AT | 4X2
  • UX - Premium - 5 dyra

    UX Premium

    5 dyra

    Veldu vél

    Frá

    11.350.000 kr.

    Tvinnskipting með síbreytilegu gírhlutfalli | 4X4

    Frá

    13.060.000 kr.

    1AT | 4X2
  • UX - F Sport - 5 dyra

    UX F Sport

    5 dyra

    Veldu vél

    Frá

    12.950.000 kr.

    Tvinnskipting með síbreytilegu gírhlutfalli | 4X4
  • UX - Luxury - 5 dyra

    UX Luxury

    5 dyra

    Veldu vél

    Frá

    13.250.000 kr.

    Tvinnskipting með síbreytilegu gírhlutfalli | 4X4

    Frá

    14.060.000 kr.

    1AT | 4X2

LEXUS UX

Allt frá framúrstefnulegri framhliðinni með einkennandi Lexus-grilli til sportlegra útlína og djarflegrar hönnunar afturhlutans leynir sér hvergi að þessi glænýi Lexus UX er stórt og kjarkmikið skref á vegferðinni að nýrri nálgun í hönnun crossover. Þegar inn er komið er bíllinn engu minna hrífandi. Hönnunin byggir á japönsku byggingarlistarnálguninni „engawa“, þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman. Þú verður eins og heima hjá þér í þessu ríkulega búna, ökumannsmiðaða umhverfi, sem virðist í senn opið og frjálst og einstaklega öruggt.

AFKöST 

  • LEXUS AKSTURSUPPLIFUN

    Lexus UX sker sig úr fyrir einstakan mjúklegan og hljóðlátan akstur. Svo hjálpaði sami Lexus 'Takumi master' ökumaður að þróa UX og hjálpaði að þróa hinn frábæra LC coupé. Lexus UX er því sprækari og þéttari en maður myndi halda fyrir bíl í hans flokki. Lexus UX er sko sannarlega frábær bíll.

  • 4. KYNSLÓÐAR LEXUS HYBRID KERFI

    UX 250h er búinn 184 DIN hestafla sjálfhlaðandi Hybrid aflrás sem inniheldur 2.0L fjögurra strokka bensínvél. Hægt er að fá hann framhjóladrifinn eða með E-FOUR aldrifi en það er hannað til að lágmarka töp í gegnum hita og núning. Einnig er búið að bæta uppbyggingu og kælingu Hybrid-kerfisins.

  • UPPGÖTVAÐU FYRSTA RAFBÍLINN FRÁ LEXUS

    Þú ýtir á aflhnappinn og grípur um einstaklega fallega smíðað stýrið og þá finnur þú strax hvað þessi fyrsti rafbíll frá Lexus hefur sérstakan og magnaðan persónuleika. Svo ekur þú af stað og heillast um leið af snarpri, línulegri hröðun UX 300e, stöðugleika og öryggi í beygjum. Lexus UX 300e fangar augað um leið og er knúinn af háþróuðum rafmótor sem skilar 150 kW (204 DIN hö.) og 300 Nm af tafarlausu togi.

ÖRYGGI

  • LEXUS SAFETY SYSTEM + / 5-STJÖRNUR FRÁ EURO NCAP

    Lexus UX er búinn háþróuðum akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfum Lexus Safety System+ sem nú inniheldur meðal annars búnað sem nemur gangandi vegfarendur sem og hjólandi í dagsbirtu. Lexus Safety System+ kerfið hefur fengið 5 stjörnu einkunn frá Euro NCAP en það inniheldur: Árekstrarviðvörunarkerfi, ratsjárhraðastilli, umferðarskiltaaðstoð, sjálfvirkt háuljósakerfi, neyðarstýrisaðstoð, akgreinastýring og gatnamótaaðstoð.

  • ÁREKSTRARVIÐVÖRUNARKERFI
    Pre-Collision System

    Árekstrarviðvörunarkerfi Lexus getur nú komið í veg fyrir enn fleiri mögulega árekstra, til dæmis við beygjur til vinstri eða hægri og við framúrakstur. Kerfið getur einnig greint árekstrarhættu í umferðinni á móti eða frá gangandi vegfarendum þegar bíllinn beygir við gatnamót. Neyðarstýrisaðstoð hjálpar svo enn frekar til við að forðast árekstra.

  • RATSJÁRHRAÐASTILLIR
    Dynamic Radar Cruise Control

    Kerfið notar radarmæli og myndavél til að greina bílinn fyrir framan og halda hæfilegri fjarlægð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast stoppar UX líka. Þegar ökutækið fer aftur af stað ferð þú líka af stað. Búnaðurinn greinir í snatri alla umferð beint fyrir framan bílinn og vinnur með akreinastýringunni til að velja æskilegustu stefnuna í beygjum. Ratsjárhraðastillir kemur einnig í veg fyrir að þú akir upp að hliðinni á hægara ökutæki á ytri akrein.

Umferðarskiltaaðstoðin fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á upplýsingaskjá ökumanns. Kerfið getur verið notað í sameiningu með ratsjárhraðastillinum til að halda hámarkshraða hverju sinni með því að ýta á einn takka.

Akreinastýringarkerfið er hannað til að gera akstur á þjóðvegum öruggari. Kerfið heldur bílnum á miðri akreininni og ef bíllinn byrjar að stefna út af akreininni beygir stýrisaðstoðin honum mjúklega aftur inn á miðjuna.

Auk sérlega sterkrar öryggisbyggingar farþegarýmis er öryggi farþega aukið enn frekar með 8 loftpúðum: loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti ásamt hnéloftpúðum, hliðarloftpúða á framsætum og loftpúðatjöldum sem ná yfir báðar hliðar farþegarýmisins.

UPPGÖTVAÐU NÝJA SÝN

Með Lexus UX færðu framsækinn lúxus og ítrasta öryggi í einum og sama pakkanum, hannað af djarfleika og með skilvirkari aflrás en nokkru sinni fyrr. Fáguð hönnunin og margslungið snældulaga grillið eiga meðvitað að gefa sterkt og ákveðið yfirbragð. Um leið felur fagurmótuð yfirbyggingin í sér persónuleika sem er bæði fágaður og þróttmikill.

Upplifun

Að keyra Lexus UX er frábær upplifun. Allt í kringum þig eru framúrskarandi tæknileg afrek, allt frá 4. kynslóðar Lexus Hybrid kerfinu til ofurstífs undirvagns. Kyrrðin inn í bílnum, mjúk línuleg hröðun og nákvæm snerpa á götum borgarinnar eru óviðjafnanleg. Hönnuðir Lexus unnu baki brotnu til að skapa einstakan lúxusjeppa með djörfu grilli sem einkennir bílinn. Taktu eftir öllum litlu smáatriðunum sem og LED ljósinu að aftan sem er partur af loftflæðihönnun bílsins og hjálpar þar með til að ná fram ótrúlegri akstursupplifun.

 

 

 

KYNNTU ÞÉR LEXUS

VIÐ LOFUM ÓTRÚLEGRI UPPLIFUN

Ótrúleg upplifun í Lexus-reynsluakstri. Veldu þér bíl og tímalengd.

UX MYNDASAFN    

Skoðaðu lúxusinn, fágunina og fegurðina í útliti UX.

LEXUS X JOY CROOKES

LEXUS KYNNIR NÝJUSTU UX-HERFERÐ SÍNA Í SAMSTARFI VIÐ JOY CROOKES