1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
  3. LF-ZC
Lexus á Íslandi
HUGMYNDABÍLAR

LF-ZC RAFMAGNSBÍLL

FRAMTÍÐ FEGURÐAR

Við kynnum LF-ZC, nýjan rafknúinn hugmyndabíl sem við frumsýndum á samgöngusýningunni í Japan ásamt systurbílnum LF-ZL.

Fjölbreytni í framsetningu hefur aukist til muna vegna nettari og léttari grunníhlutum, auk þess sem LF-ZC ber í senn vott um sífelldar endurbætur á einstaka Lexus akstrinum og samhliða þróun nýjunga á sviði raftækni.

Þessir tveir nýju hugmyndabílar sameina notagildi og fegurð án nokkurra málamiðlana og eru lýsandi dæmi um framtíðarsýn Lexus fyrir rafbíla.

1

TILFINNINGAÞRUNGIN HÖNNUN

Með LF-ZC er þróunin á afgerandi sérkennum Lexus tekin skrefinu lengra. Bíllinn liggur lágt og skapar þannig hrífandi hughrif um leið og áhersla er lögð á straumlínulögun og eiginleika sem einkenna rafbíla. Snældulaga yfirbyggingin er táknræn fyrir alhliða framfarir í notagildi og hönnun fyrir tilstilli rafvæðingarinnar og einkennir yfirbragð bílsins í heild sinni. Um leið eru sveigðir brettakantarnir að aftan undirstrikaðir til að skapa jafnvægi milli straumlínulögunar bílsins og breiðrar stöðu hans.
2

SJÁLFBÆRNI Á FLJÚGANDI FERÐ

Hugmyndin „Bamboo CMF Concept1“ var kynnt á samgöngusýningunni í Japan til að vekja athygli á sjálfbærnimarkmiðum Lexus og áherslu fyrirtækisins á endurvinnslu verðmætra náttúruauðlinda. Bambus er í aðalhlutverki í LF-ZC, þar sem fullkomið jafnvægi er fundið milli örs vaxtar, umtalsverðrar kolefnisgleypni og sígildrar fegurðar þessa hráefnis sem japanskir iðnaðar- og handverksmenn hafa notast við svo öldum skiptir.
3

SPENNANDI AKSTURSUPPLIFUN

Með nýrri kynslóð rafhlaðna og einstakri sparneytni stefndi Lexus á að tvöfalda drægni LF-ZC miðað við hefðbundna rafbíla. Það er ekkert vélarrými svo kostir endurbættrar straumlínulögunarinnar og þyngdarminnkunarinnar njóta sín til fulls. Um leið skapar lág staða rafhlöðunnar spennandi útlínur og tryggir lága þyngdarmiðju til að bæta aksturseiginleikana.
4

TÆKNIFRAMFÖRUM FAGNAÐ

Líkt og LF-ZL endurspeglar LF-ZC japönsku hugmyndina um gestrisni, sem hefur verið rauði þráðurinn í öllum tækniframförum. Sem dæmi má nefna nýja gagnvirka stjórnkerfið Arene OS. Með því að sameina upplýsingar um kjörstillingar ökumanns og gervigreindarspjall lærir kerfið á þarfir ökumannsins og sér þær fyrir. Farþegarýmið er líka rúmgott og notalegt, auk þess sem raddstýringarkerfi af nýjustu kynslóð, knúið af gervigreind, veitir ökumönnum þjónustu sem er á við mannleg samskipti.

KYNNTU ÞÉR RAFVÆÐINGUNA

LF-ZC er kyndilberi nýjunga og háþróaðrar tækni, enda afsprengi stöðugrar þróunar á sviði hönnunar, sparneytni og afkasta. Kynntu þér Lexus RZ-rafbílinn til að fræðast meira um rafvæðingu nútímans og fá forsmekkinn af bílum framtíðarinnar.

TÆKNILÝSING

Utanmál LF-ZC

Heildarlengd 4,750 mm

Heildarbreidd 1,880 mm

Heildarhæð 1,390 mm

Hjólhaf 2,890 mm

Loftviðnámsgildi innan við 0,2 (markgildi)

1 CMF – Colour, Material and Finish (litur, efni og áferð), sem táknar hönnunarþætti í bílaframleiðslu.