1. Kynntu þér Lexus
  2. Hönnun
Lexus á Íslandi
 

HÖNNUN

Djörf. Öðruvísi. Stefnumótandi. Þú þekkir hönnunina okkar samstundis, því að hún hreyfir ávallt við þér og kveikir nýjar hugmyndir sem færa út öll mörk.

HÖNNUN SEM TEKUR AFSTÖÐU

Hönnun Lexus er vísvitandi djörf og ögrandi. Hugmynda- og tjáningarfrelsi er okkur afar mikilvægt. Við könnum og þróum sífellt nýjar hugmyndir. Við byrjum á djörfum hugmyndum – þeim sem eru frumlegar, áræðnar og úthugsaðar – og umbreytum þeim síðan í framsækna hönnun farartækja, með frjóa hugsun í fyrirrúmi.

EINKENNANDI ÚTLIT

Hönnun okkar byggir á lögmálinu um framsækni og fágun. Hvað þýðir það? Við færum þér nýjustu hönnun og tækni og leggjum áherslu á ýtrustu nákvæmni í öllu sem við sköpum.

01

Heildræn upplifun

Í samræmi við „Omotenashi“ – gestrisni að hætti Japana – gerum við meira en að uppfylla einfaldlega óskir og þarfir ökumanna. Við sjáum þær fyrir, heildrænt, til þess að geta boðið þér ótrúlega upplifun.
02

Snilldarlega einfalt

Allt sem við búum til verður að vera áferðarfagurt og aðgengilegt. Fjarlægja verður allt sem er óþarflega flókið svo upplifunin af akstrinum verði hrein og ómenguð.
03

Heillandi glæsileiki

Allir bílar okkar grípa augað og vekja eftirtekt. En þeir fanga líka athyglina. Því lengur sem þú horfir á þá, þeim mun meira draga þeir þig til sín. Það er því ekki að undra að hönnuðir okkar tali um „sjónræn ferðalög“.

SNÆLDULAGA GRILL

Snældulaga grillið er áberandi hönnunareinkenni hjá Lexus. Það gefur bílnum djarfan svip sem fer ekki framhjá neinum. Það hefur tekið smávægilegum breytingum í gegnum árin, en einkennandi svipurinn heldur sér í öllum bílum okkar.

L-LAGA FRAMLJÓS

L-laga ljósin falla vel að snældulaga grillinu og gefa bílnum sterkan svip. Á fram- og bakhlið hvers bíls kallast hönnunin á við heiti fyrirtækisins. Tæknibúnaður jafnt sem útlit framljósanna er í stöðugri framþróun.

 

EINKENNANDI HLIÐARSVIPUR

Sérhver Lexus státar af glæsilegum hliðarsvip. Straumlínulögun hliðanna dregur til muna úr loftmótstöðu og djúpar línur líkja eftir fyrsta stafnum í heiti fyrirtækisins. Hér fara saman hönnun, handverk, afköst og samhæft markmið.

 

ÖGRANDI SJÓNARHORN

Til þess að sýna hugrekki þarf að taka afstöðu. Þegar kemur að hönnun og útliti fylgjum við sannfæringu okkar og setjum framsækna sköpun og fagurfræðilega nákvæmni ávallt í fyrsta sæti.

 

FRAMTÍÐARSÝN

Djarfar og framsæknar hugmyndir eru drifkrafturinn að baki hönnun Lexus. Kynntu þér sum verkefnin sem hafa þeytt okkur inn í framtíðina og búa hvert fyrir sig yfir ófyrirsjáanlegum innri krafti. Þau gera okkur kleift að framkvæma það sem áður virtist ómögulegt.

SPORTSNEKKJA

Akio Toyoda er ökumeistari sem lætur sér ekki nægja að aka bílum. Hann er stöðugt í könnunarleiðangri, með öll farartæki í sigtinu. Snekkjur eru engin undantekning. Hann hefur lengi sótt innblástur í kraft og mýkt vönduðustu gerðanna.

Hann var þess fullviss að glæsilega hönnuð og kraftmikil snekkja myndi verða spennandi lúxusviðbót við Lexus-lífsstílinn. Við gerðum þetta að veruleika, með Lexus-sportsnekkjunni. Allir um borð.

HUGMYNDABÍLAR

Framsæknar hugmyndir okkar veita Lexus sérstöðu. Þær þeyta okkur inn í framtíðina af ófyrirsjáanlegum innri krafti. Og þær gera okkur kleift að framkvæma það sem áður virtist ómögulegt