1. Kynntu þér Lexus
  2. Hönnun
  3. Sportsnekkjan
Lexus á Íslandi

LEXUS KYNNIR SPORTSNEKKJUNA

Kynntu þér nýju kraftmiklu 42 feta sportsnekkjuna okkar sem knúin er með tveimur 5,0 lítra V8-vélum frá Lexus. Þessi gullfallegi lagar-Lexus er fullkomin viðbót við Lexus-lífsstílinn.

UPPRUNINN

Fyrir nokkrum árum síðan bauð Toyota Marine Department forstjóra TMC, Akio Toyoda, að verja nokkrum dögum á siglingu á nýju Ponam-úrvalssnekkjunum sem hleypa átti af stokkunum í Japan innan skamms. Sem ökumeistari hreifst Akio Toyoda af krafti túrbódísil-aflrásanna sem og af einstaklega stöðugum og framsæknum skipsskrokknum; sem yfirvörumerkjastjóri Lexus International sá hann jafnframt möguleikana sem stílhrein og kraftmikil lúxussnekkja kynni að bæta við Lexus-lífsstílinn.

Þetta leiddi til þess að Toyota Marine Department hóf að leggja drög að því hvernig kraftmikil lúxussnekkja gæti fært Lexus-vörumerkið inn á nýjar slóðir á sviði lífsstíls og tómstunda. Þann 12. janúar 2017 kynnti Lexus svo útkomuna á Di Lido Island í Biscayne Bay, Miami Beach á Flórída: Gangfæra prufusmíði Lexus-sportsnekkju.

HÖNNUNIN

Hönnunarmiðstöð Lexus í Toyota City í Japan fékk afhenta beiðni um að hanna stílhreina opna sportsnekkju fyrir stuttar dagsferðir með plássi fyrir sex til átta manns, sem knúin yrði með tveimur aflmiklum V8-vélum frá Lexus, auk þess að vera búin framúrskarandi siglingaeiginleikum.

Sumarið 2015 voru hugmyndir hönnunarteymisins lagðar fyrir Tokuo Fukuichi, yfirframkvæmdastjóra, yfirmann alþjóðlegrar hönnunardeildar og forstjóra Lexus International Co. og Shigeki Tomoyama, yfirframkvæmdastjóra, yfirmann Toyota Marine Department og Toyoda forstjóra.

Verkefni á borð við þetta skiptir okkur miklu máli þar sem það örvar sköpunargáfu okkar og ímyndunarafl við hönnun og lífstílsútfærslu utan bílaheimsins sem við lifum og hrærumst í. Tillagan sem varð fyrir valinu var unnin frekar út árið 2015 innan Toyota Marine Department þar sem smíði og siglingakerfi voru þróuð.

Lexus-snekkjan sem var afhjúpuð í Miami er ein sinnar tegundar og ekki ætluð til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið Marquis-Carver Yacht Group í Pulaski, Wisconsin í Bandaríkjunum var valið til að framleiða þessa einstöku snekkju vegna verkfræðilegrar kunnáttu og framleiðslugetu fyrirtækisins og færni þess í smíði stórra handsmíðaðra eininga.

EIGINLEIKARNIR

Þilfar og ytra byrði Lexus-snekkjunnar mynda samfellda umgjörð um innra byrðið, hvor hluti er ein órofa handsmíðuð heild úr tvískiptu efni, pólýúretan-fjölliðu sem styrkt er með koltrefjaáklæði úr samsettu efni, koltrefjahertu plasti sem kallast CFRP (e. carbon-fibre reinforced plastic).

CFRP-efni er tækni sem notuð er í kappakstursbíla og ofurbíla á borð við Lexus LFA, kraftmikil loftför, keppnisskíði og hjól og heimsklassa keppnisseglbáta.

Notkun CFRP-efnis í Lexus-snekkjuna léttir hana um næstum 1000 kg sé miðað við sambærilega snekkju úr FRP-efni (e. fiberglass reinforced plastic), sem er plast styrkt með trefjagleri. Hönnun kjalarins er stölluð til að draga úr viðnámi og auðvelda stjórn á miklum hraða.

Snekkjan gengur fyrir tveimur 5,0 lítra V8-bensínvélum sem byggðar eru á afkastamikilli 2UR-GSE-vélinni sem notuð er í tveggja dyra LEXUS RC F, GS F-sportbílinn og nýja LC 500.

Hvor vél um sig framleiðir 440 hestöfl / 446 DIN hö. / 328 kW og saman geta þær komið snekkjunni upp í 43 hnúta hraða (79 km/klst.) með tveimur skrúfum. Skrúfa á kinnungi sem stjórnað er með stýripinna auðveldar skipstjóranum að leggja snekkjunni að bryggju.

Skipstjórinn stjórnar og hefur eftirlit með siglingakerfunum á snertiskjáborðinu á stjórnvelinum; skjáir sýna GPS-leiðsögn, stafræn kort, ofansjávarratsjá, neðansjávarratsjá, lýsingu og afþreyingarkerfi. Sæti skipstjórans er með rafknúinni stillingu og hægt er að leggja sætisarmana niður til að skapa rými fyrir sérstaka gesti.

Farþegarýmið í framhlutanum er klætt íburðarmiklu Lexus-lúxusleðri með viðar- og glerklæðningum. Lofthæð býður upp á að fólk geti staðið upprétt, borð stendur við sófann, sem rúmar sex manns, og loftkælingin býður upp á þægilegt andrúmsloft.

Eldhúsið er búið eldavél með tveimur brennurum, vaski og ísskáp undir borðplötu; baðherbergið er fallega klætt og búið sturtu.

Innfellt afþreyingarkerfið fyrir hljóð og mynd býður upp á Wi-Fi- og WAN-tengingu í gegnum 4G. Hljóði er varpað úr hátölurum sem nota loftklæðninguna til að bera hljóðið áfram og sem eru knúnir með stafrænum Mark Levinson® Reference-magnara.

TÖLURNAR

Heildarlengd 12,7 m
Breidd 3,86 m
Burðargeta 8 manns
Heildarafl 885 hestöfl / 897 DIN-hö. / 660 kW
Hámarkshraði 43 hnútar

FORSAGAN

Lexus var stofnað 1989, sem deild innan Toyota Motor Corporation, til að þróa og framleiða bestu bíla sem nokkru sinni hafa verið smíðaðir og veit bestu mögulegu þjónustu við viðskiptavini. Lexus International var gert að sérstöku fyrirtæki innan Toyota-samstæðunnar árið 2011 til að samræma miðlæga áætlanagerð, skipulag, hönnun, þróun og framleiðslu vörumerkisins.

Marine Business Department hjá Toyota Motor Corporation (TMC) var stofnað árið 1997 til að þróa lúxussnekkjur með nýjustu tækni og gæðastjórnunarferlum sem fullkomnuð höfðu verið í framleiðslu lúxusbíla frá Lexus. Ponam-lína Toyota Marine hefur meðal annars boðið upp á 26 og 28 feta sportveiðibáta úr trefjagleri og 31, 35, 37 og 45 feta lúxussnekkjur með endingargóðum og hljóðlátum kjölum úr A5083-álblöndu.

Ponam-gerðir eru knúnar með sparneytnum dísilvélum með forþjöppu sem byggðar eru á vélum lúxusbílanna GX 300d (3,0 lítra, fjögurra strokka dísilvél með forþjöppu) og LX 450d (4,5 lítra V8-dísilvél með tveimur forþjöppum) frá Lexus.

Toyota Ponam-línan er mest selda lúxussnekkjulínan í Japan. Á árunum 1998 til 2002 þróaði og framleiddi Toyota Marine einnig Epic-línuna, báta úr trefjagleri sem hannaðir voru til keppni á sjóskíðum og sjóbrettum, aðallega á Bandaríkjamarkað. Allir bátarnir voru knúnir með 4,0 lítra 1UZ-FE DOHC V8-bensínvélinni úr Lexus LS 400 lúxusbílnum.

Marquis Yachts, LLC, er sjálfstætt starfandi einkafyrirtæki frá Pulaski í Wisconsin sem hannar, þróar og framleiðir Marquis- og Carver-snekkjur. Flaggskip Marquis-línunnar er 73 feta, þriggja hæða lúxussnekkja með kili, þilfari og yfirbyggingu úr FRP-efni (trefjaglersstyrktu plasti).