Kynntu þér nýju kraftmiklu 42 feta sportsnekkjuna okkar sem knúin er með tveimur 5,0 lítra V8-vélum frá Lexus. Þessi gullfallegi lagar-Lexus er fullkomin viðbót við Lexus-lífsstílinn.
UPPRUNINN
Fyrir nokkrum árum síðan bauð Toyota Marine Department forstjóra TMC, Akio Toyoda, að verja nokkrum dögum á siglingu á nýju Ponam-úrvalssnekkjunum sem hleypa átti af stokkunum í Japan innan skamms. Sem ökumeistari hreifst Akio Toyoda af krafti túrbódísil-aflrásanna sem og af einstaklega stöðugum og framsæknum skipsskrokknum; sem yfirvörumerkjastjóri Lexus International sá hann jafnframt möguleikana sem stílhrein og kraftmikil lúxussnekkja kynni að bæta við Lexus-lífsstílinn.
Þetta leiddi til þess að Toyota Marine Department hóf að leggja drög að því hvernig kraftmikil lúxussnekkja gæti fært Lexus-vörumerkið inn á nýjar slóðir á sviði lífsstíls og tómstunda. Þann 12. janúar 2017 kynnti Lexus svo útkomuna á Di Lido Island í Biscayne Bay, Miami Beach á Flórída: Gangfæra prufusmíði Lexus-sportsnekkju.
HÖNNUNIN
Hönnunarmiðstöð Lexus í Toyota City í Japan fékk afhenta beiðni um að hanna stílhreina opna sportsnekkju fyrir stuttar dagsferðir með plássi fyrir sex til átta manns, sem knúin yrði með tveimur aflmiklum V8-vélum frá Lexus, auk þess að vera búin framúrskarandi siglingaeiginleikum.
Sumarið 2015 voru hugmyndir hönnunarteymisins lagðar fyrir Tokuo Fukuichi, yfirframkvæmdastjóra, yfirmann alþjóðlegrar hönnunardeildar og forstjóra Lexus International Co. og Shigeki Tomoyama, yfirframkvæmdastjóra, yfirmann Toyota Marine Department og Toyoda forstjóra.
Verkefni á borð við þetta skiptir okkur miklu máli þar sem það örvar sköpunargáfu okkar og ímyndunarafl við hönnun og lífstílsútfærslu utan bílaheimsins sem við lifum og hrærumst í. Tillagan sem varð fyrir valinu var unnin frekar út árið 2015 innan Toyota Marine Department þar sem smíði og siglingakerfi voru þróuð.
Lexus-snekkjan sem var afhjúpuð í Miami er ein sinnar tegundar og ekki ætluð til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið Marquis-Carver Yacht Group í Pulaski, Wisconsin í Bandaríkjunum var valið til að framleiða þessa einstöku snekkju vegna verkfræðilegrar kunnáttu og framleiðslugetu fyrirtækisins og færni þess í smíði stórra handsmíðaðra eininga.