1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
  3. If 30
Lexus á Íslandi
 

LF-30 ELECTRIFIED

Lexus kynnir framtíðarsýn sína fyrir rafbíla með heimsfrumsýningu á hugmyndabílnum LF-30 Electrified.

HÁPUNKTAR LEXUS LF-30 ELECTRIFIED

 
Í stöðugri leit sinni að nýjum hugmyndum og ótrúlegum upplifunum hefur Lexus afhjúpað framtíðarsýn sína um „Lexus Electrified“ fyrir komandi kynslóð rafknúinna bíla.

Nýi hugmyndabíllinn „LF-30 Electrified“ endurspeglar sýn Lexus á rafmagnsbíla framtíðarinnar

Hugmyndabíllinn LF-30 Electrified endurspeglar sýn Lexus á rafmagnsbíla framtíðarinnar, sem fengið hefur heitið „Lexus Electrified“. Ytri hönnun hans ber merki um framsækið útlit og listræna kosti sem vænta má af rafmagnsbílum og innanrýmið fléttar saman sjálfstýringu og einstakar tækninýjungar Lexus. Þá er afkastageta órjúfanlegur hluti af Lexus Electrified, sem sameinar nýjustu Lexus-tæknina og framúrskarandi hybrid-kerfi. Nákvæm rafmótorstýringin gerir bílnum kleift að leiðrétta stöðu sína samstundis, nokkuð sem ekki er mögulegt í hefðbundnum ökutækjum. Auk þess býður LF-30 Electrified upp á fjölda framúrskarandi tækninýjunga sem gefa innsýn í það sem koma skal árið 2030. Þar á meðal er nýhannað ökumannsrými sem byggist á hönnunarstefnu sem setur einstaklinginn í fyrsta sæti.

Framsækin ytri hönnunin er forboði um rafbílavæðingu Lexus fram til ársins 2030

Þegar Lexus tók við áskoruninni um að móta nýja hönnun sem aðeins myndi nást með rafmagnsbíll knúnum af rafmótor við hvert hjól gaf Lexus einstöku orkuflæðinu í LF-30 Electrified mynd með lögum bílsins. Lögunin sýnir orkuna sem myndast við hjólasamstæðuna á hornum yfirbyggingarinnar og streymir inn í farþegarýmið, fram hjá ökumanninum og þaðan beint á veginn.

Þar sem rafmagnsbílar gefa kost á hönnun án vélarhlífar tók Lexus upp á því að endurþróa snældulaga formið sem er einkennismerki þess, þannig að það næði yfir alla yfirbyggingu bílsins. Til að móta útlínur einkennandi snældulaga merkisins var framrúðan látin teygja sig alla leið yfir á afturhluta bílsins og sterkbyggð aurbrettin og vænglaga aðalljósin ýta enn frekar undir þetta. Yfirbyggingin státar af glæsilegum flæðandi framhluta sem umbreytist í beinan og skarpmótaðan afturhluta. Til viðbótar við vænglaga aðalljós gefa hvöss afturljós og loftinntök á hliðum framúrskarandi straumlínulögun og fullkomna kælingu svo að úr verður einstök blanda hönnunar og notagildis.

Hægt er að stilla ógagnsæja hliðargluggana að vild til að farþegar hafi einstakt útsýni yfir landslagið að degi til og gott næði í myrkri og þegar þess er óskað á öðrum stundum. Liturinn á framhluta bílsins og sjálflýsandi mynstur gefa vísbendingu um hvort bíllinn sé í venjulegri stillingu eða sjálfvirkri akstursstillingu, sem endurspeglar áherslu Lexus á að sameina glæsilega hönnun og notagildi. „Galvaníseraður heiðblár“ liturinn á ytra byrðinu er fenginn með nýstárlegri málmhúðun sem nær fram einstökum gæðum með snert af blágrænum lit.

TAZUNA

Til að leggja ríkari áherslu á hugmyndafræði Lexus sem setur einstaklinginn í forgrunn var ökumannsrýmið hannað út frá nýju hugtaki Lexus sem kallast „Tazuna“. Þetta hugtak er innblásið af þeim gagnkvæma skilningi sem ríkir milli reiðknapa og hests í gegnum einn taum og þannig hafa rofar stýriseftirlitsins og sjónlínuskjárinn verið samræmdir til að skapa rými þar sem sem ökumaðurinn getur getur einbeita sér að akstrinum samhliða því sem hann stjórnar hinum ýmsu eiginleikum, eins og leiðsögn, hljómtækjum og akstursstillingum, án þess að þurfa að líta af veginum til að ýta á hnappa. LF-30 Electrified gefur forsmekk af framtíðarútliti Tazuna-ökumannsrýmisins með nýju viðmóti sem býr meðal annars yfir stjórnun með hreyfiskipunum og meiri ökutækjaupplýsingum með AR-tækni (auknum veruleika). Lokaniðurstaðan er innanrými sem veitir bæði aukin þægindi og hagkvæmni fyrir ökumann og farþega.

Skipulag farþegaframsætisins svipar til flugvélasæta á fyrsta farrými og innanrýmið er bæði opið og hlýlega umlykjandi í senn. Þægindin eru í fyrirrúmi með öllum rofum og stjórnhnöppum innan seilingar og stórum skjá farþegamegin sem stjórnað er með hreyfiskipunum.

Í aftursætunum hefur tækni sem líkir eftir vöðvabyggingu verið nýtt til að laga sætin að notandanum og hægt er að stilla þau með ýmsum hætti, til dæmis með hallandi stillingu, afslöppunarstillingu og viðbragðsstillingum. Mark Levinson®-hljóðkerfið skapar hljóðumhverfi af næstu kynslóð þar sem agnarsmá hátalarastýring sér fyrir ótrúlegum hljómburði fyrir tónlistarhlustun sem bæði ökumaður og hver og einn farþegi fær að njóta í gegnum innbyggða höfuðpúðahátalarana, sem einnig eru búnir suðhreinsunartækni sem dregur úr hávaða.

Þakglugginn fyrir ofan aftursætin er með raddstýringu og „SkyGate“-skjágluggi sem stýrt er með bendistjórnun gerir farþegunum kleift að skoða ýmsar upplýsingar á skjánum sem byggist á auknum veruleika. Á meðal þess sem hægt er að skoða á skjánum er sýning á stjörnubjörtum himni, uppáhaldsmyndböndunum og leiðsögn.

Innanrýmið er ekki bara birtingarmynd einstakrar hönnunar heldur vísar það til framtíðaraðferða við að bjóða upp á lúxus með sjálfbærum efnum til að draga úr umhverfisáhrifum. Yakisugi (sviðinn sedrusviður) er hefðbundið japanskt smíðaefni sem er notað í gólfið og stýrisbúnaðinn, en endurunninn málmur var brotinn niður í trefjar til að búa til plíseraða hurðarklæðninguna. Þessi aðferð veitir innsýn í afgerandi hönnun og framsækna hugmyndaþróun Lexus.

Til að ná forskoti í afköstum, aksturseiginleikum, stjórn og akstursánægju hefur LF-30 verið pakkaður með fyrsta flokks tæknieiginleikum sem ná til fleiri þátta en háþróuðu hæðarstillingarinnar. Þar á meðal eru innbyggðir rafmótorar í hverju hjóli bílsins og lægri staðsetning rafhlöðunnar, sem gera bílnum kleift að taka betur á tregðu og bæta aksturseiginleikana svo um munar. Hann er einnig búinn sjálfvirkri aksturstækni og drónaaðstoð sem eru á teikniborðinu fyrir árið 2030 og munu auka virði bíla talsvert í framtíðinni.

Háþróaða hæðarstillingin frá Lexus stýrir akstursafköstunum frá öflugu rafmótorunum til að laga afstöðu bílsins að skynjun mannsins. Stjórnun drifhjólanna að framan og aftan er algjörlega aðskilin, sem gerir ökumanni kleift að stýra framhjóla-, afturhjóla og aldrifinu í samræmi við akstursaðstæður hverju sinni. Drifeiningarnar eru bæði fyrirferðarlitlar og léttar og auka þannig rýmið fyrir farþega og farangur og akstursánægju ökumanns óháð yfirborði vegarins og akstursskilyrðum.

Með því að stilla háþróaðri hæðarstillingu Lexus fram sem miðpunktinum í framtíðarsýninni um „Lexus Electrified“ hefur Lexus slegið tóninn fyrir þá tækni sem verður kjarninn í rafbílavæðingu framleiðandans.

Vélrænar tengingar munu heyra sögunni til með komu rafstýrikerfisins, sem eykur sveigjanleika í beygjustýringu við mismunandi akstursskilyrði og gefur tilfinningu fyrir nákvæmari stýringu í takt við fyrirætlanir ökumannsins. Það býður einnig upp á opnara rými, þar sem hægt er að færa stýrisbúnaðinn fram þannig að hann sé ekki fyrir í sjálfvirkum akstri.

Sem rafmagnsbíll næstu kynslóðar nýtir LF-30 þráðlausa hleðslutækni til að einfalda daglega hleðslu og orkustjórnun með gervigreind sem getur dreift raforkunni milli bíls og heimilis á sem skilvirkastan hátt. Að auki er hleðslustýringin aðlöguð að venjum hvers notanda.

Gervigreind bílsins gerir greinarmun á röddum notenda og nýtir persónusniðnar upplýsingar sem vistaðar eru í lykli ökumannsins. Gervigreindin auðveldar allar stillingar í innanrými, svo sem á hitastigi, hljómtækjum og leiðsagnarleiðum og áfangastöðum á sama tíma og hún gefur tillögur um hvað sé hægt að taka sér fyrir hendur á áfangastaðnum. Hún greinir einnig venjur ökumannsins og hjálpar til við rauntímastýringu á fjöðrun og aflrás samkvæmt umferðaraðstæðum.
LF-30 Electrified er einnig búinn „Lexus Airporter“ – aðstoðarökutæki sem byggist á drónatækni. Lexus Airporter notast við sjálfvirka stýringu og er meðal annars fær um að flytja farangur frá útidyratröppum að farangursrými bílsins.

LF-30 Electrified er enn fremur búinn háþróuðum aðstoðareiginleikum fyrir akstur sem byggja á „Lexus Teammate“ – nýjustu gerð sjálfvirkrar aksturstækni sem býður upp á einkabílstjórastillingu og verndarstillingu. Notendur njóta þannig bæði þæginda og hugarróar með háþróaðri hæðarstillingu meðan á sjálfvirkum akstri stendur. LF-30 Electrified getur einnig lagt sjálfkrafa í stæði og býður upp á eiginleika sem gerir notendum kleift að færa bílinn sjálfkrafa úr heimkeyrslunni og upp að dyrum.

 

 

HELSTU EIGINLEIKAR LEXUS LF-30 ELECTRIFIED

Lengd (mm) 5,090
Breidd (mm) 1,995
Hæð (mm) 1,600
Hjólhaf (mm) 3,200
Þyngd (kg) 2,400
Akstursvegalengd [WLTP-prófun] (km) 500
Afköst rafhlöðu (kW/klst.) 110
Hleðsluhraði (kW) 150
Hröðun 0–100 km/klst. (sekúndur) 3.8
Hámarkshraði (km/klst.) 200
Hámarksafl (kW)/hámarkstog (Nm) 400/700