1. Nýir bílar
 2. LM
Lexus á Íslandi
Verð frá (m. vsk)
24.990.000 kr.
Nýr LM 350h er þróaður fyrir þau sem vilja meiri lúxus við annars hversdagslegan akstur. Feikinóg pláss í 7 sæta eða 4 sæta „Ottoman“-útfærslunum, ríkuleg leðursætin og fagurt handverk innanrýmisins skapa tilfinningu fyrir því að ferðast sé á fyrsta farrými. Í 7 sæta útfærslunum býður miðsætaröðin upp á sérstakan lúxus, en 4 sæta útfærslan er hátindur þægindanna, með tveimur aftursætum sem hallast alveg aftur eins og flugsæti. Akstur LM 350h er upplifun sem ber að fagna, með nýjustu kynslóð Hybrid aflrásar sem skilar 184 kW afli. 
 • NÝR LEXUS LM

  Lexus LM er nýja flaggskipið okkar sem færir Lexus inn á nýjan markað fyrir lúxusbíla sem ekið er af einkabílstjóra.    

                                                                                                               

 • FLUGVALLARSETUSTOFAN „THE LOFT“

  Þegar þú kemur á flugvöllinn í Brussel geturðu haldið áfram að njóta lúxusupplifunar í verðlaunasetustofunni okkar. Hún er sköpuð í samvinnu við Brussels Airlines og þar er boðið upp á einstaka Omotenashi-gestrisni sem sér fyrir allar þarfir þínar.

 • LEXUS TAKUMI-HANDVERK

  Hér geturðu kynnt þér betur framúrskarandi hóp okkar af Takumi-meisturum sem vinna Lexus LM-lúxusbílinn til að hann skari fram úr hvað varðar upplifun, afköst og útlit. 

Kynntu þér útfærslur LM

Veldu útfærslu

2 Valmöguleikar

No results

 • LM - Exe - 5 dyra

  LM Exe

  Hybrid
  5 dyra
  • +
   Bílastæðaskynjarar að framan og aftan
  • +
   Framrúðuþurrkur með regnskynjara
  • +
   Hliðarspeglar, með hita

  Veldu vél

  Frá

  24.990.000 kr.

  CVT sjálfskipting | 4X4
 • LM - Luxury - 5 dyra

  LM Luxury

  Hybrid
  5 dyra
  • +
   Bílastæðaskynjarar að framan og aftan
  • +
   Framrúðuþurrkur með regnskynjara
  • +
   Hliðarspeglar, með hita

  Veldu vél

  Frá

  29.990.000 kr.

  CVT sjálfskipting | 4X4

FJÖGURRA SÆTA LM 350h

 • 4 SÆTA BÍLL SEM EKIÐ ER AF BÍLSTJÓRA

  Fjögurra sæta LM-bíllinn hefur á sér yfirbragð rúmgóðrar setustofu, þægilegur eins og stofan heima hjá þér en um leið hagnýtur sem skrifstofa á hjólum. Á handsaumuðum leðursætunum eru armpúðar með snertistýringum og höfuðpúðar með ísaumuðu Lexus-merki. Aftursætin eru búin snjallri loftfrískunartækni og við þau eru lesljós og niðurfellanleg borð. Sæti með loftkælingu / hita eru einnig fáanleg í fremstu og annarri sætaröðinni, með sólhlífum á hurðum og gluggum til að auka þægindi og næði. Bílstjórinn getur notað stjórnborðið að ofan til að stjórna rennihurðunum og afturhleranum, sem er fáguð leið til að bjóða farþega velkomna þegar þeir nálgast bílinn.

 • SÆTI SEM HÆGT ER AÐ HALLA ALVEG AFTUR

  Sérhönnuð fjögurra sæta útfærslan hentar fullkomlega þörfum vandlátra. Aftur í bílnum eru tvö lúxusflugsæti með háu baki, sérhönnuð til að veita fyrirtaks þægindi. Sætunum má halla alveg aftur svo að þau verði lárétt, í sessunum og sætisbökunum eru innfelldar loftblöðrur sem nudda læri, bak og axlir og rafknúnir fótskemlar veita stuðning við kálfana. Á meðan fylgist loftstýringin með líkamshita þínum og stýrir loftinu í bílnum til samræmis, með loftkældum sætum sem draga kælt loft úr farþegarýminu í gegnum yfirborð sætanna til að draga úr hita og raka. Rafknúinn skemillinn við aftursætin veitir góðan stuðning við kálfana til að farþeginn geti slakað á í notalegum og fáguðum þægindum. 

 • VEITINGAR, TÍMARIT, NETFLIX

  LM sér fyrir öllum geymsluþörfum farþeganna, með rými í neðri hlutanum fyrir handfarangur, niðurfellanlegum borðum í sætisörmunum og geymsluhólfum fyrir lesefni eða hluti á borð við spjaldtölvur. Hvort sem þú þarft að slaka á eða í skapandi gírnum muntu kunna að meta afþreyingarkerfið við aftursætin, með breiðum skjá í mikilli upplausn. Við vitum að farþegar vilja stundum fá sér svalandi drykk, slaka á og jafnvel fagna, og því er bíllinn búinn 14 lítra kælihólfi til að halda drykkjum köldum og innan seilingar. 

Fjögurra sæta útfærslan býður upp á aukið næði með skilrúmi sem skilur fremra og aftara rýmið að. Efri hlutinn er með inndraganlegri glerrúðu með deyfingu sem býður upp á næði í tveimur þrepum án þess að fórna heildaryfirbragðinu. Fyrir neðan er stór 48" breiðskjár fyrir farþega í aftursætum sem nota má í ýmsum tilgangi, þar á meðal fyrir netfundi og afþreyingu með framúrskarandi hljómtækjum. Loftstýringin fyrir aftursætin er nýjung í Lexus sem býður upp á innfellda stýringu búnaðar á borð við loftkælingu, stöðu sæta, sólhlíf og lýsingu, til að skapa sem ákjósanlegast umhverfi í farþegarýminu. 

AFKÖST

 • STERKBYGGÐUR UNDIRVAGN

                                           

  Nýr LM 350h er byggður á GA-K undirvagni með lengra hjólhafi, ásamt viðbótarþverbitum og skástífum til að auka stífni. Þessi aukni styrkur hefur gert verkfræðingunum okkar kleift að fínstilla fjöðrunina enn betur og bæta þannig bæði afköst og þægindi. Aukin sporvíddin og stórar felgurnar skila sér einnig í öruggari stöðu og gripi.

 • FJÓRÐA KYNSLÓÐ SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

                                                                                       Sjálfhlaðandi Lexus LM 350h Hybrid býður upp á þægindi og öryggi við hvers kyns akstursaðstæður þar sem hann tengir saman 2,5 lítra bensínvél og rafmótora og skilar 250 DIN hö. eða 184 kW. Niðurstaðan er hröðun úr 0 í 100 km/klst. á 8,7 sekúndum og auk þess einstök sparneytni og minni útblástur, eða 161–167 g/km* losun koltvísýrings og 7,0–7,4 l/100 km* eldsneytisnotkun.

  *WLTP gildi

 • 2,5 LÍTRA BENSÍNVÉL / SAMBYGGÐUR GÍRKASSI OG DRIF

                                                                                        LM 350h er búinn nýrri 2,5 lítra bensínvél sem er töluverð framför frá forveranum og skilar afburðavarmanýtingu upp á 41%. Aksturinn er mýkri en um leið viðbragðsfljótari en nokkru sinni fyrr með rafmótor að framan, rafal og aflskiptibúnað saman í einni háþróaðri Hybrid skiptingu. Hún er sérlega nett, sökum fjölása skipulags mótors og rafals, og gerir bílinn sparneytnari, hljóðlátari og afkastameiri.

Ný fjórðu kynslóðar Hybrid rafhlaða sem er sérstaklega hönnuð fyrir LM 350h stuðlar bæði að rúmgóðu innanrými og fyrirtaks afkastagetu. Kælikerfið hefur einnig verið sérstillt. Nýr og fyrirferðarlítill hugbúnaður stjórntölvu er staðsettur beint fyrir ofan sambyggða gírkassann og drifið og gefur svigrúm fyrir lægri vélarhlíf, sem minnkar loftmótstöðu og dregur úr eldsneytisnotkun. 

Rafknúna E-FOUR aldrifskerfið sem er í boði í nýja LM 350h er alltaf starfhæft og gefur meira tog og betri spyrnu. Fjölliða afturfjöðrun í LM eykur afköstin töluvert og skilar bættum stöðugleika og setvörn. Hún ræður við meira tog og dregur einnig mikið úr hávaða og titringi. AVS-fjöðrunin er sniðin til að bæta aksturseiginleika og auka öryggi í beygjum með því að stjórna deyfikrafti á öllum hjólum bílsins.

ÖRYGGI

 • ÞRIÐJA KYNSLÓÐ LEXUS SAFETY SYSTEM +

  Nýi LM-bíllinn er búinn háþróuðum akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfum 3. kynslóðar Lexus Safety System +, með uppfærslum og endurbótum sem fela í sér aukið öryggi. Þar má meðal annars nefna fyrirbyggjandi akstursaðstoð með stýrisaðstoð og nýjan ökumannsskynjara sem greinir þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumönnum. 

 • BÆTT ÁREKSTRARVIÐVÖRUNARKERFI

  Endurbætt árekstrarviðvörunarkerfi Lexus getur nú komið í veg fyrir enn fleiri mögulega árekstra, til dæmis við beygjur til vinstri eða hægri og við framúrakstur. Einnig getur það greint árekstrarhættu í umferðinni á móti eða frá gangandi vegfarendum þegar bíllinn beygir við gatnamót. Neyðarstýrisaðstoð hjálpar svo enn frekar til við að forðast árekstra.

 • ÖFLUGUR RATSJÁRHRAÐASTILLIR                                                                                                         Þetta kerfi notar radarmæli og myndavél til að greina bílinn fyrir framan og halda viðeigandi fjarlægð. Ef bíllinn fyrir framan stöðvast stoppar LM líka. Þegar bíllinn fer aftur af stað ferð þú líka af stað. Búnaðurinn greinir í snatri alla umferð beint fyrir framan bílinn og vinnur með akreinastýringunni* til að velja æskilegustu stefnuna í beygjum. Ratsjárhraðastillir kemur einnig í veg fyrir að þú akir inn í bíl á minni ferð sem ekur á ytri akreininni.

  *Framúrskarandi akreinastýring heldur LM á miðri akreininni með akreinagreiningu og veitir aðstoð í beygjum.

Uppfærð umferðaskiltaaðstoð ber kennsl á umferðarskilti og veitir ökumanninum upplýsingar þess efnis á fjölnota upplýsingaskjánum. Þegar hún er tengd við ratsjárhraðastillinn er hægt að endurstilla hraðastillingu bílsins á skjótan hátt í samræmi við hámarkshraðann sem umferðarskiltaaðstoðin greinir.

Ný fyrirbyggjandi akstursaðstoð LM er með nýjasta fyrirstöðuskynjarakerfinu með sjálfvirkri akstursaðstoðartækni. Hún greinir vegfarendur og hluti fyrir framan bílinn og stjórnar hemlum og stýri til að halda öruggri fjarlægð frá þeim. Auk þess hjálpar hraðaminnkunaraðstoð þér þegar inngjöfinni er sleppt fyrir beygju eða ef ökutæki er fyrir framan við að hægja á mýkri og öruggari hátt á bílnum. Kerfið greinir einnig beygjur fram undan og aðlagar stýrisaðstoðina svo að stýringin hæfi.

Sjálfvirka háljósakerfið notar myndavélarskynjara með einni linsu til að greina ljós frá bílum fyrir framan og fínstillir birtudreifingu aðalljósanna sjálfkrafa til að háljósin skíni ekki beint í augu ökumanna sem aka á undan eða koma á móti. Sjálfvirkt háljósakerfi minnkar álag á ökumann með því að draga úr þörfinni fyrir að kveikja og slökkva á háljósunum og veitir fyrirtaks sjónsvið í akstri í myrkri.

ÁKVEÐIN HÖNNUN

 • AFGERANDI LEXUS HÖNNUN

                                                                                      Að framan undirstrika afgerandi og einkennandi Lexus-grill og skarpari þreföld LED-aðalljós eftirtektarvert útlit LM 350h. Svartar stoðir á hliðunum leggja áherslu á gluggana, rýmið og flæðandi útlínurnar. Langt hjólhafið og þrykktar 19" álfelgurnar eða hljóðlátu 17" felgurnar gera LM enn þróttmeiri. Að aftan undirstrika einkennandi LED-ljós í einni línu og nýja „LEXUS“-merkið framúrstefnulega stöðu bílsins á veginum. Þakgluggar eru í boði vinstra og hægra megin, sem auka á létt yfirbragðið í aftursætisrýminu.

 • NÝ SNÆLDULAGA YFIRBYGGING / EINKENNANDI LEXUS-GRILL

  Lykilatriðið í hönnun ytra byrðisins var að færa nýja kynslóð Lexus-hönnunar yfir í flokk fjölnotabíla. Hér brugðust hönnuðir okkar við þeirri áskorun að ljá nýjum LM hönnunareinkenni nýju „snældulaga Lexus-yfirbyggingarinnar“. Afraksturinn var sá að nú fellur grillið betur inn í yfirbygginguna, gefur tilfinningu fyrir rafmögnuðu afli og lágri þyngdarmiðju og skapar stöðugt útlit sem geislar af öryggi.

 • ÞREFÖLD LED-LJÓS / EINKENNANDI AFTURLJÓS LEXUS

  Þessi þreföldu LED-aðalljós eru rennilegri, skarpari og láréttari og setja mjög sterkan svip á einfalda hönnunina. Örvalaga efri/neðri stefnuljós undirstrika einkenni Lexus-vörumerkisins og hæg stilling lýsingar fyrir dagljósin skapar fallegar tilfærslur ljóss. Fyrir afturljósasamstæðuna hefur verið bætt við ljósarönd fyrir ofan L-ljósaröndina sem skilar fyrirtaks sýnileika og undirstrikar gæðaflokk bílsins.

Stjórntæki rafknúnu rennihurðanna, sem eru felld inn í stjórnborðið í loftinu, gera bílstjóranum kleift að opna og loka rennihurðunum og afturhleranum og taka þannig hlýlega á móti mikilvægum farþegum. Þegar þú ert með rafræna lykilinn á þér tekur LM einnig vel á móti þér með því að taka rafknúnu rennihurðina úr lás og opna dyrnar fyrir þér á þeirri hlið sem þú kemur að með einni snertingu við lykilinn eða hurðarhúninn og loka dyrunum með annarri snertingu. Klemmuvarnarkerfi kemur í veg fyrir að hlutir festist í dyrunum. E-Latch er rafknúið hurðakerfi sem virkjað er með rofa og sækir innblástur í japanskar skermhurðir þannig að dyrnar opnast í einni tignarlegri hreyfingu.

Til að laga ökumannsrýmið enn betur að bílstjóranum þróaði Lexus Tazuna-hönnunarhugmyndina. Tazuna, sem dregur nafn sitt af japanska orðinu yfir reiðtygi, miðar að einfaldri og milliliðalausri stjórn. Upplýsingatæki eins og margmiðlunarskjárinn, stakur mælirinn, miðlægt mælaborðið og sjónlínuskjárinn eru öll hlið við hlið til að hægt sé að lesa á þau með sem minnstum hreyfingum augna og höfuðs. Að sama skapi er auðvelt að ná til aðalrofa og stjórnhnappa eins og akstursstillingarofans.

FRAMSÆKIN TÆKNI

 • 10" SJÓNLÍNUSKJÁR

                                                                                       Akstursupplýsingar úr LM 350h (7 sæta) eru birtar í lit beint á framrúðunni. Þessi 10" sjónlínuskjár gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er auðveld með snertirofum á stýrinu.

 • MARK LEVINSON®-HLJÓÐKERFI MEÐ 23 HÁTÖLURUM (FJÖGURRA SÆTA)

  Farþegarýmið í fjögurra sæta LM 350h er nánast hljóðlaust og skapar fullkominn vettvang fyrir nýtt og sérhannað 23 hátalara Mark Levinson® Premium Surround Sound-hljóðkerfi. Kerfið er þróað af sérvöldum samstarfsaðilum okkar, Mark Levinson, og er fínstillt fyrir innanrými þessa bíls. Nýja Mark Levinson Premium Surround-hljóðkerfið með þrívíðum hljómi skilar einstökum 7,1 rásar heimabíóhljómi. Quantum Logic Immersion og ClariFi skila einstökum hljómi með því að greina þjappaðan uppruna hljóms og bæta upp fyrir týnd gögn. Hátalarar í breiðu lofti bílsins auka enn á tónleikaupplifunina með því að skapa þrívíðan hljómburð. Hátalararnir í skilrúminu, fyrir ofan 48" skjáinn í réttri hæð við eyrun, mynda djúpan og kraftmikinn hljóm sem tjáir andrúmsloft upprunalegu tónlistarinnar á eftirminnilegan hátt. Þá er ótalinn Blu-Ray spilari sem er innbyggður í skilrúmið neðst til vinstri þar sem hægt er að spila Blu-Ray diska, DVD-diska og geisladiska.

 • ÞRÁÐLAUST HLEÐSLUTÆKI

                                                                                        Þú getur hlaðið snjallsíma eða önnur raftæki með þráðlausu hleðslutæki. Það er 50% hraðvirkara og á handhægum stað í vasa í miðstokknum. Til að halda tækjunum þínum hlöðnum og tengdum er LM búinn allt að átta USB-innstungum. Með Android Auto® eða þráðlausu Apple CarPlay® gerir nýi LM-bíllinn þér kleift að birta og fá aðgang að mörgum forritum snjallsímans á 14" snertiskjánum eða 14" og 48" skjáunum í aftursætunum.

Velkomin í Lexus Link-forritið sem opnar heilan heim af tengimöguleikum sem eru hannaðir til að styðja við okkar einstöku „Omotenashi-þjónustuupplifun“. Skilvirkir og sérhannaðir eiginleikar hjálpa þér að skipuleggja ferðalag, finna bílastæði, bóka þjónustu eða jafnvel bæta aksturslag þitt. Umbreyttu lífinu með nýja LM-bílnum og notaðu þjónustu á borð við þessa:

 

 • Talnagögn um akstur: Fylgist með ferðum þínum og aksturslagi og gerir þér kleift að skrásetja ferðir tengdar vinnu
 • Hybrid-þjálfun: Hjálpar þér eða bílstjóranum þínum að aka LM 350h á sparneytnari hátt
 • Finna bílinn minn: Finnur Lexus-bílinn þinn og veitir leiðsögn að honum
 • Senda í bíl: Gerir þér kleift að skipuleggja ferð í öðru tæki og senda í Lexus-bílinn þinn
 • eCare: Gerir þér kleift að hafa umsjón með þjónustu og viðhaldi LM-bílsins
 • Viðvörunarljós: Útskýrir merkingu allra viðvörunarljósa og til hvaða aðgerða þarf að grípa
 • Staða bílsins: Sendir boð ef gluggar bílsins eru skildir eftir opnir eða kveikt er á aðalljósunum. Þú eða bílstjórinn þinn getur einnig athugað hvort bíllinn sé læstur
 • Rafhlöðueftirlit: Fylgist með hleðslustöðunni á 12 V rafhlöðu bílsins
 • Fjarstýring: Þú getur afísað framrúðuna, kveikt á hættuljósunum og læst LM-bílnum eða opnað hann, allt yfir kaffibolla við eldhúsborðið eða af skrifstofunni
KYNNTU ÞÉR REYNSLUAKSTUR HJÁ OKKUR

REYNSLUAKSTU LM

Ótrúleg upplifun í Lexus-reynsluakstri. Komdu til okkar í Kauptúnið og prófaðu.

ÁVINNINGUR EIGENDA

Markmið okkar er að það sé ótrúleg upplifun að eiga Lexus. Hluti af því er að bjóða upp á sérhannaða þjónustu sem uppfyllir bæði þínar þarfir og bílsins. Meðal þessa ávinnings er: