1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
  3. LF-ZL
Lexus á Íslandi
HUGMYNDABÍLAR

FRAMTÍÐARJEPPINN LF-ZL

FULLKOMLEGA SAMÞÆTTAR SAMGÖNGUR

LF-ZL-hugmyndabíllinn sýnir okkur framtíð þar sem samgöngur, fólk og samfélag renna saman í eitt og akstursupplifunin er sniðin að hverjum ökumanni. Þetta flaggskip okkar lærir af venjum ökumannsins til að geta boðið sérsniðnar tillögur og gera fólki þannig kleift að lifa eftir eigin höfði, auk þess að bæta nánasta umhverfi eigandans, nærsamfélagið og þjóðfélagið.

GESTRISNI AF NÆSTU KYNSLÓÐ

LF-ZL býður eignarupplifun sem nær út fyrir bílinn sjálfan, enda grundvallast hann á nýjungum í rafbílahönnun og hugbúnaðarþróun í nýja Arene OS-stýrikerfinu. Farþegarýmið er rúmgott og notalegt og nýtir til fulls alla kosti rafbíla og haganlega hannað innanrýmið, auk þess sem japanska hugmyndin um „omotenashi“, þar sem öll áhersla er lögð á gestrisni, er gegnumgangandi. Allt er þetta mögulegt fyrir tilstilli tækniþróunar.

1

SNURÐULAUS LÍFSSTÍLSSAMÞÆTTING

Lexus skapar persónulegri samgönguupplifun og nýtir alla möguleika gagnvirka stýrikerfisins Arene OS. Með því að safna gögnum frá kortum og myndavélum bílsins öðlast kerfið þekkingu á þörfum ökumannsins og lærir að sjá þarfir hans fyrir. Með gervigreindarspjalli og raddstýringu í bílnum tengir kerfið saman upplýsingar sem safnað er með stafrænum upplýsingum úr umhverfinu, til dæmis til að stýra hleðsluferlinu og orkugjöfum.  
2

EINBEITINGAREFLANDI ÖKUMANNSRÝMI

Í ökumannsrými LF-ZL hafa aðgerðir sem áður voru dreifðar hingað og þangað nú verið sameinaðar á stafrænum skjám innan seilingar. Vinstra megin má finna aðgerðir eins og skiptingar, öryggiskerfi, háþróuð akstursaðstoðarkerfi og val á milli akstursstillinga. Hægra megin eru svo hljóðstillingar, hitastillir, sími og gervigreindareiginleikar. Ökumaðurinn getur einbeitt sér enn betur með því að hafa augun „stöðugt á veginum“ þar sem upplýsingum er varpað á framrúðuna og stafrænir hliðarspeglar minnka þörfina á að gjóa augunum.
3

HÁÞRÓAÐAR SÉRSTILLINGAR

Með næstu kynslóð raddstýringarkerfis sem notast við gervigreind geta viðskiptavinir upplifað ítarlega og skjóta þjónustu sem minnir á raunveruleg samskipti. Hægt er að nota nákvæmar, sérsniðnar stillingar fyrir hvern viðskiptavin í hverri ökuferð, þar á meðal ráðleggingar um akstursleiðir, þökk sé sjálfsnámi kerfisins, sem safnar akstursgögnum og greinir ekki bara persónuleg einkenni heldur líka ósjálfráðar athafnir og skapar þannig enn hlýlegri upplifun.

RAFMÖGNUÐ FEGURÐ.

LF-ZL deilir fjölbreyttum hönnunar- og rafvæðingareiginleikum með systurbíl sínum, LF-ZC. Sjónræn einkenni bílsins skapa tilfinningaleg áhrif, þar sem notagildi og hönnun á sviði rafvæðingar skila sér í snældulaga yfirbyggingu og sveigðum brettaköntum að aftan. Samkvæmt „Bamboo CMF Concept1“ er einkennisefni beggja bíla bambus, notadrjúgt en þó fallegt hráefni sem endurspeglar áherslu Lexus á sjálfbærni. Vegna minna vélarrými og lágri þyngdarmiðju er unnt að tvöfalda drægni með endurbættri straumlínulögun og þyngdarminnkun.

TÆKNILÝSING

Utanmál LF-ZL

Heildarlengd 5,300 mm

Heildarbreidd 2,200 mm

Heildarhæð 1,700 mm

Hjólhaf2 3,350 mm1 CMF – Colour, Material and Finish (litur, efni og áferð), sem táknar hönnunarþætti í bílaframleiðslu.

2 Sýningarbíll.