Lexus er nú að leggja lokahönd á glænýja rafbílinn Lexus RZ
Hann er byggður á nýju heildrænu byggingarlagi Lexus fyrir rafbíla, e-TNGA, sem er sérhannað til að tryggja einstaka akstursupplifun í bland við framúrskarandi þægindi og afkastagetu sem setur ný viðmið fyrir rafbíla.
Spennandi tækninýjungar á borð við sérhannaða stjórnkerfið DIRECT4 tryggja RZ einstakt veggrip og lipurð í beygjum og veita þannig bílstjóranum aukið öryggi og sjálfstraust við stýrið.
Kraftmikið DIRECT4-kerfið stýrir akstursátakinu til hjólanna og hámarkar þannig aflið. Það gerir RZ kleift að skipta snurðulaust á milli fram- og aftur- eða aldrifs á augabragði. RZ er einnig búinn leiðslutengdri stýristækni sem býður upp á einstök þægindi með því að koma í stað óþarfa handarhreyfinga þegar ekið er hægt eða lagt í stæði.
Ímyndaðu þér að taka fullkomna U-beygju með einfaldri hreyfingu á stýrinu. Haganleg hönnun stýrisins býður ekki aðeins upp á þægindi heldur veitir ökumanninum einnig góða yfirsýn yfir upplýsingarnar á mælaborðinu og á sjónlínuskjánum á framrúðunni.