1. Lexus rafvæðing
Lexus á Íslandi
Virkni rafmagnsbíla

LEXUS RAFVÆÐING

Í meira en 15 ár hefur Lexus verið í forystu og fullkomnað rafvæðingu, sem hefur náð hápunkti í spennandi, skilvirkum og endingargóðum bílum. Nær hljóðlausar vélar skila kraftmikilli akstursupplifun um leið og þær stuðla að verndun plánetunnar. Framúrskarandi tækni gerir allt öruggt, hnökralaust og ríkulegt. Framtíðin er komin og hún er mögnuð.

LEXUS RAFVÆÐING

GERÐIR RAFAFLS

Fáðu þér rafmagnsbíl eða veldu jafnvægið og stjórnina sem felast í Hybrid bíl. Lexus býður upp á þá valkosti sem þú óskar eftir til að framtíðin verði rafmögnuð.

KYNNTU ÞÉR NÝJAN RX

LEXUS RZ

LEXUS ER NÚ AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á GLÆNÝJA RAFBÍLINN LEXUS RZ

Hann er byggður á nýju heildrænu byggingarlagi Lexus fyrir rafbíla, e-TNGA, sem er sérhannað til að tryggja einstaka akstursupplifun í bland við framúrskarandi þægindi og afkastagetu sem setur ný viðmið fyrir rafbíla.

Spennandi tækninýjungar á borð við sérhannaða stjórnkerfið DIRECT4 tryggja RZ einstakt veggrip og lipurð í beygjum og veita þannig bílstjóranum aukið öryggi og sjálfstraust við stýrið.

LEXUS RZ

DIRECT4

Kraftmikið DIRECT4-kerfið stýrir akstursátakinu til hjólanna og hámarkar þannig aflið. Það gerir RZ kleift að skipta snurðulaust á milli fram- og aftur- eða aldrifs á augabragði. RZ er einnig búinn leiðslutengdri stýristækni sem býður upp á einstök þægindi með því að koma í stað óþarfa handarhreyfinga þegar ekið er hægt eða lagt í stæði.

Ímyndaðu þér að taka fullkomna U-beygju með einfaldri hreyfingu á stýrinu. Haganleg hönnun stýrisins býður ekki aðeins upp á þægindi heldur veitir ökumanninum einnig góða yfirsýn yfir upplýsingarnar á mælaborðinu og á sjónlínuskjánum á framrúðunni.

*Hönnun fiðrildalaga gripstýrisins er ekki lokið. Væntanlega kynnt frá og með 2025.
LEXUS RZ

FÁÐU NÝJUSTU FRÉTTIRNAR AF RAFMÖGNUÐUM LEXUS RZ