1. Kynntu þér Lexus
  2. MUNAÐUR Á PERSÓNULEGUM NÓTUM
Lexus á Íslandi
UPPGÖTVAÐU LEXUS

MUNAÐUR Á PERSÓNULEGUM NÓTUM

Lexus skilgreinir munað upp á nýtt og býður upp á framúrskarandi akstursupplifun. Kynntu þér fágað handverk, hugvitssamlega tækni og hina einstöku Omotenashi-gestrisni.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

ÓTRÚLEG UPPLIFUN

Frá því að fyrsti lúxusbíllinn okkar var kynntur til sögunnar fyrir meira en 30 árum hefur Lexus verið samnefnari fyrir fallega hönnun, gæði og fágun. Sem leiðandi frumkvöðlar í rafvæðingu lúxusbíla höfum við sett okkur það markmið að allt sem við gerum sé upprunalegt og með mannlegu ívafi. Þetta tekur einnig til Lexus LY650-sportsnekkjunnar, INTERSECT BY LEXUS, THE LOFT frá Lexus og hönnunarverðlauna Lexus.

Fyrir okkur er raunverulegur munaður aldrei yfirborðskenndur heldur vandlega ígrundaður og borinn fram á smekklegan hátt.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

ÞRÓUN MEÐ KAIZEN

Fyrsti bíllinn okkar, LS 400, kom á markað árið 1989. Hann varð að vera alveg sérstakur til að vekja athygli á rótgrónum markaði lúxusbíla.

Við þróun LS 400 leituðust verkfræðingar Lexus við að framkvæma það sem áður virtist ómögulegt: að hanna bíl sem var spennandi en á sama tíma sparneytinn, hefðbundinn en á sama tíma nútímalegur, náttúrulegur en á sama tíma manngerður, sterkur en á sama tíma léttur. Þessi hugmyndafræði, sem nefndist „yet“ – og gekk út á að sameina hugmyndir sem fyrirfram virtust ósamhæfar í einstökum samhljómi – er ennþá leiðarljós okkar.

Á öllum stigum þróunarinnar reynum við að umbreyta óbreyttu ástandi með því að bæta og breyta á rólegan en stöðugan hátt. Á japönsku kallast þetta „kaizen“.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

ÁSTRÍÐUFULLUR BÍLAÁHUGAMAÐUR

Akio Toyoda, forstjóri og aðalframkvæmdastjóri Toyota og aðalprófunarökumaður Lexus, er einlægur áhugamaður um bíla. Hann keppti á Lexus í hinum erfiða sólarhringskappakstri á Nürburgring.

Fyrsti ávöxtur þátttöku Toyoda í þróun Lexus var LFA – ofurbíll búinn fjölmörgum tækninýjungum sem bauð upp á spennandi akstur á allt að 325 km hraða á klukkustund. Þar sem aðeins voru framleiddir 500 bílar hefur LFA orðið að ákveðinni goðsögn meðal bílaáhugamanna. Þessa spennandi akstursupplifun má finna í hverjum einasta Lexus sem við smíðum.

„Fyrir mér er ekki forgangsatriði að græða peninga heldur að búa til frábæra bíla. Bíla sem eru gullfallegir, dásamlegir að sitja í og frábærir í akstri.“ Akio Toyoda.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

TAKUMI-FÁGUN

Það tekur ekki svo langan tíma að læra nýja færni, en það tekur 60.000 klukkustundir að ná fullri færni.

Framúrskarandi handverksmeistarar okkar kallast Takumi. Sérfræðikunnátta þeirra nær fullkomnun með 60.000 klukkustunda þjálfun.

Takumi-meistarar eru þekktir fyrir nákvæmni og þurfa reglulega að sýna fram á hæfileika sína með því að brjóta saman origami-kött á innan við 90 sekúndum með þeirri hendi sem er víkjandi.

Takumi-meistarar gegna lykilhlutverki í framleiðsluferlinu, jafnvel þótt sjálfvirkni sé notuð. Til dæmis líkja hreyfingar bílasprautunarþjarka nákvæmlega eftir hreyfingum Takumi-meistara.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

KNÚNIR AF NÝSTÁRLEGUM TÆKNILAUSNUM

Í hugmyndabílunum okkar upphugsum við byltingarkennda tækni sem mun umbreyta framtíðarferðamátanum. Við lærum, vöxum og prófum okkur áfram – um leið og við reynum að sjá fyrir þarfir og gildismat viðskiptavina okkar og samfélagsins alls.

Notendavæn tækni, þar á meðal Lexus Hybrid Drive (2005), LED-aðalljós (2007), kerfi fyrir greiningu gangandi vegfarenda (2013) og háþróað árekstrarviðvörunarkerfi (2017), kom öll fram í fyrsta sinn í hugmyndabílunum okkar.

Nú stefnir Lexus að því að umbreyta eðli lúxusbíla fyrir framtíðina. Við viljum auka akstursánægjuna gegnum hugsjón okkar um farartæki með engum útblæstri: Lexus Electrified. Þetta er fellt inn í alla umbreytingu okkar yfir í aðrar aflrásir fyrir 2035.

Því að þegar öllu er á botninn hvolft er tæknin öflugust þegar mennskan fær að ráða för.

UPPGÖTVAÐU LEXUS

FÆRT ÞÉR MEÐ OMOTENASHI

Lexus hefur ávallt einsett sér að koma betur fram við viðskiptavini sína en nokkur annar lúxusbílaframleiðandi.

Þjónustuna köllum við Omotenashi – að sjá fyrir þarfir viðskiptavinarins og koma fram við viðskiptavini sem gesti á heimili okkar.

Fylgni okkar við þessa meginreglu er ein af ástæðum þess að við höldum áfram toppsætinu í könnunum á ánægju viðskiptavina og höfum áunnið okkur orðspor fyrir óviðjafnanlega þjónustu. Um leið og samskipti verða í síauknum mæli nafnlaus bjóðum við upp á þægindi, val og mannlegt ívaf – og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bjóða munað á persónulegum nótum.