Skip to Main Content (Press Enter)

NÝRLEXUS RZ RAFBÍLL

Nýr Lexus RZ var kynntur til sögunnar í Brussel í mars 2025 og þar mátti sjá gnótt frumlegra nýjunga. Á frumsýningunni var kraftmikil ný gerð líka afhjúpuð.

NÝR LEXUS RZ

VIÐ KYNNUM ÞRÓUN Á RZ RAFBÍLNUM

 

Þegar Lexus RZ var hleypt af stokkunum árið 2023 varð hann samstundis einn eftirsóttasti lúxusrafbíll heims, þökk sé þægindum, kyrrð og gæðum í akstri sem eiga engan sinn líka í flokki sambærilegra bíla. 

Nýjasta útgáfa þessa magnaða bíls felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal aukin akstursdrægni og styttri hleðslutími, auk þess sem nýjasta kynslóð rafstýris (e. steer-by-wire) er nú hluti af Lexus í fyrsta sinn. Þar að auki hefur nýrri og öflugri F SPORT-útfærslu nú verið bætt við línuna.

Nýr Lexus RZ er væntanlegur á markað á Íslandi fyrri hluta 2026.

NÝR LEXUS RZ

MEIRI AKSTURSDRÆGNI OG HRAÐARI HLEÐSLA

  • Kerfið í RZ var betrumbætt og áhersla lögð á að auka bæði þægindi og bæta akstursupplifunina.
  • Meðal tækninýjunga er nýr eAxle til að auka afl og sparneytni. 
  • Ný Li-ion rafhlaða með aukinni 77 kWh afkastagetu sem eykur akstursdrægni um allt að 100 km*. 
  • Hleðsla tekur skemmri tíma, þökk sé aukinni hleðslugetu, forstillingu á hitastigi rafhlöðunnar og nýju 22 kW innbyggðu hleðslutæki.

* Akstursdrægni er mismunandi eftir tæknilýsingu útfærslu og veltur á endanlegu samþykki eftirlitsaðila

NÝR LEXUS RZ

VIÐ KYNNUM RZ 550e F SPORT

  • F SPORT-gerðin er spennandi viðbót við RZ-línuna. 550e F SPORT er öflugasta RZ útfærslan til þessa og býður upp á 408 DIN hö./300 kW. 
  • Nýr RZ  F SPORT er búinn „Interactive Manual Drive“ sem er stjórnað með gírskiptirofum og gefur svipaða tilfinningu og beinskipting. 
  • Hönnun F SPORT er hugsuð til að auka afköst og bæta loftmótstöðu og felur meðal annars í sér skrautlista á framstuðara, loftrásir fyrir bremsur, vindskeið að framan og aftan og sérhannaðan afturstuðara.
  • Sérhannaði F Sport-liturinn Neutrino-grár bætist nú í hóp litakosta fyrir ytra byrði, sem hver um sig passar fullkomlega við svarta og dökkgráa innanrýmið með bláum saumum.

NÝR LEXUS RZ

RAFSTÝRI LEXUS*: GLÆNÝ AKSTURSUPPLIFUN

  •  RZ er fyrsta Lexus-gerðin með byltingarkenndu rafrstýri sem eflir tengslin milli ökumannsins og bílsins til muna. 
  • Stýrið er með magnaðri nýrri lögun, án efri og neðri hluta, til þess að bæta skyggni og auka rýmið í kringum hné og fótleggi. 
  • Kerfið býður upp á aukinn meðfærileika á litlum hraða, lipurð fyrir mjúkan akstur á aflíðandi vegum og mikinn stöðugleika við akstur á þjóðvegum á miklum hraða. 
  • Stýrið færist í um það bil 200 gráður frá hlutlausri stöðu til fullrar vinstri eða hægri læsingar. Þetta býður ökumanninum upp á nákvæma stjórn og auðvelda notkun.

* Framboð á þessari vöru kann að vera mismunandi eftir mörkuðum

NÝR LEXUS RZ

NÝ TÆKNI VIÐ HÖNNUN INNANRÝMIS

  • Klæðningin í innanrými RZ er glæný af nálinni, með laserunnum myndum á vistvænum Ultrasuede hurðarbyrðum.    
  • Annað sem ekki hefur sést áður er marglita stemningslýsingin með kraftmiklum skuggamyndum. 
  • Nýr skyggingareiginleiki þakgluggans hjálpar til við að halda farþegarýminu þægilegu í björtu sólskini. 
  • Með því að draga úr endurkasti er nú hægt að nota bæði þakið, sem hægt er að skyggja, og rafræna baksýnisspegilinn á sama tíma.

NÝR LEXUS RZ

HLJÓÐLÁTARI OG ÞÆGILEGRI

  • Ný og endurbætt hljóðeinangrun bætir hljóðvistina í farþegarýminu enn frekar svo nú er það nánast hljóðlaust. 
  • Endurbætur eru meðal annars ný hljóðeinangrun í gólfi undir aftursætunum, auk bættrar hljóðeinangrunar á ýmsum öðrum stöðum. 
  • Auk þess hefur verið dregið úr veghljóði og vindgnauði og titringur minnkaður enn frekar með endurbótum á yfirbyggingunni. 
  • Notkun VDIM-kerfisins frá Lexus stuðlar að flatari og þægilegri akstri.

NÝR LEXUS RZ

EINSTAKUR LEXUS AKSTUR

  • Lexus ábyrgist að hver gerð skili einstökum Lexus akstri; samræmdri akstursupplifun þar sem ökumaðurinn nýtur þæginda, sjálfstrausts og er við stjórnina öllum stundum.
  • Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir RZ til að bæta aksturseiginleika þessa öfluga rafbíls enn frekar. 
  • Yfirbyggingin hefur verið gerð stífari, sem dregur úr hreyfingum hennar og stuðlar að nákvæmari stýringu. 
  • Fjöðrunarkerfið nýtur líka góðs af fínstillingu til að stuðla að meiri afköstum, stöðugleika og þægindum í akstri.

NÝR LEXUS RZ

ÞRÓAÐ DIRECT4-ALDRIFSKERFI

  • DIRECT4- Akstursstýring bílsins var endurbætt til að bæta grip og stöðugleika gerða með aldrif.
  • Kerfið stýrir afli til fremri og aftari eAxle-öxlanna sjálfkrafa miðað við akstursskilyrði og aðgerðir ökumanns.
  • Í drægisstillingu næst hámarkssparneytni með jafnri afldreifingu að framan og aftan.
  • Aðrar nýjungar auka mýkt og stöðugleika í akstri og getu til að forðast hættu.