Skip to Main Content (Press Enter)

KYNNTU ÞÉR NÝJAN LEXUS ES

Áttunda kynslóð Lexus ES fékk glæstar viðtökur þegar nýr ES var heimsfrumsýndur á bílasýningunni í Sjanghæ í apríl 2025. 

NÝR LEXUS ES

NÝ VIÐMIÐ

Í FLOKKI LÚXUSBÍLA

 

Nýr Lexus ES sprengir skalann þegar kemur að fyrsta flokks Sedan-bílum. Heimsþekkta hönnunarstefnan hefur verið endurbætt, afköst aukin og aksturseiginleikar bættir svo ES uppfylli allar kröfur lúxusmarkaðarins. ES býðst nú með fyrsta flokks rafmagnsaflrás og er því sniðinn að ökumönnum sem hafa bæði fágaðan smekk og er annt um umhverfið. Nýr ES kemur á göturnar vorið 2026.

NÝR LEXUS ES

STÓRBROTIÐ YTRA BYRÐI

  • Nýr ES var þróaður samkvæmt hönnunarstefnu Lexus, Clean Tech x Elegance, sem sameinar fágun og stílhreint yfirbragð. 
  • ES er stærri á alla kanta, með sportlegar og öflugar útlínur og lágmarksloftmótstöðu. 
  • Flæðandi útlínurnar og frammjótt farþegarýmið skapa rennilegan og straumlínulagaðan prófíl. 
  • Snældulaga yfirbygging ES, sem er eitt aðalsmerki Lexus, hefur verið þróuð enn frekar til að gefa bílnum rafmagnað yfirbragð.

NÝR LEXUS ES

EINSTAKT INNANRÝMI

  • Innanrými ES er í senn einfalt og margslungið. Þannig er efri hluti farþegarýmisins opinn og rúmgóður til að tryggja gott skyggni.
  • Þökk sé Lexus Tazuna-nálguninni er hægt að nota stjórnbúnað og fylgjast með upplýsingum með sem minnstum handa- og augnhreyfingum.
  • Ný hurðarbyrði með bambusyfirbragði sýna stemningslýsingu sem er hægt að velja hvort skipti smám saman um lit eða lýsi alltaf með sama litnum.
  • Með því að para saman upphleypt áklæði og róandi stemningslýsingu fæst einstaklega fallegt yfirbragð.

NÝR LEXUS ES

LÚXUS OG ÞÆGINDI Á ÖÐRU PLANI

  • Stórt og þægilegt farþegarýmið í ES tryggir notalega og ánægjulega akstursupplifun fyrir alla farþega.
  • Valkostir fyrir bílstjóraþjónustu eru meðal annars hallanleg aftursæti, fótaskemill sem er hægt er að setja út og farþegasæti að framan sem hægt er að halla fram. 
  • Ný hönnun framsæta tryggir bæði glæst útlit og góðan stuðning við líkamsstöðu um leið og vöðvaálag við stýringu er lágmarkað. 
  • Hljóð og titringur í farþegarýminu hafur verið minnkuð til muna með bættri þéttingu á hurðum og hljóðeinangrandi gleri.

 

NÝR LEXUS ES

NÝJAR AFLRÁSIR Í BOÐI

  • Í fyrsta sinn er nú hægt að fá Lexus ES sem sjálfhlaðandi Hybrid eða með aflrás sem er eingöngu knúin rafmagni. 
  • ES fæst í tveimur útfærslum fyrir hvora aflrás en auk þess er hægt að velja á milli framhjóladrifs og aldrifs. 
  • Í sjálfhlaðandi bílunum hefur Hybrid-rafhlaðan verið endurbætt til að auka afköst og afleiningin gerð stöðugri til að draga úr titringi. 

NÝR LEXUS ES

BYGGT Á EINSTÖKUM LEXUS-AKSTRI 

  • Nostrað hefur verið við nýjan ES til að tryggja þægindin, öryggið og nákvæmu stýringuna sem þarf fyrir einstakan Lexus-akstur. 
  • Stífari yfirbygging dregur úr titringi en eykur snerpu, bætir stýringu og stuðlar að mýkri hröðun og hemlun.
  • Í stýrisbúnaðinum er notast við stiglausan gírkassa sem stuðlar að auknum stöðugleika á ferð, viðbragðssnerpu í beygjum og bættri stýringu á litlum hraða. 
  • Fjöðrunin hefur verið endurnýjuð frá grunni til að skila öflugri og hnökralausari akstri.

NÝR LEXUS ES

NÝJASTA TÆKNI

  • 12,3 tommu ökumannsskjár og 14 tommu snertiskjár með Lexus Link+ appinu eru órjúfanlegur hluti af nýja stafræna ökumannsrýminu. 
  • Snertiskjárinn er búinn LexusConnect-leiðsögukerfi og þægilegum hljóðvistarstillingum, auk þess að bjóða upp á Android Auto® og Apple CarPlay®. 
  • Mark Levinson Surround-hljóðkerfi fæst sem aukabúnaður og skapar þrívíða hljóðmynd í takt við lýsinguna í farþegarýminu.  
  • Þegar kveikt er á ES lýsir nýi faldi rofinn upp röð snertirofa sem voru áður ekki sýnilegir á klæðningu mælaborðsins.

NÝR LEXUS ES

NÝR FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGISBÚNAÐUR

  • ES nýtur góðs af ýmsum endurbótum á Lexus Safety System+ og akstursaðstoðarkerfum. 
  • Sjálfvirka árekstraröryggiskerfið hefur verið betrumbætt þannig að nú er hægt að greina og bregðast við fjölbreyttari aðstæðum, þar á meðal rafskútum.  
  • Blindsvæðisskynjarinn greinir nú bæði reið- og mótorhjól, sem hjálpar til við að koma í veg fyrir slys í vinstri og hægri beygjum. 
  • Akreinaskiptihjálp og umferðarskynjari að framan eru líka nýir eiginleikar í ES.

TÆKNILÝSING 

 

 Aflrás Hybrid Rafbíll
 Gerð

ES 300h

(Vestur-Evrópa)

ES 350h

(Austur-Evrópa)

ES 350e

ES 500e

 Drifrás Framhjóladrif og aldrif Framhjóladrif og aldrif Framhjóladrif Aldrif
 Vél

Fjögurra strokka 2,5 lítra vél

Fjögurra strokka 2,5 lítra vél

- -
 Sambyggður gírkassi og drif eCVT eCVT eAxle-öxull eAxle-öxull

 Afköst kerfis (DIN hö./kW)

201/148 247/182 224/165 343/252
 Overall length (mm, vs current ES) 5,140 (+165)
 Heildarlengd (mm, m.v. núverandi gerð ES) 1,920 (+55)
 Heildarhæð (mm, m.v. núverandi gerð ES) 1,555 (+110) 1,560 (+115)
 Hjólhaf (mm, m.v. núverandi gerð) 2,950 (+80)

Öll gögn eiga við um frumgerð ES og eru til bráðabirgða fram að samþykki eftirlitsaðila.

*Endanleg tæknilýsing á línunni í Evrópu kann að vera frábrugðin ljósmyndunum