1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
Lexus á Íslandi
 

HUGMYNDABÍLAR

Framsæknar hugmyndir okkar veita Lexus sérstöðu. Þær þeyta okkur inn í framtíðina af ófyrirsjáanlegum innri krafti. Og þær gera okkur kleift að framkvæma það sem áður virtist ómögulegt.

STÆKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN

Okkur er annt um bíla og þeir veita okkur innblástur. Framtíð Lexus er könnuð með spennandi hugmyndabílunum okkar. LF-FC, LF-SA og UX  hugmyndabílarnir eru svo sannarlega áræðnir. Þeir hafa vakið athygli og eftirtekt á bílasýningum víðs vegar um heiminn.

LF-ZL

LF-ZL (Lexus Future Zero-emission Luxury) er rafknúið flaggskip Lexus sem sýnir okkur byltingarkennda framtíð þar sem samgöngur, fólk og samfélag renna saman í eitt.

LF-ZC

Við kynnum LF-ZC, nýjan rafknúinn hugmyndabíl sem við frumsýndum á samgöngusýningunni í Japan ásamt systurbílnum LF-ZL.

LF-30 ELECTRIFIED

Í stöðugri leit sinni að nýjum hugmyndum og ótrúlegum upplifunum hefur Lexus afhjúpað framtíðarsýn sína um „Lexus Electrified“ fyrir komandi kynslóð rafknúinna bíla.

UX

UX hugmyndabíllinn var hannaður í hönnunarmiðstöð Lexus í Evrópu. Strax í upphafi var þessi bíll hannaður til að mæta þörfum og óskum framsækinna ökumanna í þéttbýli sem gera kröfur um nútímalegt umhverfi.

LF-FC

LF-FC hugmyndabíllinn var hannaður til að koma á óvart og skilgreina hina síbreytilegu merkingu lúxushugtaksins. Hann færir framtíðarsýn okkar til nútímans þannig að þú getir notið hennar til fulls.

LF-SA

Djarfur. Kemur á óvart. Gælir við skilningarvitin. Allir þættir LF-SA búa yfir nýjungum, hvort sem það er lipurt og lögulegt útlit eða rúmgott innanrýmið.

ROV

Einstakur vetnisknúinn bíll með frábæra aksturseiginleika á torfærum leiðum. Bíll sem er til marks um metnað Lexus til að sanna að kitlandi torfæruakstur geti átt sinn stað í samfélagi dagsins í dag.