1. Lexus rafvæðing
  2. Rafmagnsbílar
Flýtival
Flýtival

LEXUS RAFVÆÐING

LEXUS RAFVÆÐING

RAFMAGNBÍLAR

Fyrsti alrafknúni Lexus bíllinn er Lexus UX 300e. Hann er einfaldur í hleðslu, spennandi í akstri og í honum sameinast umhverfisvænt afl og einstök nákvæmni sem njóta má í sérhönnuðu innanrými með góðri tengingu við straumlínulagað ytra byrðið.

LEXUS UX 300e

Þú ýtir á aflhnappinn og grípur um einstaklega fallega smíðað stýrið og þá finnur þú strax hvað þessi fyrsti rafbíll frá Lexus hefur sérstakan og magnaðan persónuleika. Svo ekur þú af stað og heillast um leið af snarpri, línulegri hröðun UX 300e og stöðugleika og öryggi í beygjum. Lexus UX 300e fangar augað um leið og er knúinn af háþróuðum rafmótor sem skilar 150 kW (204 DIN hö.) og 300 Nm af tafarlausu togi.