1. Kynntu þér Lexus
  2. Hugmyndabílar
  3. ROV Hugmyndabíllinn
Lexus á Íslandi
 

LEXUS KYNNIR VETNISKNÚINN ROV-HUGMYNDABÍL SEM ER H

  • Hönnunarhugmyndin á bak við Lexus ROV (Recreational Off-highway Vehicle) byggir á lúxusupplifun fyrir ökumenn sem þrá að upplifa óbyggðirnar með stíl
  • Bíllinn er búinn djarfri hönnun og yfirburðahandverki Lexus
  • Hann er knúinn fyrstu vetnisvélinni frá Lexus, sem býður upp á ævintýraakstur utan alfaraleiða og mætir um leið kröfum samtímans um litla losun koltvísýrings.

 

Lexus kynnir nú nýjan ROV-hugmyndabíl (Recreational Off-highway Vehicle), sem er einstakur vetnisknúinn bíll sem er nánast útblásturslaus og hefur frábæra aksturseiginleika á torfærum leiðum. Þessi bíll er til marks um metnað Lexus til að sanna að kitlandi torfæruakstur geti átt sinn stað í samfélagi dagsins í dag, með ríkum kröfum um kolefnishlutleysi í akstri.

Ævintýralegt útlit með einkennandi Lexus-hönnun

Fyrir Lexus ROV-hugmyndabílinn setti hönnunarteymið saman bíl sem tekur sig frábærlega út við allar aðstæður. Þessi bíll er búinn öllu sem prýða má torfærubíl, með opnum fjöðrunarbúnaði, hlífðargrind og stórum og grófgerðum hjólbörðum fyrir akstur á aurugum slóðum. Málin eru: 3,120 mm (lengd), 1,725 mm (breidd), 1,800 mm (hæð).

Hönnunarteymið vann í samræmi við hugmyndafræði Lexus um „fólk í fyrirrúmi“ og markmiðið var að hanna bíl sem stæðist þær væntingar sem gerðar eru til framleiðanda lúxusbíla, en halda um leið í trausta eiginleika og afkastagetu ROV-bíls. Í því augnamiði var yfirbyggingin höfð traust, til að vernda farlega, með plássi fyrir hið einkennandi Lexus-grill, ásamt góðu svigrúmi fyrir fjöðrunina að framan. Að auki geta aurbretti að framan verndað bílinn fyrir steinkasti og leðju.

Hlífin yfir fjöðrunarbúnaðinum, sem tengist vetnisgeyminum í afturhlutanum, ver bæði ýmsa íhluti og tryggir þá endingu og styrkleika sem við þekkjum í SUV-bílum frá Lexus. Dökkbronslitaða lakkið er sérhannað, rétt eins og létta yfirbyggingin og fjöðrunin, með það í huga að gera bílinn bæði þægilegan og spennandi fyrir torfæruakstur. L-ið sem sést á bæði fram- og afturljósunum og LEXUS-merkið á afturhlutanum eru nýjustu hönnunareinkenni Lexus.

Innanrýmið er hannað í anda Tazuna-hugmyndafræði og er með einfaldan mæli sem sýnir samstundis allar upplýsingar sem ökumaður þarf að fá til að geta einbeitt sér að akstrinum.

Upplifðu gæði og handbragð í anda Lexus

Nýi hugmyndabíllinn er frábært dæmi um gæði og styrk þar sem lúxusyfirbragð handverks Lexus, jafnt að innan sem utan, er ólíkt öllu sem áður hefur sést í ROV-bíl. Þessi lúxustorfærukaggi skartar leðurklæddu stýri og steyptum gírstangarhnúði, ásamt sætum með fjöðrun sem fleytir þér þægilega yfir allar misfellur á leiðinni. Sætin eru með áklæði úr sérlega slitþolnu gervileðri. Þetta er fyrsti vetnisknúni brunahreyfill Lexus og hann uppfyllir allar ströngustu kröfur um gæði, endingu og áreiðanleika.

Tandurhreint og spennandi vetnisafl

Lexus leggur allt í sölurnar til að mæta kröfum um kolefnishlutleysi og hanna um leið frábæran og skemmtilegan bíl. Þessi ROV-hugmyndabíll færir þér spennandi hljóðheim brunahreyfils og viðbragðsfljóta toghröðun sem vetnið tryggir, og sem Lexus telur að henti sérstaklega vel fyrir ROV-bílinn.

Með þessum vetnisknúna ROV-hugmyndabíl hefur Lexus uppfyllt draum sinn um að halda ekta torfæruakstursupplifun en mæta um leið kröfum um kolefnishlutleysi. 1,0 lítra vetnisvélin sem knýr þennan bíl virkar alveg eins og bensínvél, en er með háþrýstigeymi fyrir þjappað vetni sem er skammtað af ýtrustu nákvæmni með beinum innsprautunarloka. Auk þess er þessi nýja vetnisvél frá Lexus nánast útblásturslaus og brennir aðeins örlitlu magni af vélarolíu við aksturinn.

Hannaður til að tryggja þér „einstakan Lexus-akstur“

Yfirbyggingin er fislétt, með grind úr níðsterkum rörum og hárri og mikilli fjöðrun, svo ökumaðurinn nýtur þess að berast með náttúrulegum hreyfingum bílsins og upplifa „einkennandi Lexus-akstur“, um leið og honum opnast allar ævintýraleiðir. Þróttmikil hönnun með áherslu á þægindi í akstri, lipur hönnun og viðbragðsflýti vetnisvélarinnar gerir Lexus ROV að skemmtilegum bíl með algerlega einstaka torfærueiginleika.

Spiros Fotinos, forstjóri Lexus í Evrópu, hefur þetta um málið að segja: „ROV-bíllinn frá Lexus er svar okkar við síauknum áhuga á útivist og vaxandi ævintýraþrá meðal okkar kröfuhörðu viðskiptavina. Sem hugmyndabíll er hann til marks um metnað okkar til að nýta okkar eigin rannsóknir á sviði nýrra tæknilausna fyrir kolefnishlutleysi til að þróa lífsstílsmiðaða vöru. Þetta er hugmyndabíll sem er bæði ótrúlega spennandi í akstri og er nánast útblásturslaus, með þessari frábæru vetnisknúnu vél.“