1. Lexus rafvæðing
  2. Self-Charging Hybrid 2024
Lexus á Íslandi
LEXUS RAFVÆÐING

SJÁLFHLAÐANDI HYBRID BÍLAR

Kynntu þér kosti sjálfhlaðandi Hybrid bíla Lexus hér að neðan og veldu þann Hybrid bíl sem hentar þér.

KOSTIR SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

EINSTAKLEGA ORKUNÝTINN

FER BETUR MEÐ JÖRÐINA

Með hnökralausri samsetningu hefðbundinnar bensínvélar og rafmagnsmótors skara sjálfhlaðandi Hybrid bílar frá Lexus fram úr hvað varðar sparneytni. Aktu á rafmagni eingöngu allt að 50% af tímanum, sem heldur mengun í lágmarki og losar nánast engar agnir út í andrúmsloftið.

FARÐU ÞANGAÐ SEM ÞIG LANGAR

ÞÆGINDI

Um leið og þú sest í ökumannssætið í sjálfhlaðandi Lexus Hybrid bíl geturðu farið hvert sem hugurinn girnist. Hybrid rafhlaðan hleður sig sjálf meðan þú keyrir, hægir á bílnum og hemlar.

SJÁLFHLAÐANDI

ÞARF EKKI AÐ HLAÐA

Það þarf ekki að hlaða. Engin töf. Sjálfhlaðandi Hybrid bílar frá Lexus eru hannaðir til að færa frelsi við akstur upp á næsta stig þar sem þeir hlaða sig við akstur og eru alltaf klárir í hvaða verkefni sem er. Njóttu aukinna þæginda.

HVERNIG VIRKAR SJÁLFHLAÐANDI HYBRID BÍLL?

Sjálfhlaðandi Hybrid bílar frá Lexus sameina háþróað afl og skilvirkni með því að notfæra sér sparneytna bensínvél ásamt öflugum en þó nettum rafmagnsmótor.

Ekki þarf að stinga bílunum í samband því þeir hlaða sig á þægilegan og áreynslulausan hátt við akstur til að tryggja ótakmarkað frelsi. Auk þess er hemlaorka endurheimt þegar þú stoppar eða hægir á þér og rafmagn geymt í Hybrid rafhlöðunni til síðari nota. Þar sem bensínvélin tekur yfir þegar rafhlaðan tæmist þarftu aldrei að hafa áhyggjur af rafhlöðudrægni.

Með því að fylgjast stöðugt með akstursskilyrðum til að velja besta orkugjafann eða blöndu af bensíni og rafmagni skilar sjálfhlaðandi Hybrid bíllinn frá Lexus hámarksafköstum óháð undirlagi. Fyrir lipran akstur innanbæjar er tilvalið að aka aðeins á rafmagni. Þegar þörf er á auknu afli kemur bensínvélin til skjalanna til að sjá fyrir mjúkri hröðun.

FINNDU HYBRID BÍL SEM HENTAR ÞÉR  

ALGENGAR SPURNINGAR UM SJÁLFHLAÐANDI HYBRID BÍLA

Ólíkt rafmagnsbílum, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af drægni Lexus Hybrid. Með frábærri bensín nýtingu þá eru Hybrid bílar með svipaða drægni og bensín/dísel bílar. Líkt og í hefðbundnum bíl þá þarftu bara að fylla á tankinn þegar hann er að verða tómur.

Þar sem allir Lexus Hybrid bílar eru sjálfhlaðandi þá þarftu ekki að stinga þeim í samband til að hlaða rafhlöðuna. Það er vegna þess að þegar rafhlaðan í Lexus Hybrid er lág notar hún auka orku frá vélinni til þess að hlaða sig aftur.

 

Sjálfhlaðandi Hybrid bílar frá Lexus sameina krafta afkastamikillar bensínvélar og rafmagnsmótors/-a og geta hlaðið sig á meðan þú ekur, hægir á þér eða hemlar. Þetta þýðir að þú getur ekið dágóða vegalengd á rafmagni án þess að þurfa að hlaða bílinn eða hafa áhyggjur af rafhlöðudrægni þar sem bensínvélin tekur yfir þegar rafhlaðan tæmist.

Sjálfhlaðandi Hybrid bíll frá Lexus er þægilegur valkostur fyrir þá sem vilja taka skref í átt að rafvæðingu en kjósa aukinn sveigjanleika og drægni í samanburði við bíla sem eru eingöngu rafhlöðuknúnir. Þú munt njóta góðs af minni losun koltvísýrings samanborið við bensín- eða dísilbíla (engin þegar þú ert í EV-stillingu) án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að hlaða bílinn.

Hybrid bílarnir okkar hafa unnið til fjölmargra verðlauna og eru jafn áreiðanlegar og bensín- og dísilbílar af svipaðri gerð.

Þessir bílar eru einstaklega endingargóðir og öllum nýjum sjálfhlaðandi Hybrid bílunum okkar fylgir 7 ára / 200.000 km ábyrgð sem veitir þér hugarró og öryggi í hverri ferð.

Viðhald á Hybrid bíl er svipað og á hefðbundnum bensín bíl eða jafnvel minna. Við hemlun er rafmótorinn í Hybrid bílnum nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina sem gerir það að verkum að bremsuklossar slitna minna.

Rafmótorinn og rafhlaðan í Hybrid bílnum þarfnast ekki viðhalds og hafa sannað sig sem áreiðanleg tækni. Í Hybrid bíl eru færri viðhaldshlutir en í hefðbundnum bensín bíl. Engin kúpling er til staðar í drifásinni, enginn alternator né alternator reim er í bílnum heldur sér Hybrid kerfið bílnum fyrir 12 volta spennu. Enginn AC-dælureim (loftkæling) er í bílnum, Hybrid kerfið keyrir loftkælingardæluna. Enginn startari er í bílnum en Hybrid kerfið sér um að ræsa vélina.

Þá er enginn hefððbundinn gírkassi eða sjálfskipting í Hybrid bílum en í staðin er Hybrid gírkassi. Inni í honum eru tveir rafmótorar og afldeiligír (e. Power split device) sem tengir aflgjafana þrjá og hjólin saman án þess að nein kúpling komi þar við sögu.

Þú þarft ekki að stinga sjálfhlaðandi Hybrid bílnum þínum frá Lexus í samband til að hlaða hann. Brautryðjandi rafaksturstækni okkar gerir það að verkum að rafhlaðan hleðst við akstur. Einnig notast hún við ECB-R: rafstýrt hemlakerfi sem endurheimtir hemlaorku.

Þó hægt sé að skipta yfir í rafmagn handvirkt er engin þörf á því. Stjórntölvan greinir akstursskilyrði og stjórnar afli eftir þörfum þegar þú ert á ferðinni.

Hvort sem þú ert að ræsa bílinn, auka hraðann, ert í miðjum akstri eða hægir á þér, velur hún besta kostinn fyrir þig.

Rafhlaðan er hönnuð til að endast líftíma bílsins.

Byltingarkennda rafhlaðan í Hybrid bílunum okkar er hönnuð til að endast líftíma bílsins og þar sem rafhlaðan er sjálfhlaðandi þarf aldrei að setja bílinn í samband eða að hlaða hann. Eins og allir nýjir bílar frá Lexus eru Hybrid bílar með staðlaða 7 ára/200.000 km ábyrgð, hvort sem á undan kemur.

Hluti af Hybrid hugarró er að Hybrid kerfið og Hybrid rafhlaðan í bílnum þínum eru skoðuð af tæknisérfræðing Lexus til að tryggja að bæði séu í góðu standi. Að liðnum sjö ára ábyrgðartímanum býðst þér að kaupa framlengda ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni frá Lexus. Hægt er að endurnýja þessa ábyrgð árlega eða á 15.000 km fresti, hvort sem á undan kemur, allt þar til bílinn er 10 ára.

LEXUS RAFBÍLAR

ÁNÆGJUNNAR VEGNA

RAFBÍLL

Margir kostir fylgja akstri Lexus rafbíla, allt frá kostnaðarhagkvæmni og umhverfisávinningi til breiðs úrvals hleðslumöguleika. Kynntu þér þá alla og skoðaðu úrval okkar af rafbílum.

Sjálfhlaðandi Hybrid bílar frá Lexus sameina krafta afkastamikillar bensínvélar og rafmagnsmótors/-a og geta hlaðið sig á meðan þú ekur, hægir á þér eða hemlar. Þetta þýðir að þú getur ekið dágóða vegalengd á rafmagni án þess að þurfa að hlaða bílinn eða hafa áhyggjur af rafhlöðudrægi þar sem bensínvélin tekur yfir þegar rafhlaðan tæmist.