1. Kynntu þér Lexus
  2. Hönnun
  3. Ögrandi sjónarhorn
Lexus á Íslandi
 

ÖGRANDI SJÓNARHORN

Til þess að sýna hugrekki þarf að taka afstöðu. Þegar kemur að hönnun og útliti fylgjum við sannfæringu okkar og setjum framsækna sköpun og fagurfræðilega nákvæmni ávallt í fyrsta sæti.

HÖNNUN SEM TEKUR AFSTÖÐU

Hönnun Lexus er vísvitandi djörf og ögrandi. Hugmynda- og tjáningarfrelsi er okkur afar mikilvægt. Við könnum og þróum sífellt nýjar hugmyndir. Við byrjum á djörfum hugmyndum – þeim sem eru frumlegar, áræðnar og úthugsaðar – og umbreytum þeim síðan í framsækna hönnun farartækja, með frjóa hugsun í fyrirrúmi.

DJARFAR ÁKVARÐANIR

Fyrir okkur snýst djörf hönnun um sjálfstraust. Viljann til þess að taka afstöðu og skera sig úr fjöldanum. Við vitum hver við erum og fylgjum ávallt sannfæringu okkar.

Hvers vegna? Vegna þess að djörf hönnun getur af sér ótrúlega reynslu. Magnaðir hlutir sem hreyfa við okkur verða ekki til úr því kunnuglega og keimlíka, heldur verða þeir til úr djörfum mótsögnum. Neistinn að framsækinni sköpun býr í þversögnum og andstæðum.

HNATTRÆNT SJÓNARHORN

Mismunandi sjónarmið, ólíkir menningarheimar og nýir staðir eru drifkraftur hönnunar hjá Lexus. Við erum stolt af því að starfrækja þrjár hönnunarmiðstöðvar í mismunandi heimshornum. Þær vinna bæði sjálfstætt og í sameiningu og hvetja þannig til róttækrar hugsunar og stöðugra tilrauna. Í þessum deiglum sköpunarkraftsins verða til einstakir bílar.

AICHI-HÉRAÐ, JAPAN

RX-jeppinn. Tveggja dyra LC-sportbíllinn. Og Sedan-flaggskipið LS. Hvað eiga þessir glæsilegu bílar sameiginlegt? Þeir urðu allir til í hönnunarveri Lexus í Aichi-héraði í Japan. Rýmið styður við og bætir hönnunarferlið í heild sinni, allt frá fyrstu drögum að þrívíddarlíkönum og nær fullgerðum frumgerðum.

Á efstu hæðinni er skoðunarsalur sem á sér engan líka. 200 tonna opnanlegt þak sér til þess að hægt er að skoða nýjar gerðir í dagsbirtu án þess að nokkur sjái til. Á þriðju hæðinni er stór kvikmyndasalur og sýndarveruleikaklefi. Á jarðhæðinni er svo ljósmyndastúdíó. Hér verða goðsagnir til.

COTE D'AZURE, FRAKKLANDI

Hönnunarmiðstöð Lexus í Evrópu er staðsett í Sophia Antipolis við Miðjarðarhafið. Alparnir eru í sjónmáli og borgirnar Nice og Cannes eru steinsnar frá. Þetta er hinn fullkomni staður fyrir framsækna hönnun.

ED2 – European Design Development – eru sérhannaðar 6.000 fermetra bækistöðvar hönnunarteymis Lexus í Evrópu. Þar vinna hönnuðir og líkanasmiðir í samstarfi við hönnunarver okkar í Aichi-héraði í Japan. Hér verða einhverjir glæsilegustu hugmyndabílar heimsins til. Til dæmis hinn byltingarkenndi LF-SA sem teymið undirbjó fyrir bílasýninguna í Genf 2015.

NEWPORT BEACH, KALIFORNÍU

Útvörður alþjóðlegs hönnunarsviðs Lexus í Kaliforníu nefnist CALTY Design Research. Og takið eftir nafninu. Eins og forstjóri CALTY, Kevin Hunter, orðar það: „Við erum ekki bara hönnunarstofa. Við stundum einnig umfangsmiklar rannsóknir sem við erum stolt af og höldum þess vegna í heiti stofunnar.”

Hönnunarstofan í Newport Beach hefur frá upphafi verið þungamiðja nýsköpunar hjá Lexus. Hönnunarteymið þar átti heiðurinn af hinum rennilega LC 500 og RX – tveimur byltingarkenndustu bílum sem Lexus hefur sett á markað.

FRAMTÍÐARSÝN

Djarfar hugmyndir okkar verða að hugmyndabílum sem fara að lokum í framleiðslu, en innblástur getur líka skilað framúrstefnulegri niðurstöðum. Við hugsum samgöngur og ferðalög upp á nýtt, án takmarkana. Hvort sem er í lofti, á sjó eða á gangstéttinni – við sköpum farartæki fyrir hvaða stað og hvaða tíma sem er.

BYLTINGARKENNDAR HUGMYNDIR

Djarfar hugmyndir leiða okkur á óvænta og spennandi staði. Við skorum verkfræðina sífellt á hólm og endurmótum tæknina til að ná nýjum hæðum. Ekkert andvaraleysi, engin hvíld.

Á síðustu árum höfum við þróað og kynnt til sögunnar Skyjet, sportsnekkju og svifbretti. Hluti sem eru gjörólíkir í eðli sínu en eiga það sameiginlegt að byggja á djarfri og framsækinni hugsun Lexus.