1. Lexus rafvæðing
  2. Why drive Lexus Electrified
  3. Battery & Range
Lexus á Íslandi
AKTU LENGRA

RAFHLAÐA OG DRÆGNI

Tækninýjungum okkar og rafhlöðum er ætlað að gera rafakstursupplifun þína enn ánægjulegri og skila akstri sem er umfram væntingar þínar.

AKTU LENGRA Á RAFBÍLNUM ÞÍNUM

Við leggjum áherslu á frumkvöðlastarf og fullkomnun í tengslum við akstur á rafmagni og stærum okkur af því af að leiðbeina ökumönnum Lexus við að fullnýta drægni rafhlöðunnar. Kynntu þér þættina sem hafa áhrif á notkun rafhlöðuorkunnar og hvernig á að keyra á sparneytnari hátt.  

HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á DRÆGNI?

HITUN OG KÆLING

HITA- OG LOFTSTÝRING

Of mikil hitun eða kæling í gegnum miðstöð og loftkælingu rafbíls eru tveir stærstu þættirnir í álagi á rafhlöðuna. Í sumum tilvikum geta þessir þættir sogað til sín allt að 30% af hleðslu rafhlöðunnar, sem leiðir til tíðari hleðslulota og minni sparneytni í akstri.

YTRI ÞÆTTIR

HITASTIG UTANDYRA

Þegar kalt er í veðri minnkar sparneytni rafbíla þar sem þeir nýta meiri orku til að ná vinnsluhitastigi. Þetta minnkar drægni um 10–20%. Þegar heitt er í veðri aukast sparneytni og drægni að sama skapi, þar sem 20–30 °C er kjörhitastig fyrir hámarksafköst.

MISMUNANDI AKSTUR

AKSTURSLAG

Aksturslagið, hvort sem ekið er á þjóðvegi eða innanbæjar, hefur áhrif á orkunotkunina og drægni rafhlöðunnar. Meiri hraði krefst meiri orku til að vinna gegn loftmótstöðunni. Minni hraði gerir rafbílum aftur á móti kleift að endurheimta orku.

SVONA GETURÐU HÁMARKAÐ DRÆGNI

HUGARRÓ

SNJALLKERFI

Við hönnuðum snjallbúnað til að gera upplifun þína enn betri. Stjórnkerfi rafhlöðunnar vaktar hleðslustöðu og inntak og úttak orku í rafhlöðunum til að fínstilla orkunotkun og hámarka drægni. Þessu til viðbótar hámarka akstursstillingar okkar sparneytni án þess að fórna afköstum.

HÁMARKSSPARNEYTNI

HITI

Með því að sérstilla hitastigið í innanrými bílsins geturðu aukið drægni. Hiti í sæti og stýri notar minni orku en miðstöðvarkerfið. Auk þess skila forhitun og forkæling meðan á hleðslu stendur sparneytnari akstri með því að spara orku rafhlöðunnar fyrir akstur.

ÚTHUGSAÐUR AKSTUR

MEÐVITAÐUR AKSTUR

Meðvituð stjórn bílsins getur aukið drægni rafhlöðunnar verulega. Hæg og samfelld inngjöf, sérstaklega í mikilli umferð, notar minni orku og leiðir til sparneytnari aksturs. Réttur þrýstingur í hjólbörðum og regluleg loftsíuskipti draga einnig úr álagi á rafhlöðuna.

FYRSTA STIG RAFVÆÐINGARINNAR

HYBRID

Kynntu þér heim Lexus rafvæðingar í gegnum fjölbreytt úrval okkar af Hybrid aflrásum og finndu þannig rétta rafknúna bílinn fyrir þig. Þín bíður kraftmikill en jafnframt sparneytinn akstur á rafmagni, hvort sem þú velur sjálfhlaðandi Hybrid eða Plug-in Hybrid.
LÖNG ENDING

ENDING RAFHLÖÐU

Oftar en ekki endast rafhlöður rafknúinna bíla lengur en bílarnir sjálfir. Þannig er endingin fyrirsjáanleg og akstursupplifunin hrífandi.
ENDURHEIMTARÁÆTLUN

EINFÖLD ENDURVINNSLA

Endurheimtaráætlunin okkar gerir ökumönnum Lexus rafbíla kleift að endurvinna rafhlöður á öruggan og ábyrgan hátt, sem er gott bæði fyrir þig og umhverfið.