1. Kynntu þér Lexus
  2. Öryggi
  3. Árekstrarviðvörunarkerfi
Lexus á Íslandi
 

Árekstrarviðvörunarkerfi (PCS)

ÁREKSTARVIÐVÖRUNARKEFI SEM GREINIR GANGANDI VEGFARENDUR, VIRKA STÝRISAÐSTOÐ OG ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI FYRIR BÆÐI FRAMHLIÐ OG HLIÐAR BÍLSINS

Árekstrarviðvörunarkerfið okkar hefur verið bætt enn frekar með byltingarkenndri tækni. Kerfið er nú með árekstrarviðvörunarkerfi fyrir bæði framhlið og hliðar bílsins, sem ver bílinn fyrir ökutækjum frá hlið, og virka stýrisaðstoð til að skipta hratt um stefnu í þeim tilvikum þegar hemlun nær ekki að forða árekstri. Aðrir sem leið eiga hjá njóta einnig meiri verndar en fyrr, með háþróuðum viðvörunareiginleika vegna gangandi vegfarenda, sem greinir einnig hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur að næturlagi.

Árekstrarviðvörunarkerfið er m.a. með millimetrabylgjuratsjá, ratsjá að framan og til hliðanna, ratsjá að aftan og víðóma myndavél sem tryggja að ökumaðurinn hafi ævinlega skýra hugmynd um allt umhverfið og veginn í kring. Ef annað ökutæki greinist á svæði þar sem árekstur virðist líklegur fær ökumaðurinn viðvörun með mynd- og hljóðmerkjum og svo verður hemlum beitt eins og þörf krefur.

Ef árekstrarviðvörunarkerfið metur stöðuna þannig að hemlun dugi ekki til að forða snertingu við annað ökutæki, gangandi vegfaranda eða hindrun grípur virk stýrisaðstoð inn í og sveigir frá, samhliða sjálfvirkri hemlun. Þetta kerfi greinir kyrrstæðar hindranir á veginum, svo sem gangandi vegfarendur og vegrið, og sér til þess að ökutækið staðnæmist með sem öruggustum hætti.

Þegar gangandi vegfarandi greinist fyrir framan bílinn notar árekstrarviðvörunarkerfið glænýja tækni til að sýna ökumanni staðsetningu vegfarandans gegnum hreyfimynd á sjónlínuskjánum. Þessi hreyfimynd sýnir akstursferil ökutækisins með hliðsjón af vegfarandanum og mat á líkum á árekstri. Þetta er byltingarkenndur búnaður sem tryggir að ökumaður veit nákvæmlega hvað er að gerast á veginum fyrir framan og getur bruðgist við því.

Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.

GERÐIR MEÐ ÞESSA TÆKNI

UX
UX Comfort
Frá 9.670.000 kr.
NX
NX Comfort
Frá 11.590.000 kr.
ES
ES Comfort
Frá 10.490.000 kr.
LS
LS EXE Sedan 4 dyra (LWB)
Frá 28.360.000 kr.
LC
LC Sport + Coupe 2 dyra
Frá 26.450.000 kr.

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?model=ct%2Crxl%2Cnx%2Cis%2Crc%2Crf%2Ces%2Cll%2Cls%2Cux