1. Kynntu þér Lexus
  2. Öryggi
  3. Lexus bílastæðaaðstoð
Lexus á Íslandi
 

HÁÞRÓUÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Að leggja í stæði hefur sérstakar hættur í för með sér, enda verða margir árekstrar þegar bílum er lagt á litlum hraða. Lexus-bílastæðaaðstoðin er hönnuð til þess að vernda bílinn þinn og aðra vegfarendur frá öllum hliðum með því að vara þig við hættum um leið og þeirra verður vart og gera þér kleift að bregðast skjótar við þeim.

Lexus býður upp á margvíslega eiginleika sem saman veita ökumönnum fullkomna aðstoð við að leggja í stæði. Hljóðsjá greinir hindranir í grennd við ökutækið og bílastæðaaðstoðin gerir ökumanninum viðvart með hljóðmerki og sýnir staðsetningu hindrunarinnar á fjölnota upplýsingaskjánum og miðjuskjánum.

Umferðarskynjarinn að aftan verndar þig fyrir ökutækjum sem nálgast aftan frá með því að gefa frá sér hljóðmerki þegar bílar eru á ferðinni. Auk þess er mögulega hættan sýnd á miðjuskjánum og gefin til kynna í viðkomandi hliðarspegli.

Hemill bílastæðaaðstoðarinnar (PKSB) er viðbót við mynd- og hljóðmerkin sem bílastæðaaðstoðin og umferðarskynjarinn að aftan gefur frá sér. Með honum er ökumönnum auðveldað að nema staðar þegar árekstur er yfirvofandi. Hljóðsjá er notuð til að greina hindranir í nágrenni ökutækisins og við lítinn hraða er notast við átaksstýringu og aukið hemlunarafl þegar þess er þörf.

Hemillinn greinir allar hindranir á stóru svæði umhverfis ökutækið svo ökumaðurinn þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur þegar hann leggur. Ef vart verður við kyrra hluti, svo sem vegg, að aftan eða framan er ökumanni gert viðvart með hljóðmerki, hættan er sýnd og hemlunarátaki er beitt. Ef umferðarskynjarinn að aftan greinir hindrun er ökumanni gert viðvart og tilraun er gerð til að stöðva bílinn til að koma í veg fyrir árekstur.

Í nýjustu gerðum er einnig bílastæðahemlun þar sem notast er við bakkmyndavélina til að greina mögulegar hættur fyrir aftan bílinn. Þegar kerfið verður vart við gangandi vegfaranda fyrir aftan bílinn er ökumanni gert viðvart með hljóð- og myndmerkjum á hljóðsjárskjánum svo hann geti metið hættuna. Ef gangandi vegfarandinn er nógu nálægt til að hætta sé á slysi er átaksstýringu og hemlunarátaki beitt sjálfkrafa.

Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.

GERÐIR MEÐ ÞESSUM TÆKNIBÚNAÐI

LS
LS EXE Sedan 4 dyra (LWB)
Frá 28.360.000 kr.

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?model=ls