Verðu ökutækið þitt fyrir umferð á hvaða fjölförnu gatnamótum sem er. Umferðarskynjari að framan greinir bæði ökutæki og reiðhjól sem aka fyrir framan bílinn og lætur ökumanninn vita á sjónlínuskjánum, en sendir svo frá sér viðvörunarhljóð ef árekstur virðist í aðsigi.
Umferðarskynjarinn að framan notast við hliðarratsjá til að nema bíla og reiðhjól í allt að 50 metra fjarlægð. Byltingarkennd tækni er notuð til að senda viðvörun um staðsetningu annarra ökutækja á sjónlínuskjáinn 2 til 4 sekúndum áður en farið er yfir gatnamótin.
Ef ökumaðurinn heldur áfram að nálgast ökutæki sem aka í veg fyrir bílinn hljóma viðvörunarmerki svo ökumaðurinn geti stöðvað bílinn í tæka tíð. Hægt er að stilla næmni umferðarskynjarans á þrjú mismandi fjarlægðarstig svo hann eigi sem best við aksturslag þitt.
Þetta gerir þér kleift að fara yfir fjölfarin gatnamót fljótt og örugglega og fylgjast grannt með því sem er í námunda við bílinn þinn. Í miklum umferðarþunga, að næturlagi eða við önnur skilyrði þar sem útsýni er takmarkað gerir umferðarskynjarinn þér viðvart um nálæg reiðhjól eða bíla.
Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.