Lexus á Íslandi

RATSJÁRHRAÐASTILLIR (DRCC)

 

RATSJÁRHRAÐASTILLIR (DRCC)

Til að tryggja hámarksöryggi þegar ekið er á stöðugum hraða þarf ökutækið að geta brugðist við umhverfi sínu. Ratsjárhraðastillirinn tryggir að þú haldir alltaf nægri fjarlægð frá ökutækjum fyrir framan þig með því að hægja á bílnum áður en árekstur getur orðið.

Með radarmæli á grillinu og myndavél í bílnum nemur ratsjárhraðastillirinn ökutæki framundan sem fara á minni hraða. Þegar vart verður við fyrirstöðu hægir bíllinn þinn sjálfkrafa á sér án þess að það slokkni á hraðastillingunni. Ef það dugir ekki að hægja á bílnum til að koma í veg fyrir árekstur bremsar ratsjárhraðastillirinn og tekur svo af stað aftur og nær fyrri hraða þegar hinn bíllinn er farinn framhjá.

Ratsjárhraðastillirinn stuðlar að þægilegri bílferð við margvísleg akstursskilyrði. Ratsjárhraðastillir fyrir mikinn hraða hentar fullkomlega fyrir akstur á þjóðvegum en ratsjárhraðastillir fyrir allan hraða virkar þótt ekið sé á undir 40 km hraða og getur þannig aukið hugarró þeirra sem aka í mikilli umferðarteppu.

Ratsjárhraðastillirinn dregur úr álaginu sem fylgir því að halda stöðugri fjarlægð frá næsta bíl, ekki síst í borgarumferð og þar sem óvænt umferð getur hindrað för þína.

Í gagnvirku sýnikennslunni má sjá hvernig ratsjárhraðastillirinn virkar

Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.

GERÐIR MEÐ ÞESSUM TÆKNIBÚNAÐI

UX
UX Comfort
Frá 9.670.000 kr.
NX
NX Comfort
Frá 11.590.000 kr.
ES
ES Comfort
Frá 10.490.000 kr.
LS
LS EXE Sedan 4 dyra (LWB)
Frá 28.360.000 kr.
LC
LC Sport + Coupe 2 dyra
Frá 26.450.000 kr.

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?model=ct%2Crxl%2Cnx%2Cis%2Crc%2Crf%2Ces%2Cll%2Cls%2Cux