Lexus logo
SCROLL TO CONTINUE

LEXUS SAFETY SYSTEM+ A

UPPLIFÐU AKSTURSÖRYGGI Í HVERRI FERÐ

Mannssjónin er ótrúleg. En hún hefur sín takmörk og hana er hægt að blekkja með sjónbrellum. Kynntu þér hvernig Lexus Safety System Plus er hannað til að styrkja skilningarvitin þín þegar þú situr undir stýri. Snjöll aðstoð fyrir skýra sýn og öruggan akstur.

AUGNABLIK

Skynjun er hægt að bjaga
með sjónvillum

þar sem samsíða línur virðast beygjast

en á vegum úti

heldur Lexus þér á akreininni

LDA-AKREINASKYNJARI OG AKREINASTÝRING

TRAUSTUR Á VELLI

Jafnvel einbeittustu ökumenn geta misst athyglina. Ef þú byrjar að reika út af akreininni þinni grípur LDA akreinaskynjarinn inn í til að halda þér á réttri braut. Stýrið titrar örlítið og látlaust hljóð og ljós ráðleggja þér að rétta þig af. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, sérstaklega á þjóðvegum og á löngum ferðalögum.

FREKARI UPPLÝSINGAR

STÝRÐ STEFNA

Snjallmyndavél greinir hvítar og gular akreinamerkingar. Ef þú ferð af leið er hljóðræn og sjónræn viðvörun virkjuð sjálfkrafa. Þú getur einnig valið að láta akreinaskynjarann gefa þér örlitla mótstöðu í stýri til að stýra þér mjúklega aftur inn á akreinina.

Þessir eiginleikar, sem eru viðbragðsskjótir og eftirtektarsamir, vinna saman að því að styrkja aksturseinbeitingu í lengri tíma. Stýringin verður auðveldari. LDA akreinaskynjarinn og akreinastýringin veita sjón þinni áreiðanlegan stuðning öllum stundum.

BACK TO EXPERIENCE

Að næturlagi

geta kraftmikil háljós

eins og dansandi deplarnir í þessari skynvillu

blindað aðra ökumenn

Lexus beinir þessu endurskini sjálfkrafa í burtu

SJÁLFVIRKT HÁLJÓSAKERFI OG STILLANLEGT HÁLJÓSAKERFI

LJÓSAKERFI
SEM VIRKAR

Akstur í myrkri er spennandi upplifun fyrir skynfærin sem býður upp á nýjar áskoranir. Eiginleikar bílsins styrkja sjón þína og halda þér og ökumönnunum í kringum þig öruggum. Sjálfvirkt háljósakerfi kveikir og slekkur á sér sjálfkrafa þegar þörf er á. Stillanlegt háljósakerfi færir þetta upp á næsta stig þar sem það skyggir á aðalljósin þegar ökutæki nálgast á meðan svæðin í kringum bílinn haldast upplýst.

FREKARI UPPLÝSINGAR

ÖRYGGI AÐ NÆTURLAGI

Sjálfvirka háljósakerfið notar snjallskynjara til að vera nokkrum skrefum á undan og leitar að og sér það sem augu þín greina ekki samstundis. Myndavélar á framrúðunni greina skjótt bæði aðalljós á bílum sem nálgast og afturljós fyrir framan þig og skipta sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna.

Stillanlega háljósakerfið lýsir upp veginn en heldur ökutækjum í skugga. Myndavél fylgist með hreyfingu bílsins til að tryggja nákvæma skyggingu. Bæði kerfin bæta náttúrulega sjón þína og tryggja að aðrir ökumenn blindist ekki. Minni hætta er á árekstri. Þegar sólin sest er sjón þín studd.

BACK TO EXPERIENCE

Fullkomið skyggni er ekki alltaf í boði

sjónlína þín getur færst til

og afhjúpað dulda hættu

svo Lexus fylgist með þessum svæðum fyrir þig

BLINDSVÆÐISSKYNJARI

SKÝRARI
SÝN

Erfitt er að vera með fullkomna jaðarsjón svo blindsvæðisskynjarinn veitir þér þann stuðning sem þig vantar. Skynjarinn er hannaður til að greina ökutæki á aðliggjandi akreinum og varar þig við þegar annar ökumaður er nærri. Haltu ró þinni og skiptu um akreinar af öryggi.

FREKARI UPPLÝSINGAR

EIGÐU VON Á ÖÐRUM ÖKUMÖNNUM

Blindsvæðisskynjarinn er knúinn af snjallskynjurum sem fylgjast með veginum fyrir þína hönd og kanna svæði sem þú ættir annars erfitt með að sjá. Hann sannar gildi sitt þegar þú skiptir um akrein og tryggir að bílar á blindsvæðinu fari ekki fram hjá þér.

Hann kemur einnig að góðum notum þegar lagt er í stæði. Hemlakerfi með umferðarskynjara að aftan aðstoðar þig við aksturinn með því að láta þig vita af öllum ökutækjum sem nálgast, frá hvorri hlið. Ef það skynjar árekstur aðstoðar það þig með því að hemla. Með skýrara og breiðara sjónsvið ertu fljótari að bregðast við óvæntum uppákomum.

BACK TO EXPERIENCE

Sjón okkar þróaðist til að meta fjarlægðir

en hana er hægt að blekkja

báðar láréttu línurnar

eru jafnlangar

Lexus styður við fjarlægðarskyn þitt

og lagar hraða þinn að umferðinni fyrir framan

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR OG ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI

EKIÐ AF
ÖRYGGI

Dómgreind manna er styrkt í samvinnu við snjöll aksturskerfi. Sjálfvirkur hraðastillir ákvarðar fjarlægðina á milli þín og ökutækjanna fyrir framan þig og stillir hraðann í samræmi við það á meðan árekstrarviðvörunarkerfið greinir öll ökutæki og hindranir fram undan. Öryggiskerfið varar þig við ef líkur eru á árekstri og hemlar sjálfkrafa ef þú hefur ekki brugðist við. Þú getur keyrt af öryggi þar sem óvissuþáttunum er fækkað.

FREKARI UPPLÝSINGAR

SLAPPAÐU AF Á LÖNGUM FERÐALÖGUM

Sjálfvirki hraðastillirinn og árekstrarviðvörnunarkerfið nota radarmæli til að kanna veginn. Hraðinn er sérstilltur – honum er stjórnað innan forstillts sviðs til að samsvara hraða annarra ökumanna. Þú færð viðvörun ef árekstur er yfirvofandi og þegar bíllinn telur árekstur óhjákvæmilegan hemlar hann sjálfkrafa.

Með sjálfvirkan hraðastilli og árekstraröryggiskerfi þér til aðstoðar geturðu treyst á að þú hafir góða yfirsýn yfir allan veginn. Þú þreytist minna á langkeyrslu og þarft örsjaldan að hemla skyndilega. Hafðu minni áhyggjur og njóttu hugarróar á öllum ferðalögum.

BACK TO EXPERIENCE

SJÁÐU FYRIR ÞÉR ÖRYGGI FRAMTÍÐARINNAR

VEGURINN FRAMUNDAN

Fyrsti Lexus LS kom á markað fyrir 28 árum. Hann skilgreindi munað upp á nýtt og hlaut einróma lof fyrir afköst, mýkt, hljóðlátan akstur, gæðasmíði og áreiðanleika.

Nýji LS fyrir árið 2018 er ætlað að umbylta markaðnum á ný. Lexus Safety System+ er búið nýrri og framúrskarandi tækni, þar á meðal er fyrsta greiningarkerfið í heimi sem skynjar gangandi vegfarendur. Þessi bíll boðar nýja tíma í aðstoðarbúnaði fyrir ökumann.

FRAMTÍÐ ÖRYGGISTÆKNINNAR

NÝR LS

HÁÞRÓUÐ MEÐVITUND

Framúrskarandi akstursöryggiskerfi gera LS meðvitaðri um umhverfi sitt og bjóða ökumanninum upp á snjallstuðning. Fjölstefnuskynjarar í kringum bílinn, þar með talið tvírása myndavélar, fylgjast með aðstæðum öllum stundum, til dæmis þegar lagt er í stæði og til að forðast árekstur.

Þessi meðvitund veitir kerfinu fyrir greiningu gangandi vegfarenda upplýsingar, en það vinnur með fyrstu virku stýrisaðstoð sinnar tegundar í heiminum. Ef kerfið greinir gangandi vegfaranda á veginum fram undan og árekstur er yfirvofandi hemlar það sjálfkrafa og sveigir fram hjá vegfarandanum án þess að fara út af akreininni. Ökumanninum er gert viðvart á 24” sjónlínuskjánum, þeim stærsta í heimi, sem heldur ökumanninum stöðugt upplýstum á veginum.

THE NEW LS

LEXUS CODRIVE

Lexus CoDrive offers high-level driving support in the new LS, intelligently reading your intentions while you’re driving to provide steering control. The enhanced system adds Lane Tracing Assist (LTA) to Dynamic Cruise Control, delivering seamless support for motorway driving.

By monitoring the path of the vehicle ahead, LTA keeps you on the right track, even when lane marking cannot be recognized by traditional camera systems. The result? Intuitive yet discreet driving assistance, with confidence as standard.

KYNNTU ÞÉR NÝJA LS-BÍLINN NÁNAR

ÞINN LEXUS, ÞÍNIR EIGINLEIKAR

ÖRYGGISATRIÐI LEXUS

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

PLEASE INCREASE THE SIZE OF YOUR BROWSER WINDOW