1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
  3. Premium specification
Lexus á Íslandi
 

FULLKOMINN HLJÓMBURÐUR

Allir Lexus bílar eru búnir nýjustu tækni sem einkennist af áherslu á gæði. Við leitumst við að bæta alla þætti akstursupplifunar.

FULLKOMNASTA TÆKNI ER STAÐLABÚNAÐUR

Í öllum bílunum okkar finnurðu háþróaðar nýjungar. Við höfum tryggt að þær eru í fullkomnustu gæðum svo að upplifun þín verði með sem besta móti. Frá íburðarmiklu innanrými til snjallra öryggiskerfa á borð við LSS+. Tækni og gæði fara saman hönd í hönd í öllu því sem við sköpum.

 

AUKNIR VALKOSTIR

Mikið af bestu eiginleikunum eru staðalbúnaður en þú getur einnig valið á milli nýjunga í afþreyingu, loftræstingu og öryggiskerfum. Útkoman? Tilfinning um fágun í hvert sinn sem sest er undir stýri.

Þú hefur fulla stjórn á meðan þú ekur. Með því einu að ýta á hnappa í mælaborðinu geturðu breytt og bætt umhverfi þitt eins og þér hentar.

FULLKOMINN HLJÓMBURÐUR

Við eigum í samstarfi við hljómtækjaframleiðandann Mark Levinson® um að þróa hljómtæki sem færa afþreyingu í bílum á nýtt stig.

Náið samráð var haft við Mark Levinson® í öllu ferlinu. Fulltrúar þeirra voru með í ráðum allt frá því að fyrsta hugmyndin um bílinn kom fram og út alla þróunina til að tryggja að hljómburðurinn inni í bílnum væri með sem bestu móti. Staðsetning hátalara og samstilling þeirra er algjörlega sniðin að umhverfinu í innanrýminu.

FULLKOMINN SKÝRLEIKI

Lexus og Mark Levinson® hafa sameinast í leitinni að hinum fullkomna hljómburði. Við erum óstöðvandi í þeirri leit og við höfum unnið með tækni sem bætir stafrænt þjappaðar rásir.

Í Harman Clari-Fi® kerfinu greina forkóðaðir algóritmar hljóðmerki í rauntíma og skipta óskýrleika í stafrænu rásunum út þannig að spilunin verður mun ánægjulegri. Þegar þú hefur hlustað á tónlist í Lexus er ólíklegt að þú látir bjóða þér nokkuð annað.