1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
  3. Premium specification
Lexus á Íslandi
 

FULLKOMINN BÚNAÐUR

Allir Lexus bílar eru búnir nýjustu tækni sem einkennist af áherslu á gæði. Við leitumst við að bæta alla þætti akstursupplifunar.

FULLKOMNASTA TÆKNI ER STAÐLABÚNAÐUR

Í öllum bílunum okkar finnurðu háþróaðar nýjungar. Við höfum tryggt að þær eru í fullkomnustu gæðum svo að upplifun þín verði með sem besta móti. Frá íburðarmiklu innanrými til snjallra öryggiskerfa á borð við LSS+. Tækni og gæði fara saman hönd í hönd í öllu því sem við sköpum.

 

AUKNIR VALKOSTIR

Mikið af bestu eiginleikunum eru staðalbúnaður en þú getur einnig valið á milli nýjunga í afþreyingu, loftræstingu og öryggiskerfum. Útkoman? Tilfinning um fágun í hvert sinn sem sest er undir stýri.

Þú hefur fulla stjórn á meðan þú ekur. Með því einu að ýta á hnappa í mælaborðinu geturðu breytt og bætt umhverfi þitt eins og þér hentar.

FULLKOMINN HLJÓMBURÐUR

Við eigum í samstarfi við hljómtækjaframleiðandann Mark Levinson® um að þróa hljómtæki sem færa afþreyingu í bílum á nýtt stig.

Náið samráð var haft við Mark Levinson® í öllu ferlinu. Fulltrúar þeirra voru með í ráðum allt frá því að fyrsta hugmyndin um bílinn kom fram og út alla þróunina til að tryggja að hljómburðurinn inni í bílnum væri með sem bestu móti. Staðsetning hátalara og samstilling þeirra er algjörlega sniðin að umhverfinu í innanrýminu.

FULLKOMINN SKÝRLEIKI

Lexus og Mark Levinson® hafa sameinast í leitinni að hinum fullkomna hljómburði. Við erum óstöðvandi í þeirri leit og við höfum unnið með tækni sem bætir stafrænt þjappaðar rásir.

Í Harman Clari-Fi® kerfinu greina forkóðaðir algóritmar hljóðmerki í rauntíma og skipta óskýrleika í stafrænu rásunum út þannig að spilunin verður mun ánægjulegri. Þegar þú hefur hlustað á tónlist í Lexus er ólíklegt að þú látir bjóða þér nokkuð annað.

BETRA ANDRÚMSLOFT

Andrúmsloftið er ekkert sem hönd er á festandi. En það skiptir samt máli. Það skiptir okkur öllu máli og þess vegna höfum við notað hina verðlaunuðu Nanoe® tækni, sem fylgist með minnstu smáatriðum á loftgæðum í innanrýminu. Með því að taka skrefið lengra hvað varðar loftræstingu tryggir þessi nýjung bestu aðstæður öllum stundum.

ENDURNÆRÐ Á ÁFANGASTAÐ

Hin glæsilega Nanoe® tækni er ekki bara loftræstikerfi. Hún viðheldur líka ákjósanlegasta rakastigi.

Ólíkt öðrum kerfum sem kunna að þurrka húðina eða augun tryggir Nanoe® að ökumaður og farþegar komast á leiðarenda endurnærðir eftir að hafa notið bestu aðstæðna alla leiðina.

AKSTURSÖRYGGI

Ímyndaðu þér að bíllinn þinn hefði skilningarvit eins og þú, nema enn öflugri. LLS+ öryggiskerfið gerir það að veruleika. Kerfið er búið fjölda eiginleika og vinnur á snjallan hátt við að bæta skynjun þína þannig að þú getir slappað af og ekið af öryggi. Í hinum nýja LS er þessi tækni færð enn lengra sem gefur til kynna hvernig framtíðin lítur út í öryggismálum hjá Lexus.

SNJÖLL AÐSTOÐ

Lexus-bílarnir eru í stöðugri þróun og verða sífellt meðvitaðri um umhverfi þitt. Þeir geta greint nokkur skref framundan og komið í veg fyrir árekstur og varið þig og farþega þína sem og gangandi vegfarendur.

Það ert samt alltaf þú sem ert við stjórnvölinn. Kerfin okkar grípa aðeins inn í og veita aðstoð þegar þess gerist þörf. Megnið af tímanum vinnur það bara hljóðlega í bakgrunninum og er óþreytandi við að efla og auka öryggi þitt.

HELSTU TÆKNILAUSNIR

Lexus bílarnir eru búnir fullkomnustu tækni. Það skiptir ekki máli hvað bíl þú velur, þeir eru allir búnir snjöllum lausnum sem ætlað er að veita þér sem mest þægindi, skemmtun og öryggi. Margar þeirra eru staðalbúnaður og svo má velja um fjölda aukabúnaðar sem hentar þínum þörfum. Hin fullkomna samsetning bíður þín.

POST https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/model-filter-results/is/is

Read timed out