KNÚINN AF HUGSJÓN, FULLKOMNAÐUR Á KAPPAKSTURSBRAUTINNI
F hugmyndafræðin sameinar kappaksturstækni, nákvæma smíði og – það sem mestu máli skiptir – ástríðu fyrir að fanga tæra og ómengaða akstursupplifun. Kynntu þér F gerðirnar.
F hugmyndafræðin sameinar kappaksturstækni, nákvæma smíði og – það sem mestu máli skiptir – ástríðu fyrir að fanga tæra og ómengaða akstursupplifun. Kynntu þér F gerðirnar.
Sumir hafa lýst nýjum RC F sem stórkostlegasta öfluga fjögurra sæta bíl sem framleiddur hefur verið. Öðrum finnst það vægt til orða tekið, hér sé einfaldlega um að ræða óviðjafnanlegt afrek í þróun afkastagetu, allt frá toppi til táar. Hvernig sem reynt er að lýsa RC F munu orð hins vegar aldrei undirbúa þig undir þá rússíbanareið tilfinninga og upplifunar sem bíður þín.
Um leið og þú sest inn í sérhannað stjórnrýmið sérðu hvernig hvert einasta smáatriði er hannað til að tengja þig við bílinn og sportlega eiginleika hans.