1. Kynntu þér Lexus
  2. Afköst
  3. F hugmyndafræðin
Lexus á Íslandi
 

„F“-HUGMYNDAFRÆÐI

Hjá okkur snúast afköst um svo mikið meira en afl bílsins. Þau snúast um ómengaða upplifun: líkamlega og tilfinningalega.

ÁSTRÍÐA FYRIR AFKÖSTUM

Við leggjum höfuðáherslu á að skapa ógleymanlega upplifun. Upplifun sem örvar skynfærin og ástríðuna, eykur færni ökumannsins og skapar tengingu á milli hans, bíls og vegar. Við köllum þessa nálgun F hugmyndafræðina. Hennar vegna upplifir þú tæra og ómengaða akstursánægju í hvert skipti sem þú sest upp í bíl af F gerð frá Lexus.

FÆDDUR Á KAPPAKSTURSBRAUTINNI

Hvernig skaparðu bíla sem bjóða upp á einstaka og æsilega akstursupplifun? Þú þróar þá og fínstillir á kappakstursbrautinni. Við prófum bílana okkar á sömu stöðum og hetjur kappakstursins hafa komið hjörtum til að slá hraðar, slegið met og unnið sigra.

 

FUJI SPEEDWAY OG NÜRBURGRING

Stærstur hluti prófana okkar fer fram á hinni margrómuðu japönsku kappakstursbraut Fuji Speedway. Frá þessari einni erfiðustu kappakstursbraut heims er „F-ið“ í „F“ hugmyndafræðinni dregið.

Prófanir fara einnig fram í Evrópu, nánar tiltekið á hinni frægu kappakstursbraut Nürburgring í Þýskalandi. Nürburgring Edition útfærslan af LFA var framleiddur til heiðurs þeirri braut. Einstakur bíll og einstaklega fágætur. Aðeins voru framleidd 50 eintök.

Nýi Lexus LC sportbíllinn var einnig fyrst kynntur til sögunnar í hinum víðfræga sólarhringskappakstri á Nürburgring. Hann kom fyrst fyrir augu almennings í hópakstrinum fyrir keppnina.

ÖKUMEISTARINN

Hjá Lexus er litið á akstursprófanir sem eftirsóknarverðan hæfileika og listform. Hjá okkur eru þær undirstaða afkastanna. Prófanirnar tengjast handverkinu sterkum böndum og fara fram undir umsjá Takumi meistara okkar.

Akio Toyoda, forstjóri Lexus, er einnig ökumeistarinn okkar, sem sýnir hversu mikilvægu hlutverki akstursprófanir gegna hjá okkur. Hann sest undir stýri hverrar einustu gerðar og hefur lokaorðið um hvort afköstin séu ásættanleg. Í meginatriðum einbeitir hann sér að þeirri andlegu upplifun sem bíllinn skilar. Hreyfir bíllinn við honum og kemur hann til með að hreyfa við þér?

KRAFTMIKIL ARFLEIFÐ

Lexus LFA er ofurbíll í öllum skilningi þess orðs. Hann heldur í heiðri og eykur við arfleifð okkar í nýsköpun á kappakstursbrautinni. Bíllinn er fullkomið dæmi um metnaðarfulla sýn sem útfærð er á fullkominn máta og hann endurspeglar vott af „brjálæði“ í ástríðu okkar sem knýr okkur til að reyna á mörk hins mögulega.

Í LFA upplifir þú ómengaða útfærslu á löngun okkar til að skapa hina fullkomnu tengingu milli bíls og ökumanns. Byltingarkenndur andi og eiginleikar bílsins hafa einnig mikil áhrif á hönnun annarra bíla okkar, þar á meðal F gerðirnar. Nýjungar í LFA rata áður en langt um líður í hina bílana okkar. Við leitumst við að bjóða upp á bestu og æsilegustu afköstin yfir alla Lexus línuna. Af þeim sökum höfum við valið kappakstursbrautina sem tilraunastofu fyrir F gerðirnar.

GEGNHEIL AFKÖST

Við leitumst við að bjóða upp á bestu og æsilegustu afköstin yfir alla Lexus línuna. Af þeim sökum höfum við valið kappakstursbrautina sem tilraunastofu fyrir F gerðirnar.