1. Kynntu þér Lexus
  2. Takumi meistarar
Lexus á Íslandi
 

TAKUMI MEISTARAR

Hin forna japanska hugmynd um „Takumi“ er nátengd öllu sem við gerum. Takumi handverksmeistarar okkar eru gæslumenn listrænnar hugmyndafræði. Þeir glæða hvern einasta þátt hönnunar og þróunar hjá Lexus látlausri mannlegri áferð.

SÉRÞEKKING SEM HEFUR SANNAÐ SIG

Takumi handverksmeistarar Lexus – eða einfaldlega „Takumi“ – búa yfir magnaðri blöndu hæfni og ástríðu. Þeir eru þrautþjálfaðir og með afar næmt auga fyrir smáatriðum. Þeir hætta ekki fyrr en þeir hafa náð markmiði sínu, fullkomnun. Hver og einn þeirra einbeitir sér að ákveðnu atriði í smíðaferlinu. Þeir vinna að markmiði sínu af ástríðu og eldmóði. Aðeins 19 Takumi eru meðal 7700 starfsmanna Miyata Lexus verksmiðjunnar í Kyushi. Þetta er sú staða í hönnunarteymi okkar sem nýtur mestrar virðingar.

EINSTÖK HÆFNI

Hver Takumi hefur að minnsta kosti 25 ára reynslu á sínu sviði. Þekking þeirra er engu lík og ber vott um áralanga reynslu og fágað innsæi.

Um leið og þeir vinna í sífellu að því að bæta sérþekkingu sína deila þeir henni með öðrum. Hlutverk Takumi sem leiðtoga síns hóps er að halda í heiðri hefðir Lexus, hlúa að nýjum hæfileikum og framsæknum hugmyndum, deila sérþekkingu sinni og ganga úr skugga um að hvert einasta smáatriði í hverjum einasta Lexus sé í fullkomnu lagi.

HANDVERKIÐ PRÓFAÐ

EINSTÖK HÆFNI

Takumi eru þrautþjálfaðir í nýjustu tækni og gegna lykilhlutverki í þróun hennar. Stór hluti hinna rómuðu hæfileika þeirra er þó mun eldri en tæknin sem þeir vinna með.

Geysinæmt snertiskyn Takumi er goðsagnakennt. Hendur þeirra eru verðmætustu verkfærin. Með höndum sínum, klæddum snjóhvítum hönskum, leita þeir eftir minnstu göllum þar sem hver millimetri skiptir máli. Þannig tryggja þeir yfirburðagæði.

HRAÐI OG NÁKVÆMNI

Til að verða Takumi þurfa umsækjendur að ganga í gegnum ýmiss konar mat. Eitt prófið er byggt á japanskri hefð og snýst algerlega um mátt snertingarinnar. Þar er origami listin í forgrunni, þar sem pappír er brotinn saman til að mynda ýmis form.

Takumi umsækjendur þurfa að búa til fremur einfaldan origami kött. Þeir verða hins vegar að gera hann með annarri hendi – þeirri víkjandi – og verða að ljúka verkinu á innan við 90 sekúndum.

FRÁ MANNSHENDI TIL VÉLAR

Sérþekking Takumi tryggir smíði og frágang sem fer fram úr öllum væntingum. Mannleg nálgun og trú á fullkomnun eru eftirsóttir eiginleikar sem við búum yfir í ríkum mæli og hafa skapað okkur virðingu í bílaiðnaðinum. Í dag hafa margar vélrænar aðgerðir Lexus verið forritaðar með Takumi aðferðum. Þetta snýst ekki um að vélarnar fari fram úr handunnum gæðum. Það snýst frekar um að hinir frábæru handverksmeistarar okkar hlúi að tækninni og komi þekkingu sinni áfram. Útkoman? Sjálfvirkni með listrænum hætti.

LISTRÆN SAMVINNA

Takumi er drifkrafturinn á bak við handverk Lexus, yfirburðagæði og nostursamlega hönnun. Við vitum einnig að samstarf við fleiri meistara gerir okkur kleift að skila enn betri gæðum. Við sækjumst eftir hönnuðum sem veita okkur innblástur og deila gildum okkar.

Með slíkri samvinnu verður hönnun Lexus einstök – ótrúlegt fagurfræðilegt afrek sem þú finnur hvergi annars staðar. Glæsilegt innanrými hins margrómaða LS er gott dæmi um þetta.

TÆKNILEG NÝSKÖPUN

Mikilvægi mannlegrar snertingar verður seint ofmetið. Um leið færa tækninýjungar gæðasmíði Lexus í nýjar hæðir. Tækni sem áður hefur verið notuð nýtur góðs af og einnig skapast möguleiki á að nýta óhefðbundin efni.

Við hönnun nýja Lexus RX bílsins unnum við með hinum virtu hljóðfærasmiðum Yamaha í því skyni að gera innanrými bílsins glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Með því að nota sömu laserskurðartækni og notuð er við smíði vönduðustu hljóðfæra tókst okkur að útbúa hárnákvæmar viðarklæðningar.