1. Kynntu þér Lexus
  2. Afköst
  3. Akstursíþrótir
Lexus á Íslandi
 

AKSTURSÍÞRÓTTIR

Til að átta sig á einstakri áherslu Lexus á afköst á pari við keppnisbíla þarf að horfa til ofurbílanna okkar og bíla sem við keppum á. Þar uppgötvarðu ótrúlega kraftmikinn akstur, sem til er kominn vegna þrotlausra prófana á kappakstursbrautinni.

INNBLÁSTUR FRÁ OFURBÍL

 

Áratugalöng leit okkar að hinum eina sanna ökumannsbíl gat af sér margrómaðan LFA ofurbílinn. Þar fer bíll sem setur ný viðmið þegar kemur að bílum með mikla afkastagetu. Við höfum einnig gert hann að fyrirmynd Lexus afkasta til framtíðar.

 

MARGRÓMAÐUR

LFA ofurbíllinn er hátindurinn í Lexus-afköstum og grunnurinn að F hugmyndafræðinni okkar. Bíllinn var kynntur til sögunnar á 41. alþjóðlegu bílasýningunni í Tókýó árið 2010 og er enn í dag í miklum metum.

Bíllinn er fágætur og eftirsóttur, enda voru aðeins 500 eintök framleidd. Eintökin voru fá en áhrifin mikil, því lofinu var hlaðið á bílinn innan bílaiðnaðarins. LFA hefur allt frá upphafi verið innblástur fyrir LC og aðrar F gerðir í Lexus línunni.

 

 

 

 

TILBÚINN, VIÐBÚINN ...

 

Keppnin er á fáum stöðum meiri en á kappakstursbrautinni, staðnum þar sem við fínstillum ofurbílana okkar. Þeir eru hannaðir til að gera liðum kleift að slá keppinautunum við í hraða eða öðrum þáttum afkastagetunnar.

 

SIGURFORMÚLA

Lexus var fyrsti asíski bílaframleiðandinn til að vinna VLN-þolaksturskeppni á Nürburgring Nordschleife. Frumgerð RC F GT3 sigraði VLN9-kappaksturinn 8. október 2016. Þessi ótrúlegi bíll er búinn nýstárlegum tæknilegum eiginleikum sem allir miða að því að ná sem mestu út úr 540 hestafla vélinni.

Framstuðarinn er sérsmíðaður til að draga úr loftviðnámi. Vindskeið að aftan er hástæð og breið til að tryggja nægan niðurþrýsting og ná þannig auknum stöðugleika og hraða í kröppustu beygjunum. Allt þetta og meira til gerir þetta að eftirsóknarverðum kappakstursbíl sem unun er að aka.

 

 

 

 

HRAÐSKREIÐUR MUNAÐUR

 

Þegar við ökum eftir kappakstursbrautinni eru öll skynfæri okkar virkjuð. Athyglin er alger og við greinum og lærum hvert einasta augnablik. Að því loknu flytjum við þessa innsýn okkar yfir í F gerðirnar og F SPORT útfærslurnar og útfærum þar. Útkoman? Fágaður og hressandi akstur í sportlegum bíl.

F GERÐIR

F gerðirnar okkar eru afkvæmi F hugmyndafræðinnar og bera áherslu okkar á ástríðu og afköst glöggt merki. Þegar þú sest undir stýrið er tilfinningin ólýsanleg.

 

F SPORT

Taktu uppáhalds Lexus gerðina þína og gefðu henni sportlegra útlit. F SPORT bílunum okkar er umbreytt með hönnunaruppfærslum bæði að innan og utan, auk þess sem fjöðrunin er fínstillt með eftirtektarverðum áhrifum.