1. Kynntu þér Lexus
  2. Afköst
  3. LC-500 sportbíllinn
Lexus á Íslandi
 

LEXUS LC SPORTBÍLL

LC er vendipunktur hvernig sem á það er litið. Hann markar nýtt upphaf hjá Lexus og ökumönnum okkar. Bíllinn er hannaður í fyrsta flokks loftviðnámsrannsóknarstofum okkar í Japan og býður upp á áður óþekkta aksturseiginleika, hvert sem förinni er heitið.

HANNAÐUR FYRIR NÝJA TÍMA

LC vakti strax mikla athygli innan iðnaðarins og hlaut verðskuldað lof þegar hann var kynntur til sögunnar á NAIAS bílasýningunni í Detroit 2016. Fjöldi teyma innan Lexus tók höndum saman við framleiðslu bíls sem sameinar fallega hönnun og óviðjafnanleg afköst. Fyrir utan ótrúlega aksturseiginleikana er þessi bíll afgerandi yfirlýsing um hvert Lexus stefnir.

FRÁ HUGMYND AÐ VERULEIKA

Í tilfelli LC er útfærsla hugmyndar í framleiðslu algerlega ný af nálinni. Lifandi hönnun er blandað við fyrsta flokks verkfræðilega kunnáttu til að skapa tæra akstursupplifun.

ÁÐUR ÓÞEKKTUR ÁRANGUR

Þetta er dæmi um framúrskarandi hugmynd sem útfærð er allt niður í minnstu smáatriði. Innblásturinn að LC er sóttur í verðlaunaðan LF-LC-hugmyndabíl sem kynntur var til sögunnar 2012 og afraksturinn slær út allar hefðir og væntingar innan geirans.

Verkfræðingar og hönnuðir Lexus lögðu nótt við nýtan dag við að gera LC að veruleika. Líkt og okkar víðfrægi LFA-ofurbíll er LC smíðaður af Takumi-handverksmeisturum. Bílaframleiðsla er köllun þeirra og áratugareynslan kemur fram í einstakri nákvæmni og þekkingu á fegurð sem á sitt í að setja ný og hærri markmið.

ÓVIÐJAFNANLEG AFKÖST

Sestu undir stýri í LC og upplifðu einstakan akstur í gegnum fjölda nýjunga. Íburðarmikill gæði bílsins eru eftirtektarverð, sérlega fáguð, hrífandi og flæðandi túlkun L-Finesse hönnunarhugmyndafræði okkar.

LC er einn af fyrstu bílunum sem að öllu leyti hafa verið þróaðir í loftviðnámsrannsóknarstofum okkar í Japan undir haukfránum augum Takumi meistara. Hann markar nýtt upphaf.

FJÖLÞREPA HYBRID KERFI

LC 500h er búinn nýrri Hybrid tækni frá Lexus. Hann gengur fyrir byltingarkenndu fjölþrepa Hybrid kerfi sem skilar skilvirku afli með lítilli mengun í útblæstri án þess að það komi niður á hrífandi og sportlegri akstursupplifuninni.

AFL NÝRRAR KYNSLÓÐAR

Kynntu þér næstu kynslóð hybrid-kerfa. Í fjölþrepa hybrid-kerfi LC er tvenns konar orka tvinnuð saman á hugvitssamlegan hátt. Bæði rafmagnsmótorinn og bensínvélin geta knúið bílinn hvort í sínu lagi. Þau geta einnig unnið saman þegar þess er þörf.

Niðurstaðan? Ótrúleg sparneytni, lítil mengun í útblæstri, spennandi akstursupplifun og mikil snerpa. Kerfið greinir akstursskilyrði og stjórnar afli eftir þörfum án þess að þú takir eftir nokkru. Þú getur líka tekið stjórnina með akstursstillingavalinu.

Fjölþrepa hybrid-kerfið býður upp á óendanlega sportlegra hybrid-kerfi. Fjögurra þrepa sjálfskipting hefur verið kynnt til sögunnar. Hún líkir eftir 10 gíra skiptingu sem ökumaður getur skipt á milli á fljótlegan hátt. Stígðu á inngjöfina til að upplifa snerpuna eða njóttu snjallrar sparneytni á minni hraða.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Smíði LC er sérstaklega vönduð til að tryggja óviðjafnanlega akstursupplifun. Við vitum að til að skila öflugum afköstum skiptir jafnvel minnsti íhlutur máli.

AKSTUR SEM Á SÉR ENGAN SINN LÍKA

Vélin í LC 500 er með tvöföldu inntaki. Þetta auðveldar loftun í kerfinu og býður upp á frábært vélarhljóð – sem tónlist í eyrum. Þessi „náttúrulega öndun“ vélarinnar fellur fullkomlega að þessum tveggja dyra sportbíl. Hún fellur að línulegu aflflæði bílsins, auðveldar stjórn og skilar hrífandi akstri.

Vinna okkar við að færa Lexus fram á veginn til framtíðar gat af sér algerlega nýja akstursupplifun. Eiginleikar og áferð LC er ólík nokkru því sem Lexus hefur áður gert.

SMÍÐAÐUR MEÐ LIPURÐ Í HUGA

Í hönnunarferli LC höfðum við skýrt markmið fyrir augum: Skarpari og fágaðri akstursupplifun. Lipur, léttur, öflugur.

Okkur langaði að bjóða upp á aksturseiginleika sem hæfa tveggja dyra lúxussportbíl um leið og þeir koma á óvart og hreyfa við ökumanninum. Ef þú hefur fengið tækifæri til að aka LC ættirðu að vita að við náðum þessu markmiði okkar.