1. Kynntu þér Lexus
  2. Afköst
  3. Akstursíþrótir
  4. Lexus RC F gt3
Lexus á Íslandi
 

RC F GT3 2017

Nýjar og spennandi áskoranir eru hluti af lífi framleiðanda Lexus.

Ein þessara áskorana er stöðug áhersla á fágun og endurbætur afkasta F gerðanna. Okkar trú er sú að með aukinni reynslu og sérþekkingu innan mismunandi akstursíþrótta getum við boðið ökumönnum Lexus upp á óviðjafnanlega akstursupplifun. Af þessum sökum leggjum við aukna áherslu á akstursíþróttirnar á árinu 2017 með RC F GT3.

Stefnan er ekki aðeins að ná langt í hverri keppni fyrir sig heldur viljum við einnig vekja upp ástríðu sístækkandi hóps keppnisáhugafólks.

RC F GT3 er með 5,4 lítra V8 vél og sex þrepa raðbundinni kappakstursskiptingu. Vélarhlíf, stuðarar, vindskeið að aftan, þak, hurðaklæðningar, loftbox vélarinnar og mælaborð eru úr koltrefjum, sem lækkar heildarþyngd niður í aðeins 1300 kg.

RC F GT3 hefur nú verið samþykktur innan FIA og mun taka þátt í meistarakeppnum í Bandaríkjunum og Japan, sem og völdum aksturskeppnum í Evrópu.

Í Bandaríkjunum höfum við afhent 3GT keppnisliðinu tvo Lexus RC F GT3 til að keppa á í GTD flokki IMSA WeatherTech SportsCar Championship Series keppninnar. Á sama tíma er LM corsa liðið að keppa á tveimur bílum í GT300 flokki Super GT Series-keppninnar.

Í Evrópu munu liðin Farnbacher Racing og Emil Frey Racing, liðin tvö sem kepptu á frumgerð RC F GT3 í VLN þolaksturskeppninni á síðasta ári, halda áfram þróunarvinnu sinni á þessu keppnistímabili með það að markmiði að keppa í hærri flokkum GT3 keppna í Evrópu í framtíðinni. Þau munu keppa í evrópskum keppnum 2017, þar á meðal völdum keppnum í International GT Open keppninni.

Á síðasta ári varð Lexus fyrsti asíski bílaframleiðandinn til að vinna VLN þolaksturskeppni á Nürburgring Nordschleife, á frumgerð RC F GT3, þar sem sigur í stigakeppninni náðist í VLN9 keppninni sem haldin var 8. október 2016.

Lexus náði einnig einstaklega góðum árangri á síðasta ári á RC F GT500, annarri keppnisbílsútfærslu á RC F. 2016 árgerð RC F GT500 bar höfuð og herðar yfir aðra bíla í Super GT keppninni í Japan á síðasta ári, undir stjórn ökumannanna Heikki Kovalainen og Kohei Hirate hjá Team SARD, sem vann bæði stigakeppni ökumanna og keppnisliða í GT500 flokknum.

Heiti ökutækis LEXUS RC F GT3
Vél 5,4 lítra V8
Afl 373+ kW (500+ DIN hö.)
Tog Á ekki við
Gírskipting 6 þrepa raðbundinn kappakstursgírkassi
Felgur 13x18 ft, 13 x 18 rr - miðlæsing 13 x 8 to. að framan og aftan með miðju

 

Hemlar járnsnúðar
Heildarlengd 4845 mm
Heildarbreidd 2030 mm
Heildarhæð 1270 mm
Hjólhaf 2730 mm
Eigin þyngd 1300 kg