1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
  3. Lexus Öryggi
Lexus á Íslandi
 

LEXUS ÖRYGGI

Við setjum öryggi þitt í forgang. Lexus Safety System + markar upphaf nýrrar aldar í forvörnum gegn slysum og er ætlað að forða þér, farþegum þínum og farþegum annarra ökutækja, sem og gangandi vegfarendum, frá hættu. Lexus Safety System + eykur akstursfærni þína, skerpir öll skilningarvitin og eflir sjálfstraustið á vegum úti.

UNDIRSTAÐA ÖRYGGIS

Allir vegir geta orðið ófyrirsjáanlegir, jafnvel færustu ökumönnum. Kynntu þér akstursöryggi og lærðu að nýta þér snjalllausnir sem við höfum sérhannað til að bregðast við algengustu orsökum slysa og tryggja öryggi þitt við allar hugsanlegar akstursaðstæður.

HÁÞRÓUÐ AKSTURSAÐSTOÐ

Lexus Safety System + er öryggiskerfi sem vinnur á snjallan hátt við að styðja þig og vernda, bæta skynjun og stuðla að sjálfsöryggi í akstri.

LEXUS SAFETY SYSTEM +

Lexus Safety System + er nýjasti áfanginn á leið okkar að öruggum akstri. Kerfið er afrakstur áratuga þróunar og hönnunar og að baki því liggja víðtækar rannsóknir á helstu orsökum slysa. Lexus Safety System + byggir á þremur lykilþáttum í forvörnum gegn slysum, árekstri að framanverðu, akstri út af akrein af vangá og slysum að kvöldi til, og notast er við fimm hugvitssamleg kerfi.

PCS-árekstrarviðvörunarkerfið greinir önnur ökutæki og gangandi vegfarendur framundan og varar ökumann við ef mikil hætta þykir á árekstri svo hann geti forðast hættuna. Ef ökumaðurinn nær ekki að bregðast tímanlega við beitir kerfið hemlum og stýriseftirliti til að draga úr áhrifum höggsins.

Frekari upplýsingar

LDA-kerfið hjálpar þér að halda bílnum á réttu akreininni með því að titra svolítið þegar bíllinn byrjar að rása og senda svo lágar hljóð- og ljósaviðvaranir til að koma þér blíðlega aftur á réttu brautina.

Frekari upplýsingar

Til að tryggja enn þýðari akstur á hraðbrautum, en líka í þyngri umferð og umferðarteppu, skaltu kveikja á ratsjárhraðastillinum og þá sér LDA-akreinaskynjarinn um að halda þér á miðri akreininni og að bíllinn rási sem allra minnst, jafnvel í beygjum.

Frekari upplýsingar

Sjálfvirka háljósakerfið er með sjálfvirkum skynjurum sem slökkva á háu ljósunum þegar annað ökutæki nálgast. Þetta gerir þér kleift að slaka á við akstur í myrkri án þess að blinda aðra ökumenn.

Frekari upplýsingar

Ratsjárhraðastillirinn gerir þér kleift að aka af stillingu á jöfnum hraða en halda um leið öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan. Ef bíllinn þinn virðist ætla hættulega nærri þeim næsta hægir kerfið á þér til að forðast árekstur.

Frekari upplýsingar

Umferðaskiltaaðstoðin les á öll umferðarskilti og sendir skilaboðin beint á upplýsingaskjáinn í bílnum. Þannig er tryggt að þú hefur aðgang að mikilvægum vegaupplýsingum á ferð.

Frekari upplýsingar

ÖRYGGISEIGINLEIKAR MEÐ AKSTURSAÐSTOÐ

Fær ökumaður þarf ævinlega að vera fullkomlega meðvitaður um umhverfi sitt, hvort sem verið er að leggja í halla eða undirbúa akreinaskipti. Lexus hefur þessa meginreglu að leiðarljósi og leitast við að skerpa skilningarvitin með hugvitssamlegum eiginleikum sem hámarka lipurð þína í akstri.

Nú þarf ekki lengur að takmarka útsýnið við sjónsvið ökumannsins. Blindsvæðisskynjarinn lætur ökumenn vita af öllum hindrunum sem eru hugsanlega ekki sýnilegar í baksýnisspeglum svo þeir hafi fulla yfirsýn yfir rýmið umhverfis bílinn og geti stýrt honum af fyllsta öryggi.

Frekari upplýsingar

Skelltu þér í hvaða stæði sem er, af öryggi og festu. Bílastæðaaðstoðin okkar ver bílinn þinn með því að skerpa skynjun þína á nánasta umhverfi, vara þig við hindrunum í rauntíma og auka hemlunarviðbragðið ef þess gerist þörf.

Frekari upplýsingar

Stillanlega háljósakerfið er viðbót við sjálfvirka háljósakerfið og notar myndavél sem staðsett er ofan á ökutækinu til að greina önnur ökutæki framundan og hámarka sjálfkrafa ljósdreifingu frá framljósunum þannig að ljósin lýsi upp veginn fyrir framan, en blindi ekki ökutækin á undan eða á móti. Tveggja þrepa stillanlegt háljósakerfi er enn þróaðri útgáfa af stillanlega háljósakerfinu og gerir kleift að stjórna ljóskeilunni af enn meiri nákvæmni.

Frekari upplýsingar

LEXUS SAFETY SYSTEM +A

Aldrei hefur verið stigið stærra skref í átt að nýjum heimi þar sem umferðarslys heyra sögunni til. Lexus Safety System +A er aðeins í boði fyrir Lexus LS og býður óviðjafnanlega akstursaðstoð. Hér er byggt á grunnstoðunum fimm í Lexus Safety System + og þetta háþróaðasta öryggiskerfi heims nýtir sér nýja og byltingarkennda tækni til að auka enn ánægjuna við aksturinn og draga úr hættunum sem fylgja.

Árekstarviðvörunarkerfi LEXUS LS hefur verið endurbætt með glænýrri tækni til að koma í veg fyrir árekstur, þar á meðal viðvörun um gangandi vegfarendur, virkri stýrisaðstoð og árekstraröryggiskerfi á framhliðum.

Frekari upplýsingar

Lexus CoDrive er kerfi sem styður við persónulegt aksturslag þitt. Kerfið er með ratsjárhraðastilli, umferðarskiltaaðstoð og umferðarskynjara að framan, en í LEXUS LS er líka aðstoð við akreinarakningu sem sér um að halda þér á réttri akrein á hvaða vegi sem er.

Frekari upplýsingar

Tvegga þrepa stillanlegt háljósakerfi felur í sér enn frekar þróun stillanlega háljósakerfisins og gerir kleift að stýra ljóskeilunni enn betur. Kerfið er með tvær raðir tuttugu og fjögurra LED-ljósa sem hreyfast hvert fyrir sig og gefur færi á að deyfa ljósið utan um ökutækið að framan en lýsa áfram á hluti eins og vegaskilti fyrir framan bílinn.

Frekari upplýsingar

Nálgastu öll gatnamót af öryggi. Þegar komið er að krossgötum metur umferðarskynjari á framhlið umferðarflæðið og gerir þér viðvart um þau ökutæki sem kunna að vera á leið í veg fyrir bílinn.

Frekari upplýsingar