blind spot monitor

AKSTURSAÐSTOÐ

SPEGILL FYRIR BLINDSVÆÐI

Blindsvæðisskynjarinn eykur snerpu þína undir stýri þannig að þú sért ávallt viðbúin(n) því sem að höndum ber. Blindsvæðisskynjarinn gefur þér nákvæma hugmynd um staðsetningu annarra ökutækja svo þú verðir meðvitaðri um umhverfið og getir skipt um akrein án vandkvæða.
Með aðstoð nákvæms radarmælis greinir blindsvæðisskynjarinn ökutæki á blindsvæði ökumanns allt að 60 metrum fyrir aftan hann á aðliggjandi akrein, auk þess að vara ökumanninn við ökutækjum sem nálgast aftan frá á miklum hraða. Þú veist því alltaf af öllum ökutækjum á ferð í nágrenni við þig.
Þegar ökumaður gefur til kynna að hann ætli að skipta um akrein lýsist upp svæði á hliðarspeglinum þar sem fyrirstaða er fyrir hendi, beint í sjónlínu ökumannsins. Þessi aukna yfirsýn eflir akstursgetu ökumannsins, róar hann og gerir hann öruggari, enda getur hann skipt um akrein á hárréttu augnabliki og veit alltaf af öllu því sem er umhverfis hann á veginum.

GERÐIR MEÐ ÞESSUM TÆKNIBÚNAÐI