2019 lexus safety system lane departure alert

LEXUS SAFETY SYSTEM +

LDA-AKREINASKYNJARI MEÐ AKREINARAKNINGU

Á langferðalögum og nýjum akstursleiðum þurfa ökumenn að halda fullkominni einbeitingu og þar kemur LDA-akreinaskynjarinn þeim til hjálpar. Á meðal þeirra nýjunga sem boðið er upp á til að skerpa einbeitingu ökumannsins og veita honum stöðugan stuðning við að halda sér á réttri akrein þegar ratsjárhraðastillirinn er virkur má nefna stýrisaðstoð, sveigjuviðvörun og endurbætta akreinastýringartækni.
Með því að nota myndavél ákvarðar LDA-akreinaskynjarinn stöðu ökutækisins gagnvart merkingunum á götunni. Ökumaður er því stöðugt meðvitaður um aðstæður og getur gripið til viðeigandi ráðstafana þegar þörf krefur.
LDA-akreinaskynjarinn veitir aukinn stuðning við erfiðar akstursaðstæður. Fyrsta merkið um þreytu eða einbeitingarskort ökumanns er að ökutækið fer að rása. Í Lexus-gerðum með sveigjuviðvörun er ökumaður varaður við, með hljóð- og myndmerkjum, áður en slys verður. Það er hægt að stilla hversu næm sveigjuviðvörunin er þannig að hún passi við aksturslagið þitt.
Stýrisaðstoðin eykur enn á öryggi við akstur með því að sveigja stefnu bílsins örlítið þegar stefnir í að hann rási yfir á aðra akrein. Akreinastýringin hefur verið endurbætt og uppfærð í næstu kynslóð þannig að bíllinn haldist á miðri akreininni og rási sem minnst, jafnvel í beygjum, þegar kveikt er á ratsjárhraðastillinum.
Þessir eiginleikar LDA-akreinaskynjarans minnka líkurnar á slysum vegna þreytu eða einbeitingarskorts, þegar augnabliksskortur á einbeitingu gæti annars reynst hættulegur. Viðvaranir úr kerfinu auðvelda ökumanninum að fara leiðar sinnar af stillingu og öryggi.
Fyrirvari: Notið ekki öryggiskerfi Lexus í stað hefðbundins aksturs við neinar kringumstæður og lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en kerfið er notað. Ökumaður ber ævinlega ábyrgð á öryggi við akstur.

GERÐIR MEÐ ÞESSUM TÆKNIBÚNAÐI