1. Lexus rafvæðing
  2. Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid
  3. Svona virkar Hybrid kerfið
Lexus á Íslandi
SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

SVONA VIRKAR HYBRID TÆKNIN

Lærðu hvernig sjálfhlaðandi Lexus Hybrid virkar og býður þannig upp á ákjósanlega samsetningu af afli og skilvirkni.

FULLKOMIN SAMSETNING BENSÍNAFLS OG RAFORKU

MÝKRI GANGSETNING

Alltaf til reiðu. Sjálfhlaðin rafhlaðan er tilbúin þegar þú sest í ökumannssætið, án utanaðkomandi hleðslu.

EV-stillingin kemur að fullkomnum notum fyrir innanbæjarakstur án útblásturs þar sem bensín er yfirleitt aldrei notað á litlum hraða*. Að viðbættri lipurri stýringu ertu kominn með bíl sem hentar fullkomlega í þéttbýlinu.

*Bensínvélin grípur inn í þegar þörf er á auknu afli á lægri hraða.

SAMEINAÐ AFL

Tveir orkugjafar tryggja bæði afl og sparneytni í Lexus Hybrid.

Hybrid kerfið samtvinnar bensínafl og rafmagn á hnökralausan máta með því að greina akstursskilyrði og stilla orkugjafana af eftir þörfum, eftir því hvort gefa þarf í, aka í þungri umferð eða aka á jöfnum hraða á vegum með hærri hámarkshraða.

SNJALLARI HEMLAR

Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid fer sparlega með orkuna.

Á meðan bílnum er ekið er rafhlaðan í hleðslu. Þetta á ekki bara við í akstri því endurnýting hemlaafls endurheimtir einnig enn meiri orku þegar bíllinn er stöðvaður eða hægt er á honum.