1. Eigendur
  2. Viðhald og þjónusta
  3. Lexus þjónusta
Flýtival
Flýtival
 

LEXUS ÞJÓNUSTA

ÁVINNINGUR AF LEXUS ÞJÓNUSTU

Sérþjálfað starfsfólk okkar og þjónustusérfræðingar veita framúrskarandi þjónustu til að tryggja hámarksafköst Lexus-bílsins þíns.

Margra ára starfsreynsla og yfirgripsmikil tækniþjálfun tryggir hæfni tæknifólks hjá Lexus, sem og tryggð þess við Lexus og sérþekkingu á hverri einustu gerð Lexus-bíla. Reglulegar þróunar- og tæknikynningar tryggja að tæknifólk okkar hefur ávallt aðgang að nýjustu þekkingu.

Varahlutir frá Lexus eru hannaðir og framleiddir með sömu áherslu á smáatriðin og í bílum fyrirtækisins, auk þess að gangast undir ítarlega skoðun tæknifólks Lexus hvern einasta dag. Söluaðili Lexus hefur yfir að ráða greiningarbúnaði og verkfærum sem sérhönnuð eru fyrir Lexus-bílinn þinn.

Notkun réttra greiningarverkfæra gegna lykilhlutverki við að koma bílnum þínum af stað eins fljótt og auðið er. Greiningar bjóða upp á hraðvirkt og nákvæmt mat á bílnum og staðfesta orsök vandamála. Hugbúnaðaruppfærslur í gegnum greiningarverkfæri Lexus tryggja þér skilvirka þjónustu og bíl í toppstandi.

Hvort sem um er að ræða glænýjan Lexus eða Lexus sem ekinn hefur verið meira en 100.000 km nær þjónustan til skoðunar, stillinga og skipta á smurefnum og síum í samræmi við aldur og ekna kílómetra.

Við öryggisskoðun Lexus skoðar tæknimaður Lexus alla lykilíhluti Lexus-bílsins þíns. Hún nær m.a. til hjólbarða, stýris, hemla, ljósa, yfirbyggingar, útblásturs og vökvastöðu. Að skoðun lokinni er þér afhent skýrsla þar sem skráð er sú vinna sem tafarlaust þarf að fara fram og ráðleggingar um vinnu sem mögulega þarf að sinna síðar. Hægt er að bóka öryggisskoðun hjá næsta söluaðila Lexus eftir hentugleika.

A Hybrid-prófun er innifalin í allri þjónustu. Hér er um að ræða nákvæma skoðun sem gengur út á að sérþjálfaður tæknimaður prófar hybrid-kerfið í heild sinni og skilar að því loknu skýrslu þar sem ástæður hugsanlega nauðsynlegs viðhalds eru útskýrðar.