1. Lexus rafvæðing
  2. Rafmagnsbílar
  3. Kostir rafmagnsbíla
Lexus á Íslandi
RAFMAGNSBÍLL

KOSTIR RAFMAGNSBÍLA

Enginn útblástur, minni rekstrarkostnaður og enn meira öryggi: rafknúinn Lexus bíll gefur möguleika á margvíslegum ávinningi til viðbótar við ósvikið aflið og stórkostlega tilfinninguna sem þú upplifir í akstri.

01

ENGINN ÚTBLÁSTUR

15 ára byltingarkenndar rannsóknir hafa skilað rafmótor sem veldur engri koltvísýringsmengun í útblæstri. Heimurinn verður hreinni og þú færð að stjórna vél sem skilar stórkostlegum afköstum. Þegar rafhlaðan hefur runnið sitt skeið erum við með endurviðtökuáætlun til að tryggja að farið verði með hana á öruggan og ábyrgan hátt.
02

LÍTILL REKSTRARKOSTNAÐUR

Þú byrjar að spara um leið og þú ekur af stað. Dísil- og bensíneldsneyti er tekið út úr jöfnunni sem þýðir að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af olíuverði á heimsmarkaði. Verð á raforku er yfirleitt mun stöðugra og auðveldara að spá fyrir um það til lengri tíma. Þá er viðhald einnig einfaldara. Í rafbílum eru færri hreyfanlegir hlutir, ekkert útblásturskerfi, minni og skilvirkari kælikerfi, engin olía, engar vélarsíur og engar tímareimar. Hemlarnir slitna líka síður. Eyddu meiri tíma við akstur og minni í viðhald.
03

DÚNMJÚKT HLJÓÐ

Þú getur tekið daginn snemma eða verið úti fram á nótt án þess að vekja nágrannana. Rafmótorinn vinnur sitt góða verk örugglega og hljóðalaust. Hvað viðkemur ökumanninum í farþegarýminu er reynslan einstaklega sefandi, þar sem aðeins heyrist lágur niðurinn þegar gúmmí rennur yfir malbik, sem minnir þig á kraftana sem hér eru að verki. Framtíðin hljómar sannarlega róandi.
KOSTIR

MARGPRÓFAÐ OG -REYNT

Áreiðanleiki og traust eru nauðsynlegir þættir til að skapa magnaða akstursupplifun. Ökumeistarar hafa margprófað og -reynt Lexus rafmótorinn á milljónum kílómetra og með því hjálpað til við að sérstilla hvern einasta þátt afkastagetunnar.

Allir bílar eru búnir framúrskarandi Lexus Safety System+ og þú færð enn betri stjórn á bílnum með bættu jafnvægi sem næst með því að staðsetja rafhlöður og rafmótor á ákjósanlegum stöðum, þú upplifir hnökralausa tilfinningu fyrir stýringunni og einstakt viðbragð.

 

KOSTIR

SKATTAAFSLÁTTUR OG ÍVILNANIR

Ríkisstjórnir víða um heim hvetja nú til skipta yfir í rafbíla með lægri sköttum og ívilnunum fyrir uppsetningu heimahleðslustöðva og því gæti verið styttra en þig grunar í að þú upplifir ótrúlegan akstur í Lexus rafbíl.