Enginn útblástur, minni rekstrarkostnaður og enn meira öryggi: rafknúinn Lexus bíll gefur möguleika á margvíslegum ávinningi til viðbótar við ósvikið aflið og stórkostlega tilfinninguna sem þú upplifir í akstri.
Áreiðanleiki og traust eru nauðsynlegir þættir til að skapa magnaða akstursupplifun. Ökumeistarar hafa margprófað og -reynt Lexus rafmótorinn á milljónum kílómetra og með því hjálpað til við að sérstilla hvern einasta þátt afkastagetunnar.
Allir bílar eru búnir framúrskarandi Lexus Safety System+ og þú færð enn betri stjórn á bílnum með bættu jafnvægi sem næst með því að staðsetja rafhlöður og rafmótor á ákjósanlegum stöðum, þú upplifir hnökralausa tilfinningu fyrir stýringunni og einstakt viðbragð.
Ríkisstjórnir víða um heim hvetja nú til skipta yfir í rafbíla með lægri sköttum og ívilnunum fyrir uppsetningu heimahleðslustöðva og því gæti verið styttra en þig grunar í að þú upplifir ótrúlegan akstur í Lexus rafbíl.