1. Eigendur
  2. Viðhald og þjónusta
  3. Uppfæra hugbúnað
Lexus á Íslandi
VIÐHALD

UPPFÆRA HUGBÚNAÐ

Vertu í sambandi við nýjustu Lexus tæknina til að gera aksturinn ævinlega einstakan og snurðulausan. Nýja uppfærslan á margmiðlunarhugbúnaði er meðal annars með samþættingu snjallsíma fyrir þinn ES, NX EÐA UX. Hafðu samband við söluaðila Lexus og fáðu að vita hvort það er uppfærsla í boði fyrir margmiðlunarbúnaðinn í þínum bíl.

MEIRI TENGIMÖGULEIKAR, MEIRI ÞÆGINDI

 

Uppfærsla á margmiðlunarhugbúnaði er nú í boði fyrir ES-, UX- og NX-bíla frá Lexus sem framleiddir voru á milli 2017 og 2019. Bættu tengimöguleika við snjallsíma með Apple CarPlayTM* og Android AutoTM*. Þá verður hægt að nota fjölda aðgerða á öruggan og þægilegan hátt gegnum margmiðlunarskjáinn í þínum Lexus, svo sem símtöl, SMS, WhatsApp, leiðsagnarforrit og tónlistarforrit.

Hafðu samband við Lexus-umboðið til að láta uppfæra margmiðlunartækin þín.

*Framboð á Apple CarPlayTM og Android AutoTM kann að vera breytilegt eftir löndum.

 

ÞÆGILEG RADDSTÝRING

Slakaðu á og notaðu hendurnar til að stýra, en röddina til að stjórna snjallsímanum vandkvæðalaust. Þannig verður akstursupplifunin þægileg og markviss. Uppfærsla á margmiðlunarbúnaði* gerir þér kleift að nota Siri® á iPhone® eða Google Assistant® á snjallsímum með Android-stýrikerfum. Þú getur gefið leiðsagnarskipanir, hringt símtöl og sent eða tekið við skilaboðum á þægilegan og öruggan hátt.

AFÞREYING Í ÖLLUM ÖKUFERÐUM

Apple CarPlayTM og Android AutoTM veita greitt aðgengi að öllum uppáhalds samhæfu forritunum þínum á margmiðlunarskjánum. Á meðan þú ekur getur þú valið spilunarlista sem hæfir skapinu þann daginn á Spotify® eða Pandora®. Þú getur lesið upp og sent SMS eða skilaboð gegnum WhatsAppTM eða valið áhugaverðan hlaðvarpsþátt.

EINFALDARI LEIÐSÖGN

Nú kemst þú hvert sem er án minnstu vandræða. Apple CarPlayTM og Android AutoTM flytja ferðina sem þú hefur kortlagt á margmiðlunarskjá bílsins – þar á meðal samþættar leiðsagnarraddskipanir. Leiðsögn með Google-kortumTM eða WazeTM er einnig í boði. Auk þess er boðið upp á þráðlausar uppfærslur og þú getur því sótt öll nýjustu kortin.

Apple, iPhone, Apple CarPlayTM og Siri eru skráð vörumerki Apple Inc.
Android, Android AutoTM, Google Maps, Google Assistant og Waze eru skráð vörumerki Google LLC.
Spotify er skráð vörumerki Spotify AB.
WhatsApp er skráð vörumerki WhatsApp Inc.
Pandora er skráð vörumerki Pandora Media LLC.