1. Rafmögnuð upplifun
  2. Rafmögnuð upplifun
Lexus á Íslandi

EINKENNANDI HÖNNUN

Lexus UX 300e er spennandi rafbíll sem lýtur stjórn þinni fullkomlega. Einstakir eiginleikar bílsins koma strax í ljós þegar þú ýtir á starthnappinn og grípur um vandað stýrið. Þegar ekið er af stað nýturðu snarprar og samfelldrar hröðunar

Smelltu á svæðin á hjólinu hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um Lexus UX 300e.

SASHIKO-SAUMUR

Slakaðu á í sætum með silkimjúku leðuráklæði sem er innblásið af „sashiko“, hefðbundinni, japanskri stungusaumstækni sem notuð er til að sauma búninga fyrir iðkendur bardagalistanna júdó og kendó. Vatterað leðrið er skreytt gatamynstri.

STRAUMLÍNULAGAÐ AFTURLJÓS

Að aftan skartar Lexus UX 300e glæsilegri afturljósasamstæðu sem dregur úr loftmótstöðu. Ljósin fanga augað og greiða einnig fyrir loftstreymi um bílinn, eins og vindskeið sem eykur stöðugleika bílsins í miklum vindi.

GOTT JAFNVÆGI

Traustur grunnur UX og staðsetning rafhlöðunnar sjá til þess að staða yfirbyggingarinnar og veggripið heldur sér þegar þú beygir. Öll stjórnun er örugg og eðlileg.

LEXUS LINK

Lexus Link appið tengir þig við margvíslegar þjónustu okkar. Hvort sem þú þarft að finna hvar þú lagðir bílnum þínum eða deila bílferðinni með öðrum nýturðu hnökralausrar samstillingar við bílinn og hefur yfirsýn yfir viðhald hans með áminningum og þjónustubókunum.
*Væntanlegt á íslenskan markað

STÝRING Í SÉRFLOKKI

Njóttu þess að finna hvernig gott og þétt gripið í handsaumuðu leðurstýrinu gælir við fingurgómana, með þægilegu aðgengi að gírskiptirofum sem gefa fyrirheit um sportlegt og hratt viðbragð.

ENDING SEM RÆÐUR ÚRSLITUM

Framúrskarandi hönnun bílsins tryggir að þú getur ekið 400 km án þess að þurfa að hlaða bílinn, þökk sé einstakri reynslu okkar af smíði fleiri en 1,6 milljóna rafknúinna, sjálfhlaðandi Hybrid bíla frá árinu 2004.