1. Kynntu þér Lexus
  2. Tæknilausnir
  3. Hybrid tækni
Lexus á Íslandi
 

HYBRID TÆKNI

Upplifðu fágaða Hybrid tækni sem Lexus hefur þróað og rutt brautina fyrir. Þú getur fengið allt: sparneytni, litla mengun í útblæstri, viðbragðsflýti og fágaðan akstur.

HYBRID TÆKNI Í FARARBRODDI

Hybrid tækni Lexus er í fararbroddi á heimsvísu. Við vorum fyrst til að kynna „full hybrid“ bíla og síðan þá höfum við unnið að því að fullkomna þá tækni. Alls hafa meira en milljón ökumenn ekið milljónir kílómetra út um allan heim og reitt sig á framúrskarandi kerfi okkar.

MULTI STAGE HYBRID-KERFI

Við höldum áfram að setja afköst hybrid-tækninnar í nýjar hæðir, og langt umfram væntingar. Núna færðu að kynnast nýju byltingarkenndu kerfi frá Lexus: Multi Stage Hybrid-kerfi fyrir LC 500h og LS 500h.

4 þrepa sjálfskiptingu er bætt við fyrirliggjandi CVT-skiptinguna (rafstýrð stiglaus gírskipting). Líkt er eftir 10 gíra skiptingu LC 500-bensínvélarinnar. Ökumaðurinn getur skipt á milli gíra án tafar með flipunum á stýrinu.

Útkoman? Betri og sportlegri tilfinning. Lipurt, skjótvirkt og sítengt, þetta er viðbragðsbesta og öflugasta hybrid-kerfi frá upphafi. Gríðarlegur kraftur þegar þú gefur inn og sparneytni þegar ekið er á jafnari hraða. Multi Stage Hybrid slær tóninn fyrir það sem koma skal. Kerfið mun setja mark sitt á komandi Lexus-bíla þar sem við munum halda áfram að greiða brautina fyrir hybrid-tæknina.

 

VAL Á AKSTURSSTILLINGU

Lexus Hybrid fylgist með akstursskilyrðum og lagar samsetningu afls eftir þörfum án þess að þú takir eftir nokkru. En ef þú vilt getur þú tekið stjórnina og valið að keyra bara með rafmagni, bensíni eða samsetningu beggja aflgjafa.

Þú ræður ferðinni hvort sem þú ert að ræsa bílinn, í miðjum akstri eða að hægja á ferðinni. Alla leiðina eða bara hluta hennar. Í sameiningu takið þú og bíllinn ákvarðanir til að draga úr mengun og auka afköst.

Í Normal stillingu er tryggt að samsetning sparneytni og vélarafkasta sé með sem bestum hætti. Sport stillingin skilar þér meiri snerpu og stýrisviðnámi. Með ECO stillingu miða inngjöf, vélarafl og umhverfisstillingar að aukinni sparneytni.