1. Lexus rafvæðing
  2. Rafmagnsbílar
  3. Svona virka rafmagnsbílar
Lexus á Íslandi
RAFMAGNSBÍLL

SVONA VIRKA RAFMAGNSBÍLAR

Uppgötvaðu nýjan heim Lexus rafbíla, þar sem einfalt er að hlaða bílinn orku sem dugir langt út fyrir sjóndeildarhringinn.

AKTU UM AF ÖRYGGI

Þú kemst lengra en þig óraði fyrir í Lexus rafbíl. Sestu í ökumannssætið og ferðastu borga á milli af öryggi, vitandi að þú kemst örugglega á áfangastað og vel það.

 

LÁTTU RAFHLÖÐUNA ENDAST LENGUR

Hægt er að auka drægið, sem er þó gott fyrir, í bílunum okkar sem eru eingöngu rafknúnir með nokkrum einföldum ráðum, sem spara peninga og draga úr orkunotkun á ferðinni.

 

SLAKAÐU Á MEÐAN ÞÚ HLEÐUR BATTERÍIN

Stingdu einfaldlega í samband heima eða á næstu hleðslustöð. Kynntu þér hvaða leiðir eru í boði til að hlaða Lexus og hversu lengi þú ert að fylla á rafhlöðuna.

  •  

    HRAÐHLEÐSLA MEÐ JAFNSTRAUMI

     51 mín

    Áætlaður hleðslutími fyrir rafhlöðu úr 5 í 80% með jafnstraumi*

    Mikil og hröð fjölgun hleðslustöðva hefur í för með sér að nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að halda bílnum gangandi þegar þú ert á ferðalagi. Hleðsluhraðinn veltur að miklu leyti á afli stöðvarinnar. 50 kW stöð getur hlaðið upp í 80% á aðeins 30 mínútum. Hraðhleðslustöðvar (7–22 kW) geta fullhlaðið sumar gerðir bíla á 3–4 klukkustundum. Flestar almenningshleðslustöðvar eru hraðhleðslustöðvar.

    Aktu áhyggjulaus hvert á land sem er í þeirri vissu að þétt net hraðhleðslustöðva um allt land tryggir þér örugga hleðslu steinsnar frá. Og ekki nóg með það, heldur finnur bíllinn stöðina fyrir þig og lætur vita hvenær halda má ferðinni áfram.

    Þetta er ekki flókið. Færðu inn áfangastaðinn á snertiskjáinn og Trip Planner-eiginleikinn skipuleggur leiðina að næstu hleðslustöð.

    Þú kemur á hleðslustöðina og færð þér kaffibolla á meðan rafhlaðan hleður sig, sem tekur mínútur en ekki klukkustundir.

    Bílinn lætur þig vita þegar hann er tilbúinn að fara af stað. Búðu þig undir næsta áfanga ferðarinnar.
  •  

    HEIMAHLEÐSLA MEÐ RIÐSTRAUMI

     8 klst 2 mín

    Áætlaður hleðslutími fyrir rafhlöðu úr 0 í 100% með riðstraumi*

    Auðvelt er að koma Lexus-heimahleðslustöðinni fyrir heima og með henni geturðu fullhlaðið bílinn á rétt rúmlega 8 klukkustundum. Með Lexus Link appinu (væntanlegt fyrir íslenskan markað) færðu ýmsa sniðuga eiginleika til dæmis að tímastilla hleðsluna.

    Mælt er með því að fá rafvirkja til að setja upp heimahleðslustöðina og Lexus útvegar traustan samstarfsaðila til að sjá um það. Tryggt er að raflagnir hleðslustöðvarinnar séu öruggar og samkvæmt tilskildum stöðlum.

    Meira afl hleður rafhlöðuna hraðar.

    Margir dreifingaraðilar rafmagns bjóða upp á lægri gjöld að næturlagi, sem gæti dregið úr kostnaðinum.

 

FRAMSÆKIN RAFHLÖÐUTÆKNI

Virkni

ÖRYGGI ÚT ENDINGARTÍMANN

Rafhlaðan sem knýr Lexus-bílinn þinn endist yfirleitt jafnlengi og bíllinn sjálfur. Rannsóknir sýna að margir rafbílar eru enn með í kringum 75% afköst rafhlöðu eftir 193.000 km akstur. Aðrar sýna enn lengri endingartíma, með 5% afkastatapi eftir 80.000 km og öðru 5% afkastatapi eftir 241.000 km. Þar sem meðalökumaður rafbíls ekur um 15.000 km á ári þurfa fæstir nokkurn tíma að skipta um rafhlöðu.

 

Virkni

VEL VARIÐ

Til að tryggja langa og áhyggjulausa endingu eru rafhlöðurnar okkar búnar framúrskarandi kæli- og hitakerfum, með endingargóðum gúmmíþéttingum sem verja þær fyrir hvers kyns vökva og ryki.

Virkni

ÞÚ ÞARFT ENGAR ÁHYGGJUR AÐ HAFA

Þú ert í öruggum höndum – Lexus hefur þegar afhent fleiri en 1,5 milljónir hybrid bíla og nýi sjálfhlaðandi Lexus ES 300h bíllinn var útnefndur „bestur í flokki rafbíla/hybrid bíla“ og „bestur í flokki fjölskyldubíla“ hjá NCAP.
Virkni

ENDURVINNSLA Á EINFALDARI HÁTT

Þegar komið er að lokum endingartíma rafhlöðunnar í rafmagnsbílnum erum við með endurviðtökuáætlun til að tryggja vistvæna, örugga og ábyrga endurvinnslu hennar. Eins og er endurheimtum við yfir 90% rafhlaðna okkar frá söluaðilum okkar í Evrópu en markmiðið er að hlutfall endurviðtöku verði 100% í öllum rekstri okkar.