EVRÓPUMÓTIN 2023
Frá því tilkynnt var um samstarfið í júní hefur Lexus styrkt ýmis spennandi ATP-mót eins og ATP 500 Cinch Championships og ATP 250 Rothesay International í Bretlandi, ATP 500 Hamburg European Open í Þýskalandi, ATP 250 Generali Open í Austurríki, ATP 250 Astana Open í Kasakstan, svo fáein séu talin. Þannig hefur vörumerkið verið áberandi á völlunum sem og í fjölmiðlum og á netinu.
Það stefnir í að lok keppnistímabilsins verði ekki síður spennandi þar sem Lexus styrkir ATP 1000 Paris Rolex Masters, sem fer fram frá 30. október til 5. nóvember. Keppnistímabilið 2023 nær svo hápunkti með Nitto ATP Finals í Tórínó dagana 12. til 19. nóvember.
Á síðarnefnda mótinu útvegar Lexus 45 rafbíla, þar á meðal nýju rafbílana Lexus RZ 450e og UX 300e, auk hybrid- og plug-in hybrid-bíla.