1. Eigendur
 2. Viðhald og þjónusta
 3. Olíuskipti
Lexus á Íslandi
VIÐHALD

SKIPT UM SMUROLÍU

Olíuskipti eru mikilvæg til að tryggja að Lexus bíllinn þinn gangi sem best. Tæknifólk Lexus velur olíu sem hámarkar afkastagetu vélarinnar og lágmarkar eldsneytisnotkun Lexus bílsins.

SKIPT UM SMUROLÍU Í BÍLNUM

Smurolíuskipti eru fastur liður í þjónustu Lexus en tíðni smurolíuskipta fer eftir eknum kílómetrum. Fáðu sérfræðiráðgjöf hjá söluaðila Lexus ef þú þarft frekari upplýsingar.

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ SKIPTA UM OLÍU?

Með olíuskiptum er gamla olían einfaldlega fjarlægð úr bílvélinni og ný olía sett á í staðinn. Þetta eykur endingu vélaríhluta með því að koma í veg fyrir hitamyndun af völdum núnings og tæringuna sem af henni leiðir. Þetta tryggir líka að olíusían haldi áfram að koma í veg fyrir að stórar og skaðlegar agnir komist inn í vélina.

HVERNIG SKIPTI ÉG UM OLÍU?

Hafðu samband við næsta söluaðila og láttu þjálfaða sérfræðinga okkar sjá um olíuskiptin til að tryggja að þau fari rétt fram og þannig að Lexus-bíllinn þinn beri ekki skaða af.

 • Olíuskiptatíðni Lexus-bíla þar sem þarf að nota 0w-20 syntetíska olíu er 7.500 km eða 6 mánuðir. Þú skalt þó fylgjast með olíunni reglulega og fylla á hana ef þörf krefur.

  Fyrir vélar þar sem mælt er með 5w-20 eða 5w-30 jarðolíu en einnig er hægt að nota 0w-20 syntetíska olíu þarf áfram að skipta um olíu á 7.500 km eða 6 mánaða fresti (hvort sem kemur á undan) þótt notast sé við 0w-20.

  Smurolían sem þú þarft að nota veltur á vél bifreiðarinnar. Við mælum með því að bóka olíuskipti hjá þjálfuðum sérfræðingum okkar í gegnum söluaðila Lexus til að tryggja að rétt olía sé notuð.

  Þú nýtur einstakrar umönnunar og þjónustu hjá söluaðilum Lexus. Tæknifólk Lexus hefur tól og tæki sem eru sérstaklega hönnuð fyrir Lexus-bílinn þinn og skiptir um olíusíu í hvert sinn sem þú lætur skipta um smurolíu í bílnum.
 • Bókaðu tíma hjá næsta söluaðila Lexus til að fá bestu mögulegu þjónustuna.

  Þjónustuverðskrá Lexus tekur til allrar þjónustu sem nauðsynleg er á líftíma Lexus-bílsins. Hafðu samband við næsta söluaðila Lexus til að kynna þér þjónustukostina sem standa til boða.