SNJALLARI KOSTUR EN DÍSILBÍLL

Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid sameinar bensínafl og rafmagn. Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid hleður sig á meðan honum er ekið. Engin þörf á að stinga í samband, engin dísilolía, engar málamiðlanir. Í línu sjálfhlaðandi Lexus Hybrid finnurðu bíl sem hentar þínum þörfum og lífstíl, hvort sem það er lítill Hatchback-bíll, lúxussportjeppi, Sedan eða aflmikill tveggja dyra sportbíll. Við bjóðum Hybrid-lúxus í gegnum óviðjafnanlega sérfræðiþekkingu, með meira en 1,3 milljónir seldra bíla.

SJÁLFHLAÐANDI LEXUS HYBRID

Veldu svæði til að skoða ávinninginn af sjálfhlaðandi Lexus Hybrid-bíl.

SVONA VIRKAR SJÁLFHLAÐANDI LEXUS HYBRID

Fullkomin samsetning bensínafls og raforku.

AFKÖST EFTIR ÞÖRFUM

Allar væntingar þínar um afköst hybrid-véla eru í þann mund að kollvarpast.

ENGAR MÁLAMIÐLANIR

Glæsileiki, gott rými og mikið afl. Já, þú getur fengið allt.

LEXUS SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

Hjá okkur eru engar málamiðlanir. Með einstakri blöndu hugmyndaflugs og skilvirkni skila Lexus hybrid-vélarnar ávallt þeim afköstum sem ætlast er til af vél sem er snjallari valkostur við dísilvél - um leið og Takumi-handverkið skilar þér munaði sem bætir akstursupplifun þína. Lexus Hybrid: Engin þörf á að stinga í samband, engar truflanir, engar málamiðlanir.


 

 
  2017 lexus hybrid range
2017 lexus hybrid portrait is driving the future

LEXUS HYBRID

VINSÆLASTI HYBRID-LÚXUSBÍLL Í HEIMI

Við erum frumkvöðlar og notum þekkingu okkar á hybrid-tækninni sem sameinar rafmótora og eldsneytisvélar, og við höfum þróað frá árinu 2004, til að færa þér hina snjöllu skilvirkni og aksturseiginleika sem þú væntir frá Lexus.

Við erum ávallt að leita nýrra leiða til að móta framtíðina. Ástríða okkar fyrir nýjungum hefur orðið til þess að fjöldi hybrid-bíla okkar er sá mesti sem nokkur lúxusbílaframleiðandi hefur framleitt, og í dag er fjöldi seldra Lexus hybrid-bíla kominn yfir eina milljón.

Kynntu þér neðantalda kosti Lexus Hybrid og uppgötvaðu ástæðu þess að margir ökumenn hafa þegar tekið snjalla ákvörðun.

HYBRID LÍNAN

Við bjóðum upp á breiðara úrval af Hybrid-bílum en aðrir lúxusbílaframleiðendur og höfum allt frá stuttum og kraftmiklum Sedan-bílum upp í glæsilega jeppa sem eru ávallt viðbúnir. Finndu Lexus Hybrid-bílinn sem hentar þér hér að neðan.

MULTI STAGE HYBRID-KERFIÐ FRÁ LEXUS

Lexus er ávallt í fararbroddi þegar kemur að nýjungum. Með því að skora hið þekkta á hólm náum við fram nýbreytni með óviðjafnanlegum afköstum. Í LS 500h og LC 500h má sjá nýjungar sem þurfa ekki frekari sönnunar við.

 • 
 

 
  2017 lexus hybrid portrait lc ready to pioneer

  NÝJUNGIN HYBRID

  ÁVALLT FREMSTUR Í FLOKKI​

  Með hinu einstaka Multi Stage Hybrid-kerfi - nýjung í hybrid-tækni frá Lexus sem byggir á hugmyndafræði okkar um nýbreytni - færum við afköst hybrid-bíla á algjörlega nýtt plan.

  Hraðari gírskipting, nákvæm stýring, gott viðbragð og einstök afkastageta 10 þrepa gírkassans er allt saman staðalbúnaður sem fæst með því að bæta fínstilltum 4 þrepa gírkassa við gírskiptingu sem þegar var í sérflokki.

  Útkoman er einstök afkastageta hybrid-kerfisins, skilvirkni og lúxus sem er engu líkur og minni umhverfisáhrif. Hér er um að ræða bíl sem uppfyllir allar þínar væntingar.

 • 
 

 
  2017 lexus hybrid portrait lc ready to perform

  HYBRID-AFKÖST

  ALLTAF TILBÚINN AÐ SKILA SÍNU​

  LC 500h-sportbíllinn og LS 500h Sedan-flaggskipið eru knúnir af fyrsta Multi Stage Hybrid-kerfi okkar á heimsvísu.

  Þessi nýjung er einstök í Lexus Hybrid og skilar afli þegar á þarf að halda og óviðjafnanlegri lipurð á veginum. Veitir enn meiri upplifun og áskorun.

AÐ EIGA HYBRID

Minn Lexus

Hybrid nýtur sömu verðlaunuðu þjónustunnar og aðrir Lexus-eigendur. Eigandinn getur sjálfur stjórnað ýmsum þáttum sem snerta bílinn á netinu í gegnum „Minn Lexus“.

Minn Lexus

Þrátt fyrir flókna tækni er lítið mál að hugsa vel um Lexus Hybrid-bíla. Það er enginn munur á verði eða umfangi viðhalds fyrir Hybrid-bíl miðað við aðra.

Áreiðanleiki

Hybrid-kerfin okkar eru alveg jafn áreiðanleg og hefðbundnari aflgjafar og sjálfhleðslutæknin sér til þess að enginn þarf að óttast að standa uppi með tóma rafhlöðu.

Viðhaldsþjónusta

Viðhald á Lexus Hybrid er einfalt og þægilegt en Hybrid-prófunin okkar er hluti af hefðbundinni þjónustu Lexus.

Ábyrgð

Hybrid-rafhlaðan er með fimm ára ábyrgð og hana má framlengja um eitt ár eftir hverja Hybrid-prófun.

Fjármögnun

Nýttu þér hagkvæmar og sveigjanlegar fjármögnunarleiðir fyrir hybrid-bíla sem Lexus Financial Services býður upp á.