2017 lexus hero hybrid

HYBRID AFKÖST

HYBRID LÍNAN FRÁ LEXUS

Alltaf hlaðinn, alltaf klár - nánast allar gerðir Lexus bíla eru fáanlegar í Hybrid útgáfu. Einstakir aksturseiginleikar, ótrúleg sparneytni og gæði hvert sem litið er.

FRUMKVÖÐLAR Á SVIÐI HYBRID TÆKNI

Allt frá því fyrsti Hybrid bíllinn frá Lexus var settur á markað árið 2005 hefur reynsla okkar og sérþekking sýnt sig og sannað þar sem á reynir – í akstri. Um allan heim spara Hybrid bílar frá okkur milljónir lítra af eldsneyti á hverju ári. Í dag selur Lexus fleiri Hybrid bíla en nokkur annar bílaframleiðandi í heiminum. Í raun seljum við fleiri Hybrid bíla en allir aðrir bílaframleiðendur samanlagt.

ÞAÐ BESTA ÚR BÁÐUM HEIMUM

Lexus Hybrid Drive sameinar kraftinn í öflugri bensínvél og sparneytni rafmótorsins og skiptir snurðulaust á milli þessara tveggja aflgjafa á meðan þú ekur. Með Hybrid bíl frá Lexus þarftu ekki að gera málamiðlanir – mikil snerpa, minni eldsneytisnotkun og umtalsvert minni losun koltvísýrings í útblæstri gera Hybrid bílana okkar tilvalda fyrir þig og umhverfið.

 • 2017 lexus hybrid intelligent performance

  HUGVITSSAMLEGT HYBRID KERFI

  Þegar þú ræsir Hybrid bíl frá Lexus í EV-rafmagnsstillingu tekurðu strax eftir muninum, því nánast ekkert heyrist í bílnum. Bíllinn notar þá ekkert eldsneyti og mengar ekkert á meðan. Það sama á við þegar ekið er á litlum hraða eða í þéttri umferð innanbæjar: Eingöngu rafmagn, enginn útblástur.

  Þegar hraðinn er aukinn skilar rafmótorinn traustu togi og bensínvélin tekur svo við. Ásamt rafstýrðu stiglausu gírskiptingunni (E-CVT) sjá aflgjafarnir tveir til þess að hraðinn sé aukinn mjúklega og snurðulaust. Þú getur einbeitt þér að öðru á meðan.

 • 2017 lexus hybrid meet the rc ccis

  ENDURNÝTING HEMLUNARAFLS

  Meira að segja orkan frá hemlunum er notuð, eða endurnýtt. Þetta er snjöll tækni sem endurheimtir hemlunarafl.

  Þegar þú hægir á bílnum sér rafmótorinn mestmegnis um að hemla með því að setja í bakkgír. Rafmótorinn virkar þá eins og rafall og byrjar að endurhlaða rafhlöðuna. Það má líka orða þetta þannig að sú dýrmæta orka sem þú notar til að stöðva bílinn sé einnig notuð til að knýja hann áfram.

  Hver er þá ávinningurinn með endurnýtingu hemlunarafls? Þú þarft aldrei að tengja Lexus Hybrid Drive við hleðslustöð, því rafhlaðan hleður sig sjálf á meðan þú ekur.

 • 2017 lexus hybrid range
 • 2017 lexus hybrid multi stage hybrid system

  MULTI STAGE HYBRID KERFIÐ

  Með Multi Stage Hybrid kerfinu er fjögurra þrepa sjálfskipting innbyggð í Hybrid aflrás LC 500h.

  Gírarnir gera að verkum að vélarhraðinn er mun samstilltari við öll viðbrögð ökumannsins og hann hefur því betri tilfinningu fyrir inngjöfinni. Þegar LC 500h er stilltur á beinskiptingu vinna CVT og sjálfskiptingin saman að því að líkja eftir10 þrepa gírkassa með hraðari gírskiptingu.

  Útkoman er einfaldlega frábær akstursupplifun með Hybrid aflrás, sérstaklega þegar tekið er af stað. Mikill kraftur, óviðjafnanleg akstursupplifun og lítil umhverfisáhrif.

VELDU HYBRID BÍLINN ÞINN

Kraftur, gæði og sparneytni: Lexus býður upp á heimsins mesta úrval af Hybrid bílum, allt frá jeppum til léttra sportbíla. Sjáðu með eigin augum af hverju Lexus er vinsælasti Hybrid bíllinn í heiminum í dag.