concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

SEM BRAUTRYÐJENDUR Á SVIÐI HYBRID-TÆKNI FYRIR LÚXUSBÍLA HÖFUM VIÐ SELT FLEIRI HYBRID-BÍLA EN NOKKUR ANNAR BÍLAFRAMLEIÐANDI Í HEIMINUM.

Árið 2016 munum við fagna milljónasta ökumanninum okkar. Samhliða því munum við sem fyrr uppfylla ýtrustu kröfur viðskiptavinanna, sem er hluti af því markmiði okkar að bjóða undir okkar merki vinsælustu hybrid-lúxusbíla heimsins.


Við höfum verið í fararbroddi á sviði hybrid-tækni í rúman áratug og aflað okkur gríðarlegrar reynslu í þróun og hönnun slíkrar tækni. Þú getur því treyst því að hver nýjung í nýjustu hybrid-línunni okkar hefur gengist undir öll nauðsynleg próf – og mun spara milljónir lítra eldsneytis á vegum um heim allan. Með hinum glænýja LC 500h höfum við þanið mörk hybrid-tækninnar lengra út en nokkru sinni fyrr með því að kynna til sögunnar fyrsta Multi-Stage Hybrid-kerfi í heimi. Þessi tækni samþættir alla eiginleika hybrid-aflrásar – þar á meðal 3,5 lítra V6-bensínvél, öflugan rafmótor, litíum-ion-rafhlöðupakka og fjögurra gíra sjálfskiptan gírkassa.

Þessi samsetning tryggir skilvirkari tíu gíra Multi Stage Hybrid-skiptingu sem er nægilega kraftmikil til að fara með LC-bílinn úr 0 í 100 km/klst. á innan við fimm sekúndum (upplýsingar sem vísað er til eru bráðabirgðagögn og gætu breyst). Þegar saman koma óviðjafnanleg sérþekking á hybrid-tækni, háþróuð og vönduð hönnun og „Takumi“-meistarahandverk sem á engan sinn líka verður útkoman Lexus hybrid-bíll. Þetta er heildstæðasta línan með hybrid-lúxusbílum á markaðnum í dag – ótrúleg sparneytni og ekkert til sparað í búnaði bílsins. Þetta er krafturinn á bak við h.

HUGVITSSAMLEG HYBRID-AFKÖST

Lexus Hybrid Drive sameinar spennandi kraftinn í öflugri bensínvél og sparneytni rafmótorsins – og skiptir snurðulaust á milli þessara tveggja aflgjafa á meðan þú ekur. Það þýðir að það þarf ekki að gera neinar málamiðlanir, því hröðunin er kraftmikil, eldsneytisnotkun lítil og útblástur koltvísýrings umtalsvert minni.

Auk þess geta allar hybrid-gerðirnar í línunni okkar ekið á rafmótornum einum þegar EV-stilling (Electric Vehicle) er valin – engar málamiðlanir, engar hálfkaraðar lausnir.

EKIÐ INN Í
FRAMTÍÐINA

Taktu í stýrið á Lexus hybrid-bíl og þá verður þér samstundis ljóst hvernig margþættur tæknibúnaðurinn starfar saman. Ræstu bílinn og aktu af stað í EV-stillingu. Það fer ekki fram hjá þér hvað aksturinn er hljóðlaus. Á þessari stundu notar Lexusinn ekkert eldsneyti og útblástur er enginn. Þannig helst það á meðan ekið er á meðalhraða eða í annatímaumferð þar sem oft þarf að stansa og aka af stað aftur.

Þegar þú eykur hraðann byrjar rafmótorinn að framleiða öflugan togkraft. Því næst innleiðir kerfið kraftmikla innspýtinguna frá bensínvélinni, alveg snurðulaust. Þú þarft ekki einu sinni að hugsa um þessi skipti – háþróað Lexus Hybrid Drive-kerfið annast það alveg sjálfkrafa og tryggir þér þannig mjúka og fínstillta akstursupplifun.

SNJÖLL ORKA

Snjallar lausnir eru notaðar í hvívetna, svo að meira að segja orkan sem verður til þegar hægt er á bílnum fer ekki til spillis. Kerfið notar tækni sem kallast endurnýting helmunarafls (e. Regenerative Braking) til að beisla hreyfiorkuna sem myndast þegar stigið er á hemlana – og notar þá orku til að flýta fyrir endurhleðslu rafgeymisins. Þú þarft því aldrei að hætta akstrinum til að stinga Lexus Hybrid Drive í samband á hleðslustað, því rafgeymirinn endurhleður sig með þessum hugvitssamlega hætti á meðan þú ekur bílnum.

MEÐ LEXUS HYBRID MUNT ÞÚ
SJÁ HEIMINN Í NÝJU LJÓSI

Bensínvél og rafmótor sem starfa saman sem ein vél brenna umtalsvert minna eldsneyti og útblástur koltvísýrings verður því mun minni. Háþróuð bensínvélin er aðeins notuð þegar ekið er á miklum hraða og þannig verður heildarsparneytnin einfaldlega alveg ótrúleg.

Og við akstur á minni hraða, þegar aðeins rafmótorinn er notaður, verður útblásturinn enginn. Nýtískulegur og fágaður Lexus Hybrid-bíll er því raunverulega hugvitssamlegasti valkosturinn og sá valkostur sem gerir þér kleift að njóta hámarksþæginda með lágmarksáhrifum á umhverfið.

VELDU HYBRID-BÍLINN ÞINN

LEXUS ER EINI FRAMLEIÐANDINN Í HEIMINUM SEM BÝÐUR HYBRID-BÍLA Í ÖLLUM GERÐUM, HVORT SEM ÞÚ LEITAR AÐ KRAFTMIKLUM SPORTBÍL EÐA RÚMGÓÐUM LÚXUSBÍL. NJÓTTU ÞESS AÐ VELJA BÍLINN FYRIR ÞIG.

LEXUS LÍNAN
Allt
Smábílar og fólksbifreiðar
Lúxusjeppa

EKKERT FANNST

Engin ökutæki komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

CT

CT

FYRIRHAFNARLAUS MUNAÐUR

Sestu undir stýri fyrsta „Full Hybrid“-lúxussmábíls í heimi, sem nú er einnig fáanlegur í kraftmikilli
F SPORT-útfærslu.

GS MY 16

GS

KRAFTMIKIL BREYTING

Í GS-bílnum koma saman djörf og þróttmikil hönnun, hárnákvæm stýring, hugvitssamleg tækni og rúmgott og nútímalegt innanrými.

IS 300h MY 17

IS

VERÐLAUNAÐUR SPORTBÍLL

IS-bíllinn sameinar glæsileika og sportlega aksturseiginleika og býður þannig einstök þægindi og kraft í hárréttu jafnvægi.

2017 Lexus LS 600h F SPORT Home Range Exterior 460 480

LS

AFKASTAMIKILL LÚXUSBÍLL

Öflugur í akstri, óviðjafnanlegur að sjá og með sérvöldum lúxusbúnaði – LS-bíllinn setur ný viðmið fyrir lúxusbíla.

2017 Lexus RC 300h F SPORT Home Range Exterior 460 480

RC

ÆSISPENNANDI AKSTUR

Þegar þú grípur um sportstýrið, prýtt gullfallegum útsaumi, í RC-bílnum upplifir þú ótrúlega hröðun og frábæra aksturseiginleika við mikinn hraða.

2017 Lexus LC 500h Home Range Exterior 460 480

LC

Í FREMSTU RÖÐ

Upplifðu háþróaðasta hybrid-bílinn okkar til þessa – og þann fyrsta sem búinn er Multi Stage Hybrid-kerfinu okkar.

2017 Lexus NX 300h Home Range Exterior

NX

BYLTINGARKENNDUR LÚXUSSPORTJEPPI

Kynntu þér stórkostlega hönnun þessa borgarbíls sem rúmar allt að fimm manns ásamt farangri og nýtir sér ótrúlega sparneytna hybrid-aflgjafa

RX MY 16

RX

SKARPARI FÁGUN

Hinn byltingarkenndi RX færir þér óviðjafnanlegt afl, rúmgott og þægilegt innanrými og ótrúlega sparneytni.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA